Vefmyndavél

Klaustur 2013. Kynningarfundur miðvikudag.

Nú er allt að fara af stað hjá okkur.

Næstkomandi miðvikudag, 27.02.2013, verðum við með kynningafund um Klausturskeppnina 2013.

Fundarstaður er ÍSÍ húsið Laugardal, í sal G. Fundartími kl 20:00.

Farið verður yfir:

Kostnað, flokka, reglur, breytingar, skráningu og önnur atriði.

Einnig fáum við til okkar Geir Gunnar Markússon næringarfræðing. Hann mun fara yfir nokkur góð atriði varðandi mataræði fyrir okkur hjólafólk.

Mætið og takið þátt í að skapa.

Stjórn VÍK

6 comments to Klaustur 2013. Kynningarfundur miðvikudag.

 • Tralli

  Það gat nú átt sér stað að sjálfhverfa höfuðborgarsvæðisins sýndi svona.
  Væri ekki nær að halda þessa kynningu í hreina loftina í nágrenni keppnisstaðarins.
  Verð að benda nýstofnuðum Landsbyggðarflokki á þessa hróplegu mismunun.

 • Æi þegiðu nú einu sinni Kjartan! 🙂

 • Tralli

  Aldrei. Sannleikurinn skal bíta ykkur, eins og alltaf.

 • yz450f

  meiga hverjir sem er mæta á þennan fund. 🙂

 • Tralli

  Já allir nema landsbyggðaríbúar. Keli finnur til andlegu smæðar höfuðborgarbúans þegar íbúar dreifbýlis Íslands standa við hlið hans.

 • Að sjálfsögðu, um að gera að fá sem flesta á fundinn.

  Kjartan, var ekki búið að banna þér að vera að þvælast á netinu? 🙂

Leave a Reply