Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

ENDURO – KLAUSTUR 2015. SKRÁNING

imageEftir langa og stranga fundi hefur stjórn VÍK loksins komist að niðurstöðu með upphaf skráningar í ENDURO – KLAUSTUR 2015 keppnina.

Skráning hefst 8. April kl 20.00. Og að venju verður skráning í gegnum MSÍ kerfið.

Fyrir þá sem eru ekki með dagsetninguna á hreinu þá er keppnin á dagskrá þann 30.05.2015. Sjá má keppnisdagskrá MSÍ HÉR 

Þetta verður að vera á hreinu áður en keppendur skrá sig.

1. Greiddur meðlimur í Motocross / Enduro félagi sem er  innan MSÍ.

2. Vera með aðgang að skráningarsíðu MSÍ: SJÁ HÉR  Um að gera að hafa þetta á hreinu tímalega.

ERTU EKKI BÚINN AÐ GANGA FRÁ FÉLAGSGJÖLDUNUM HJÁ VÍK ÞETTA ÁRIÐ?

ER EKKI MÁLIÐ AÐ SKELLA SÉR Í ÞAÐ NÚNA? SKRÁNINGARSÍÐA HÉR

Það er þannig að félag verður ekki rekið án félagsmanna, sem borga félagsgjöld, sem fara í að reka félagið fyrir félagsmenn.

Krakkakeppni á sunnudag

Á sunnudaginn ætlum við að halda krakkakeppni í Reiðhöllinni Víðidal. Mæting er fyrir ALLA kl 17:00! Að keppni lokinni ætlum við svo að grilla og fá allir medalíur.

Sunnudaginn eftir það, þ.e. 22. febrúar, verður ekki æfing í Reiðhöllinni, en í staðinn ætlum við að hittast í Söngskóla Maríu Bjarkar, á efri hæð Fákafens 11 og horfa á Supercross the movie og fá okkur pizzu. Síðast þegar við héldum svona kvöld var mikil stemning og vel mætt. Vonumst við til þess að sjá jafn marga, og helst fleiri til að þjappa hópinn enn frekar.

Við erum ekkert búnir að heyra meira um það hvort við fáum Reiðhöllina aftur, en við verðum vonandi komnir með frekari upplýsingar á sunnudaginn.

Hlökkum til að sjá sem flesta á sunnudaginn og gerum okkur glaðan dag 🙂

Kveðja,

Helgi Már, Gulli, Pétur og Össi

Frábær moldarkeppni á Akranesi í gær!

photo (1)Það reyndist góð ákvörðun að fresta keppninni á Akranesi í sumar. Aðstæðurnar í gær hefðu tæplega getað verið betri. Svæðið hjá VÍFA hefur aldrei litið betur út og brautin var nánast fullkomin að sjá þegar keppendur mættu á svæðið, hvergi bleytu að sjá og fullkomið rakastig á moldinni. Keppendur hefðu klárlega mátt vera fleiri en þeir sem mættu fengu toppkeppni.

Keppni var mismikil í flokkunum og úrslit nokkurn veginn eftir bókinni nema ef vera skyldi í MX Open. Slagur dagsins var í síðasta motoinu þar á milli Sölva og Eyþórs. Sölvi tók forystuna strax í upphafi og hélt smá bili fyrst á Guðbjart, sem hafði sigrað fyrsta motoið, og svo Eyþór sem ætlaði sér ekkert annað en sigur eftir að hafa lent í þriðja sæti í fyrra motoinu. Sölvi hafði uþb. 1-2 sekúndna forskot alla keppnina og var með Eyþór dýrvitlausan á hælunum nær allan tímann. Baráttan í síðustu tveimur hringjunum var engu lík.

Lesa áfram Frábær moldarkeppni á Akranesi í gær!

Ofsarok í Mosó, keppni frestað til morguns

Veðrið í Mosfellsbæ er alls ekki að spila með okkur. Hér er norðan ofsarok 20-25 m/s og meira í hviðum og alls ekkert hjólaveður, því miður. Það er því búið að ákveða að fresta keppni til morguns 17. ágúst, sama stað og sama dagskrá.

Glæsileg endurokeppni á Akureyri!

Valdimar Þórðarson Íslandsmeistari 2014 í Meistaraflokki í GFH Enduro  Mynd stolið frá Guðbjörgu S. Friðriksdóttur :)
Valdimar Þórðarson Íslandsmeistari 2014 í Meistaraflokki í GFH Enduro
Mynd stolið frá Guðbjörgu S. Friðriksdóttur 🙂

Veðurspáin lofaði ekki sérlega góðu fyrir síðustu helgi og kannski létu einhverjir það á sig fá. Fjöldi keppenda var amk. talsvert undir væntingum í þessari síðari umferð Íslandsmótsins í GFH Enduro sem fram fór á Akureyri um helgina. Veðrið hefði ekki átt að trufla neinn enda var þvílík blíða, sól og logn á laugardeginum, frábært keppnisveður.

KKA hefur yfir stórskemmtilegu og fjölbreyttu svæði að ráða sem var nýtt til hins ítrasta. Talsvert hafði rignt á föstudeginum þannig að hluti brautarinnar var vel blautur og mynduðust djúpir drullupyttir víða. Á neðra svæðinu voru það svo sandbrekkurnar sem héldu keppendum á tánum (eða hausnum jafnvel). Brautin bauð því upp á allt, bleytu, vatn, mýri, brekkur, sand, grjót, gras og bláberjalyng. Einn vel sáttur keppandi hafði þetta að segja eftir keppni  „I survived GFH enduro á Akureyri!

Lesa áfram Glæsileg endurokeppni á Akureyri!

Unglingalandsmót á Sauðárkróki um helgina

Keppt var í motocrossi á Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki á sunnudag.Um 20 keppendur á aldrinum 11-16 ára tóku þátt en þátttaka hefði klárlega mátt vera meiri. Brautin á Króknum er skemmtileg og var í mjög góðu standi og greinilega mikil vinna verið lögð í undirbúning fyrir keppnina.

Start í 85 og kvennaflokki
Start í 85 og kvennaflokki

Lesa áfram Unglingalandsmót á Sauðárkróki um helgina