Félagakerfi VÍK

Hér til hliðar er mynd með link á nýtt greiðslukerfi sem er tengt við Nórakerfi Greiðslumiðlunar sem flest íþróttafélög á landinu nýta sér fyrir utanumhald og greiðslu félags- og æfingagjalda.

Allir iðkendur / félagsmenn verða að vera skráðir í skráningarkerfið, þannig er einfaldast að halda utan allar skráningar á æfingar og félagatal. Þetta eru skráningarmöguleikarnir á síðunni:

1. Félagsgjald: Hér er hægt að skrá sig í VÍK og borga félagsgjald með kreditkorti eða greiðsluseðli.

2. Fjölskyldugjald: Félagar geta skráð alla fjölskyldumeðlimi í félagið og greitt 9.000 kr. fjölskyldugjald.

3. Félagsgjald og árskort: Árskort með félagsgjaldi kostar aðeins 12.000 kr. og það er hægt að borga það í mörgum greiðslum – 1000 kall á mánuði allt árið eða bara ein greiðsla og þá geturðu hjólað þegar þér sýnist í motocross og enduro. Þeir sem hafa greitt félagsgjald nú þegar geta millifært 7.000 til viðbótar og fengið kortið sent.

4. Sumaræfingar VÍK: Sumaræfingar félagsins kosta aðeins 25.000 kr. fyrir allt sumarið (í stað 40.000 kr. 2013) en MSÍ mun styrkir æfingarnar til að efla sportið . Skráningu fylgir frítt árskort fyrir foreldri iðkanda 16 ára og yngri skráðum á sumaræfingar hjá VÍK.

Millifærslur: Það er hægt að millifæra fyrir félagsgjaldi / félags- og brautargjaldi beint á reikning félagsins nr. 537-26-501101 kt. 480592-2639 en sendið þá líka tölvupóst á vik@motocross.is með upplýsingum fyrir hvaða félagsmenn var verið að greiða fyrir.

Smellið hér fyrir félagakerfið

Það gæti líka verið gott að renna yfir leiðbeiningarnar fyrst.

 

Leiðbeiningar fyrir greiðslukerfið

Allir iðkendur / félagsmenn verða að vera skráðir í skráningarkerfið þannig er einfaldast að halda utan allar skráningar á æfingar og félagsmenn.

Á síðunni er ferlið svona.
1. Innskráning – byrjaðu á að samþykkja skilmála, áður en haldið er áfram í Nýskráning eða Innskráning.Innskraning

 

 

 

 

 

 

Í fyrsta skipti er valin NÝSKRÁNING og birtist þá þessi mynd:

 

Forradamadur

Skráðu kennitölu þína og smelltu svo á áfram – kerfið er tengt við Þjóðskrá og þess vegna kemur nafn þitt sjálfkrafa inn í skráninguna

2. Nýskráning forráðamanns/félagsmanns 

NyskraningVinsamlegast skráðu upplýsingar eins nákvæmlega og þú getur, það auðveldar okkur starfið.

Valkostir í skráningu:
Ef hakað er við “Er stuðningsmaður” Þá er viðkomandi á félaga og póstlista og á póstlista félagsins. Ef þú ert að skrá iðkanda á æfingu eða greiða félagsgjald, og vilt ekki vera á póstlista, þá tekurðu hakið í burtu.

Ef þú ert sjálf/ur að félagsmaður eða að kaupa árskort hakarðu líka við: „Er jafnframt iðkandi“ en þá sérðu æfingar, félagsgjöld og árskort ætluð fullorðnum á vegum félagsins.
Framvegis er valið „Innskráning“ þegar farið er inn í skráningarkerfið.

3. Í kerfinu – Yfirlitsmynd – Þegar fyrstu skráningu er lokið, þá birtist eftirfarandi mynd.

Minir_idkendurÞarna er valmyndin „Mínir iðkendur“ þar birtast upplýsingar um þig og/eða þá úr fjölskyldunni sem búið er að skrá á þig.

Lengst til hægri í hverri línu er hægt að smella á Námskeið/Flokkar í boði.
Aðeins birtast þau námskeið sem eru í boði fyrir viðkomandi aldur og kyn.

 

4. Skrá nýjan iðkanda – (t.d. barn eða maka)

Nyskraning
Smelltu á Nýr iðkandi til þess að skrá barn eða maka inn í kerfið sem ekki er á myndinni hér fyrir ofan. Í fellilistanum birtast allir eru teljast til þinnar fjölskyldu samkvæmt Þjóðskrá, maki og börn 18 ára og yngri. „Börn“ eldri en 18 ára hafa sjálfstæða skráningu inn í kerfi

Grunnupplýsingar koma úr Þjóðskrá, bæta þarf við netfangi og síma. Veldu nafn og smelltu á Áfram. Hafið netfang og símanúmer iðkandans, en hugsanlega notið aukanetfang og sími 2 fyrir forráðamann.
Ýtið á Skrá til að staðfesta skráningu.

 

5. Skráning iðkanda á æfingu eða fyrir félagsgjaldi/árskorti
Á myndinni Mínir iðkendur er aftast í hverri línu boðið upp á Minir_idkendurNámskeið/Flokkar í boði

Verið í réttri línu og smellið á linkinn.
Þá birtast æfingar og gjöld sem félagsmenn VÍK geta skráð sig eða sína fyrir.

Veljið námskeið (félagsgjald, fjölskyldugjald osfrv.) og smellið á Skráning á námskeið aftast í línunni.

 

6. Staðfesting og greiðsla

SkraningSkráið upplýsingar, ef á þarf að halda. Þessar upplýsingar birtast þjálfurum og skrifstofu.

Velja má að greiða með kreditkorti og greiðsluseðlum og dreifa greiðslum á nokkra mánuði t.d. fyrir æfingar og árskort í brautir.

Ákveða þarf hvort nota eigi Frístundastyrk frá Reykjavíkurborg fyrir yngri en 18 ára.

Skráningu / Greiðslu er ekki lokið fyrr en efsti borðinn „Yfirlit“ er orðið dökkgrátt og kvittun hefur borist í tölvupósti.

 

Ef þú lendir í vandræðum heldurðu ró þinni og sendir tölvupóst á vik@motocross.is og óskar eftir aðstoð :)