Greinasafn fyrir flokkinn: MXoN

Fréttir af Motocross of Nations

MXoN er byrjað

20120929-120359.jpgNú í morgunsàrið er MXON að hefjast. Við munum vera með samantekt hér á vefnum en á meðan er hægt að fylgjast með úrslitum í beinni útsendingu hér

Íslensk landslið eru að berjast á fleiri vígstöðum í dag því síðast dagurinn í ISDE six days er í dag. Síðustu fréttir herma að Ísland er í 17. sæti sem er frábær árangur.

ÁFRAM ÍSLAND

Takk fyrir daginn!!!

Í dag var haldin flott styrktarkeppni fyrir landsliðið í Álfsnesi, mikill fjöldi keppenda var mættur og áttu allir góðan dag. Úrslitin eru komin inn á Mylaps: http://www.mylaps.com/results/showevent.jsp?id=831326

Fréttir RÚV í kvöld


Dagsskrá fyrir MXON styrktarkeppni í Álfsnesi á morgun!!!

Opið verður fyrir skráningu á keppnisstað.  Mæting fyrir óskráða er kl 10:30 og keppnisgjald er 5.000.- þarf að greiðast með pening.

Dagskrá 2.09.2012

10:30 Skráningu lýkur
11:00 Mæting  / Skoðun
11:30 – 11:50 Hópur 1 Æfing (MX85, Kvenna, C Heiðursmenn)
12:00 – 12:20 Hópur 2 Æfing (MX B & MX Open)
12:20 – 12:50 Hlé

13:00 – 13:15           1. moto MX 85 & Kvenna
13:20 – 13:35            1. Moto  C Heiðursmenn flokkur
13:40 – 13:55            1. Moto MX B flokkur
14:00 – 14:15            1. Moto MX Open

14:20 – 14:35            2. Moto MX 85 & Kvenn
14:40 – 14:55            2. Moto C Heiðursmenn flokkur
15:00 – 15:15            2. Moto MX B flokkur
15:20 – 15:35            2. Moto MX Open
16:00     Verðlaunarafhending.

Keppnisstjóri                Guðbergur Guðbergsson
Brautarstjóri                 Halldór Jóhannsson
Ræsir                                   Jón helgi Pálsson
Tímatökumeistari    Keli Formaður

Miklar breytingar á Álfsnesi

Álfsnes 2012 - Myndir Eyþór Reynisson
Fleiri myndir eru í vefalbúminu okkar – smellið á mynd

Talsvert miklar breytingar eru i gangi á Álfsnesi um þessar mundir. Tilefnið er styrktarkeppni fyrir MXoN liðið okkar sem mun keppa í Belgíu í lok september.

Brautinni og reyndar aðstöðunni allri hefur verið talsvert mikið breytt. Vestasti hluti brautarinnar hefur verið skorinn af og í staðinn bætt við kafla syðst í brautinni (nær barnabrautinni). Þetta gerir það að verkum að brautinn öll er nær pittnum heldur hún var. Enn betra er að risa-áhorfendasvæði hefur verið gert sem er með mikið og gott útsýni yfir nánast all brautina, sem var nú kannski galli á Nesinu áður.

Skráning í MXoN keppnina fer fram hér og hvetjum við auðvitað alla til að skrá sig og njóta þessara flottu breytinga (og auðvitað styrkja strákana).

Reynir brautarstjóri vill koma á framfæri miklum þökkum til Frostfisks fyrir stuðningin við brautargerðina.

Brautin er lokuð fram að keppni.

Styrktarmót fyrir MXON í Álfsnesi sunnudaginn 2.sept


Þá er búið að opna fyrir skráningu í bikarmótið sem fer fram á sunnudaginn í Álfsnesi. Keppt verður í 4 flokkum og verður aðalatriðið að hafa gaman af deginum og sýna strákunum í landsliðinu að við stöndum á bakvið þá.

Hér eru flokkarnir sem keppt verður í

  • Mx Open:MxOpen + Unglingaflokkur ( þeir sem treysta sér ) + bestu úr B og MX 2.
  • Mx85 + kvenna: Mx kvenna + 85kvk + 85 KK
  • Mx B: Bestu úr 85cc KK,Unglingaflokkur, +40 )
  • C flokkur: í þennan flokk má ekki skrá sig ef viðkomandi hefur keppt á Íslandsmóti sl tvö ár, hugsaður fyrir byrjendur

Lesa áfram Styrktarmót fyrir MXON í Álfsnesi sunnudaginn 2.sept