Greinasafn fyrir flokkinn: MSÍ

Hér eru opinberar fréttir frá Mótorhjóla- og snjósleðasambandi Íslands.

Kennsla til stuðnings STRÁKANNA OKKAR

Jói Kef stendur fyrir kennsludegi n.k Laugardag. 12.09.09.

Þennan dag hefur hann skipulagt til að styrkja strákana okkar til keppni á MXON. 

Hér er frábært tækifæri fyrir alla þá sem vilja bæta sig sem hjólara og í leiðinni styrkja strákana sem eru að keppa fyrir Íslands hönd. Námskeiðin henta öllum.

Strákarnir eru. Gulli #111. Aron #66. Viktor #84.

Fyrirkomulagið er einfalt en framkvæmdin er frábær.

Kennslan verður í eftirfarandi brautum.

Lesa áfram Kennsla til stuðnings STRÁKANNA OKKAR

Metþátttaka á MXoN

36 lið eru skráð til leiks á Motocross of Nations sem haldið verður á Ítalíu 3. og 4. okt. Þetta þýðir að nú verður ekki aðeins barist um að komast í A-úrslit heldur einnig í  B-úrslitin. Reglurnar eru þannig að 19 lið vinna sér sæti í A-úrslitum og 13 lið komast í B-úrslitin. Þannig að það þarf að ná 32.sæti til að komast í sunnudagsprógrammið.

Hér er keppendalistinn

Flöggun á keppnisdag – aðstoð óskað

Þar sem við erum að lenda í flaggarahallæri fyrir morgundaginn að þá óskum við aðstoðar allra keppenda og aðstandanda þeirra.  Í fyrramálið við skoðun fá keppendur afhent blað með skipulagi að flöggunarkerfi ásamt afstöðumynd af þeim pöllum sem við óskum aðstoðar við.  Eru fólk beðið að kynna sér það og koma til móts við okkur um að reyna að keyra þetta kerfi snurðulaust fyrir sig þannig að hægt verði að tryggja öryggi allra.  En flaggarastarfið er gríðarlega mikilvægt fyrir öryggi allra keppenda en fyrir einhverjar sakir að þá virðist það alltaf ganga mjög erfiðlega að útvega fólk til að uppfylla þessa einföldu öryggiskröfu sem er svo mikilvæg.  Hugmyndin er að hver keppandi, eða aðstandandi hans, taki að sér að flagga eitt moto á morgun og þá eigum við eingöngu við eitt moto, hvort sem um tímatöku sé að ræða eða sjálfa keppnina.  Þar með er þeirra þátttöku í flöggun lokið og öryggi allra tryggt.

Skoðun á keppnisdegi – hvað þarf að vera klárt!

Eins og reglur gera ráð fyrir, þá þarf að skoða öll keppnistæki og búnað á keppnisdegi.
Hjá MSÍ og/eða FIM liggja fyrir skýrar reglur um það hvernig hjól eiga að vera útbúin og hvernig keppendur skulu mæta til leiks.   Hér fyrir neðan er smá samantekt á því sem keppendur verða að hafa klárt þegar mætt er til skoðunar.

Þeir sem ekki eru orðnir fullra 18 ára verða að skila inn þátttökutilkynningu með undirritun forráðamans.  Hafið hana tilbúna þegar komið er með hjól í skoðun.  Þátttökutilkynningu má finna og prenta út á www.msisport.is (sjá ‘Reglur’).

Kynntu þér þessi atriði vel svo ekki komi til einhvers konar vandræða á keppnisdegi – nóg er nú stressið samt 😉

Lesa áfram Skoðun á keppnisdegi – hvað þarf að vera klárt!

Munið skráningu lýkur í kvöld

Munið skráninguna í lokaumferð íslandsmótsins í motocrossi sem lýkur í kvöld.
Nú er tilvalið fyrir byrjendur að bíta á jaxlinn og láta vaða!
Heimasíða MSÍ

Bikarmót á fimmtudaginn

VÍK stendur fyrir bikarmóti í motocrossi í Bolaöldu á fimmtudaginn… eftir aðeins 2 daga. Skráning hefst í kvöld hér á motocross.is og líkur annað kvöld. Keppnin verður svo á fimmtudagskvöld og hefst skoðun klukkan 17 en keppnin hefst klukkan 18:45.
Keppt er í fimm flokkum:

  • 85cc
  • Kvenna flokkur
  • 125cc flokkur
  • B-flokkur
  • Opinn flokkur

Keppnisgjald er 3.000 fyrir hvern keppanda. Tilvalið fyrir þá sem ekki hafa keppt áður, ekki þarf að vera með keppnisnúmer frá MSÍ en það þarf að vera með tímatökusendi sem hægt er að leigja í Nítró.

Hér er dagskráin:

Lesa áfram Bikarmót á fimmtudaginn