Vefmyndavél

Snilld, og ekkert annað – skemmtikeppnin í dag :)

Hjörtur líklegur - maður dagsins!Í dag var fjórða skiptið í röð sem þessi keppni er haldin og við fáum fullkomið veður, sól, logn og brjáluð blíða með fullkomnu rakastigi í brautinni. Það voru 39 keppendur sem tóku þátt í keppninni og skemmtu sér stórkostlega. Röggsöm stjórn Hjartar Líklegs, flott braut og fullkomið alvöruleysi einkenndi keppnina og voru allar reglur háðar geðþótta – bara gaman. Halli Björns #82 ásamt Pálma Blængs urðu fyrstir, Sebastían og Eyþór urðu í 2. sæti og Róbert Knasiak og Brynjar í  3. sæti. Keppendur upp í 10. sæti fengu afhent verðlaun frá hinum ýmsu styrktaraðilum s.s. Suzuki umboðinu, JHM-sport, Arctic Trucks, Ásbirni Ólafssyni, Snæland video, og Jóa Kef (2 x svokölluð kryppurétting). Við þökkum þeim kærlega fyrir það og ég gleymi vonandi engum!

Takk fyrir daginn allir sem mættu og Hjörtur fær sérstakar þakkir fyrir samstarfið 🙂

Nánari úrslit hér:

OVERALL

HRINGIR

BESTMILL

MILLI

Haukur og Helgi Már - race dagsins og bestu tímar í brautinni!

Haukur og Helgi Már – race dagsins og bestu tímar í brautinni!
Þeir fóru víst saman í Smáralind og keyptu sér galla fyrir daginn! 🙂

 

photo 2

 

1 comment to Snilld, og ekkert annað – skemmtikeppnin í dag :)

Leave a Reply