Ísland með sinn besta árangur

Íslensku strákarnir hafa lokið keppni á MXoN í ár. Þeir kepptu í B-úrslitum í morgun og náðu besta árangri sem Ísland hefur náð í þessari keppni í þau 6 skipti sem við höfum tekið þátt. Viktor endaði í 17.sæti, Ingvi Björn í 23. sæti og Sölvi Borgar í 28.
Viktor náði frábæru starti og var með fremstu mönnum útúr fyrstu beygju. Hann hélt sér í top 10 lengi framan af en dróst svo aftur úr. Ungu strákarnir voru líka að standa sig vel og eins og áður sagði er þetta besti árangur Íslands í mótinu hingað til.

Sjá viðtöl og myndir á Facebook síðu liðsins hér

Þýskaland sigraði í keppninni, heimamenn (Belgía) í öðru sæti og Bandaríkjamenn í þriðja. Max Nagl, Ken Roczen og Marcus Schiffer voru í þýska liðinu og gerðu fæst mistök sem færði þeim sigurinn.


2 hugrenningar um “Ísland með sinn besta árangur”

  1. Síðasti gaurinn er alltaf strokaður út.

    2007 = 19 & 22 sæti = 41 stig 10 sæti í B Final (31 lönd skráð)
    2008 = 23 & 28 sæti = 51 stig 11 sæti í B Final (33 lönd skráð)
    2009 = 22 & 24 sæti = 46 stig 11 sæti í B Final (36 lönd skráð)
    2010 = 22 $ 32 sæti = 54 stig 11 sæti í B Final (31 lönd skráð)
    2011 = 26 & 27 sæti = 53 stig 13 sæti í B Final (33 lönd skráð)
    2012 = 17 & 23 sæti = 40 stig 11 sæti í B Final (33 lönd skráð)

Skildu eftir svar