Vefmyndavél

80´s ljósmyndakeppni

Herðapúðar, túperað hár og eyliner.

Í tilefni af því að það styttist í lokahóf MSÍ þar sem eitísboltinn Siggi Hlö ætlar að sjá um fjörið þá ætlum við að vera með smá nostalgíu og höfum sett af stað 80´s ljósmyndakeppni. Við leitum að myndum af fólki úr okkar hópi frá þessu tímabili. Þannig að ef það eru til myndir af túberuðu hári, herðapúðum, snjóþvegnum gallabuxum, grifflum. eyliner og hvað allt þetta nú heitir þá er um að gera að senda hana inn. Þetta er kannski ósangjart gagnvart þeim sem ekki náðu að upplifa þetta einstaka tímabil, en þeir geta samt tekið þátt því það er sá sem sendir inn myndina sem fær vinninginn.
Verðlaunin eru glæsilegt, árskort í Bolaöldubrautina í boði VÍK.

Sendið myndina á msveins@simnet.is. Takið fram hver er á myndinni og hver sé sendandi.
Myndirnar verða svo sýndar á lokahófinu og dómnefnd veitir verðlaun fyrir þá bestu.

VÍK æfingar sumarið 2012

Nú þegar svæðið okkar við Bolöldu hefur opnað þá ætlum við þjálfarar MX & Enduro skóla VÍK að kynna fyrir ykkur sumarið sem er handan við hornið, eflaust margir krakkar búnir að vera pirra foreldra sína hvort það sé ekki hægt að fara hjóla eða á æfingar, en einsog síðustu vikur hafa verið þá hefur ekki verið möguleiki á að æfa úti og reiðhöllinn fullbókuð.

Markmið VÍK með æfingastarfinu er að byggja upp kröftugt barna og unglingastarf félagsins til framtíðar en öll æfingagjöld renna óskipt í æfingastarfið. Skipulagðar æfingar frá upphafi er grundvöllur þess að bæta kunnáttu og öryggi yngstu ökumannanna og stuðlar að bættri umgengni og virðingu fyrir umhverfinu.
Lesa meira af VÍK æfingar sumarið 2012

Heyrst hefur!!! Sögur frá Belgíu.

Að Ken DeDycker hafi verið við æfingar í Lommel í gær á KTM.  Að hann sé roslalegur sandökumaður. Að Reynir J. haldi jafnvel að hann, KDD, sé hraðari en vindurinn. ( að vísu er lítið um vind í Lommel )  Að LS Honda liðið sé farið á hausinn og liðaskiptin hafi gengið hratt fyrir sig. Reynir J.hafi reynt að ráða hann í Team Honda Racing Iceland en hafi verið aðeins of seinn, Cairoli hafi verið búinn að hitta hann áður.  

Ath þessi frétt gæti verið að öllu leyti sönn eða ósönn.

Óli G.

 

Gleðileg Hjólajól. Takk fyrir ánægjulegar stundir á liðnu ári

Öllum þeim sem starfað hafa með okkur á liðnu ári þökkum við fyrir frábært samstarf með von um áframhald á komandi árum. Megi allir hafa ánægjulegar hjólastundir um hjólajólin og vonandi fá allir eitthvað fallegt hjóladót í pakkann sinn. Með von um ánægjulegar hjólastundir á komandi ári.

Stjórn VÍK.

Syrpa ársins 2011

Í tilefni af útkomu Motocross 2011 þáttanna á DVD hef ég ákveðið að skella tónlistarsyrpunni sem var frumsýnd á lokahófi MSÍ hérna á netið og vil í leiðinni minna á DVD diskinn, en hann inniheldur allar keppnir ársins.  Hægt er að panta diskinn hérna á netinu eða versla í Nítró, Púkanum og JHM sport á 2.990,- kr.

Lesa meira af Syrpa ársins 2011

Frábær skemmtikeppni í Bolaöldu í gær

Hver hefði trúað því að það væri hægt að keppa í krakka- og motokrossi og enduro 19. nóvember? Allar aðstæður voru með besta móti.

Brautin leit vel út - 19. nóvember 2011! Mynd fengin að láni frá Magnúsi H. Björnssyni

Blæjalogn og 4-5 stiga hiti tók á móti keppendum í gærmorgun. Fyrst á dagskránni var krakkakrossið og þar kepptu 10 sprækir krakkar um glæsileg verðlaun sem Pálmar hafði útvegað hjá hinum ýmsu styrktaraðilum s.s. Púkinn, Nítró, Moto, Arctic Trucks, JHM-Sport og Honda-Bernhard. Við þökkum þeim kærlega fyrir stuðninginn en að auki fengu allir krakkar medalíur frá VÍK. Lesa meira af Frábær skemmtikeppni í Bolaöldu í gær

Síða 2 af 812345...Síðasta »