Glæsileg endurokeppni á Akureyri!

Valdimar Þórðarson Íslandsmeistari 2014 í Meistaraflokki í GFH Enduro  Mynd stolið frá Guðbjörgu S. Friðriksdóttur :)
Valdimar Þórðarson Íslandsmeistari 2014 í Meistaraflokki í GFH Enduro
Mynd stolið frá Guðbjörgu S. Friðriksdóttur 🙂

Veðurspáin lofaði ekki sérlega góðu fyrir síðustu helgi og kannski létu einhverjir það á sig fá. Fjöldi keppenda var amk. talsvert undir væntingum í þessari síðari umferð Íslandsmótsins í GFH Enduro sem fram fór á Akureyri um helgina. Veðrið hefði ekki átt að trufla neinn enda var þvílík blíða, sól og logn á laugardeginum, frábært keppnisveður.

KKA hefur yfir stórskemmtilegu og fjölbreyttu svæði að ráða sem var nýtt til hins ítrasta. Talsvert hafði rignt á föstudeginum þannig að hluti brautarinnar var vel blautur og mynduðust djúpir drullupyttir víða. Á neðra svæðinu voru það svo sandbrekkurnar sem héldu keppendum á tánum (eða hausnum jafnvel). Brautin bauð því upp á allt, bleytu, vatn, mýri, brekkur, sand, grjót, gras og bláberjalyng. Einn vel sáttur keppandi hafði þetta að segja eftir keppni  „I survived GFH enduro á Akureyri!

Valdimar Þórðarson var sterkastur í Meistaraflokki og sigraði eftir harða baráttu við Guðbjart og Eyþór. Brautarleggjandi Bjarki Sigurðsson sigraði Tvímenningsflokkinn ásamt Einari bróður sínum. Það var svo amman Theódóra B. Heimisdóttir sem kom skemmtilega á óvart og sigraði kvennaflokkinn. Önnur úrslit eru hér fyrir neðan.

Stemning eftir keppni var hreint út sagt frábær. Sú gula lét sjá sig og Pétur Smárason / SnælandVideo gáfu öllum keppendum og starfsmönnum grillaða hamborgara og gos (í annað sinn í sumar og ekki spurning að hjólafólk á að skella sér í Snæland næst þegar hungrið sverfur að, takk Pétur!) MSÍ bætti um betur og bauð upp á laufléttan Kalda með burgernum. Það var því góð mæting í verðlaunaafhendingu og góður fílingur í öllum. Góðar þakkir fá KKA menn og sérstaklega Bjarki, Siddi og gestakokkur Valdi #270 fyrir flotta braut og keppni.

summary 1

summary 2

 

Result 14-18

Result-19-39

Result-40-49

Result 50+

Result Kvenna

Result Tvimenn

Result Meistara

Lokastaðan í Íslandsmótinu birtist fljótlega.

Skildu eftir svar