Þvílík skemmtun – frábær bikarkeppni í Bolaöldu í kvöld!

Þetta var líklega ein skemmtilegasta motocrosskeppni sem við höfum haldið mjög lengi. 12 mótó voru keyrð á tveimur tímum í þremur flokkum, þrír hringir hvert og hörkurace allan tímann! Brautin hefur sjaldan eða aldrei verið betri, frábærar breytingar og fullkomið rakastig! Vá hvað þetta var gaman 🙂

Viktor átti besta tíma kvöldsins, 1.55,211 og var með flest stig í karlaflokki, Aron Ómarsson átti flott comeback og náði öðru sæti og Guðbjartur Magnússon varð þriðji. Í kvennaflokki var Anita Hauksdóttir fyrst með fullt hús, Einey Ösp varð í öðru sæti og Guðfinna Gróa var í þriðja sæti. Í 85 flokki var það svo Oliver Örn sem náði fyrsta sæti eftir hörkukeyrslu, Víðir Tristan varð í öðru og Elmar Darri í þriðja sæti. Í C-flokki varð Guðmundur Börkur Thorarensen fyrstur.

Keppnin og úrslit eru komin inn á Mylaps síðuna hér: http://www.mylaps.com/en/events/947589

Ég veit ekki með ykkur en ég væri alveg til í að keyra aðra svona keppni í næstu viku – er stemning fyrir því?

3 hugrenningar um “Þvílík skemmtun – frábær bikarkeppni í Bolaöldu í kvöld!”

Skildu eftir svar