Klaustur 2013. Kynningarfundur miðvikudag.

Nú er allt að fara af stað hjá okkur.

Næstkomandi miðvikudag, 27.02.2013, verðum við með kynningafund um Klausturskeppnina 2013.

Fundarstaður er ÍSÍ húsið Laugardal, í sal G. Fundartími kl 20:00.

Farið verður yfir:

Kostnað, flokka, reglur, breytingar, skráningu og önnur atriði.

Einnig fáum við til okkar Geir Gunnar Markússon næringarfræðing. Hann mun fara yfir nokkur góð atriði varðandi mataræði fyrir okkur hjólafólk.

Mætið og takið þátt í að skapa.

Stjórn VÍK

6 hugrenningar um “Klaustur 2013. Kynningarfundur miðvikudag.”

  1. Það gat nú átt sér stað að sjálfhverfa höfuðborgarsvæðisins sýndi svona.
    Væri ekki nær að halda þessa kynningu í hreina loftina í nágrenni keppnisstaðarins.
    Verð að benda nýstofnuðum Landsbyggðarflokki á þessa hróplegu mismunun.

  2. Já allir nema landsbyggðaríbúar. Keli finnur til andlegu smæðar höfuðborgarbúans þegar íbúar dreifbýlis Íslands standa við hlið hans.

  3. Að sjálfsögðu, um að gera að fá sem flesta á fundinn.

    Kjartan, var ekki búið að banna þér að vera að þvælast á netinu? 🙂

Skildu eftir svar