Flöggun á keppnisdag – aðstoð óskað

Þar sem við erum að lenda í flaggarahallæri fyrir morgundaginn að þá óskum við aðstoðar allra keppenda og aðstandanda þeirra.  Í fyrramálið við skoðun fá keppendur afhent blað með skipulagi að flöggunarkerfi ásamt afstöðumynd af þeim pöllum sem við óskum aðstoðar við.  Eru fólk beðið að kynna sér það og koma til móts við okkur um að reyna að keyra þetta kerfi snurðulaust fyrir sig þannig að hægt verði að tryggja öryggi allra.  En flaggarastarfið er gríðarlega mikilvægt fyrir öryggi allra keppenda en fyrir einhverjar sakir að þá virðist það alltaf ganga mjög erfiðlega að útvega fólk til að uppfylla þessa einföldu öryggiskröfu sem er svo mikilvæg.  Hugmyndin er að hver keppandi, eða aðstandandi hans, taki að sér að flagga eitt moto á morgun og þá eigum við eingöngu við eitt moto, hvort sem um tímatöku sé að ræða eða sjálfa keppnina.  Þar með er þeirra þátttöku í flöggun lokið og öryggi allra tryggt.

Skildu eftir svar