Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

VÍK æfingar sumarið 2012

Nú þegar svæðið okkar við Bolöldu hefur opnað þá ætlum við þjálfarar MX & Enduro skóla VÍK að kynna fyrir ykkur sumarið sem er handan við hornið, eflaust margir krakkar búnir að vera pirra foreldra sína hvort það sé ekki hægt að fara hjóla eða á æfingar, en einsog síðustu vikur hafa verið þá hefur ekki verið möguleiki á að æfa úti og reiðhöllinn fullbókuð.

Markmið VÍK með æfingastarfinu er að byggja upp kröftugt barna og unglingastarf félagsins til framtíðar en öll æfingagjöld renna óskipt í æfingastarfið. Skipulagðar æfingar frá upphafi er grundvöllur þess að bæta kunnáttu og öryggi yngstu ökumannanna og stuðlar að bættri umgengni og virðingu fyrir umhverfinu.
Lesa áfram VÍK æfingar sumarið 2012

Árskortin komin í sölu hjá MotoMos fyrir árið 2012

Sölvi B. Sveinsson að skemmta sér í MotoMos

Árskortin eru komin í sölu fyrir árið 2012 og marg borgar það sig fyrir hjólandi einstaklinga að kaupa slíkt.  Verðskráin fyrir árið 2012 er eftirfarandi:

  • 25. 000 kr. fyrr utan félagssmenn
  • 20.000 kr. fyrir félagsmenn
  • 15.000 kr. kort númer 2 fyrir félagsmenn innan sömu fjölskyldu
  • 10.000 kr. kort númer 3 fyrir félagsmenn innan sömu fjölskyldu (er þá búið að kaupa tvö kort fyrir)
  • 12.000 kr. kort fyrir 85 cc hjól og minni fyrir félagsmann
  • 10.000 kr. kort númer 2 fyrir 85cc innan sömu fjölskyldu

Til að kaupa árskort þarf að senda póst á motomos@internet.is og Bryndís mun sjá um rest ásamt að upplýsa um reikning MotoMos til að greiða fyrir árskortin.

Lesa áfram Árskortin komin í sölu hjá MotoMos fyrir árið 2012

Motocross námskeið á Egilsstöðum

Hjálmar Jónsson

Helgina 12-13 maí verður haldið námskeið í motocross á vegum Start og Motocrossskóla Jónsson og Jónsson.
Námskeiðið er fyrir hjólamenn á öllum aldri og öllum getustigum.
Námskeiðið verður haldið í motocrossbraut Start í Ylskrús við Mýnes.
Kennarar verða Hjálmar Jónsson og Björgvin Jónsson sem báðir hafa keppt með góðum árangri í mörg ár . Á svæðinu verða aðstoðarmenn sem hjálpa til við að stilla fjöðrun og stjórnbúnað hjóla eftir því sem þörf er á.
Stefnt er að því að bjóða upp á veitingar á staðnum fyrir þá sem eru á námskeiðinu.
Námskeiðið byrjar báða dagana kl 10.00 fyrir yngri en 16 ára og klukkan 12.00 fyrir eldri en 16 ára.
Lesa áfram Motocross námskeið á Egilsstöðum

Bolaöldubrautir og slóðar

Búið er að lagfæra MX brautina með traktornum og er hún í flottu standi. Einungis er opið á neðra slóðasvæðinu, vinsamlegast virðið það. Ekki er starfsmaður á svæðinu yfir daginn ennþá, vinsamlegast farið varlega, þið eruð á eigin vegum.

Opnunartímar næstu daga:

Mán, Þirðju og Miðvikudag opið 16 – 21.

Fimmtudag (Sumardaginn 1. ) Opið frá 12 – 18

Föstudag lokað, brautin græjuð fyrir helgina.

Laugardag og Sunnudag 12 – 18.

 Brauta og slóða nefndir.

Bolaöldusvæðið opnar laugardag 14.4.12 kl. 11 – Tímataka frá hádegi!!!

MX brautirnar eru báðar í toppstandi enda búið að renna yfir þær með jarðýtunni.

Slóðarnir á neðra svæðinu eru líka góðir og koma ótrúlega vel undan vetri. Vinsamlegast virðið það að einungis neðra svæðið er opið.

Árskort frá 2011 eru ekki lengur í gildi. Munið eftir miðunum, þeir fást hjá Olís Norðlingaholti. Ath líka þarf miða fyrir slóðakerfið. Fylgst verður með því hvort að menn eru með miðann Á HJÓLINU. Þeir sem ekki eru með miða verður umsvifalaust vísað af svæðinu.

Ps. Nýjustu fréttir – brautirnar eru eiginlega fáránlega góðar eftir veturinn. Allt frost er farið og hvergi drullu að finna í braut og sáralítið í neðra endurosvæðinu. Brautirnar er flott preppaðar, uppstökk og lendingar, rétt rakastig og röttar að myndast í öllum beygjum.

Til að toppa daginn á morgun ætlum við að vera með gangandi tímatöku ca frá hádegi á morgun. Allir sem eiga tímatökusendi (muna að hlaða sendinn!) geta því mætt og skráð sig og keyrt á brautina á tíma. Við setjum svo tímatökuna inn á MyLaps að degi loknum. Sum sagt, svæðið er klárt, veðrið lítur vel út og það er klárlega komið sumar. Sjáumst þar.

 

Tími félagsgjaldanna runninn upp

Á þessum árstíma er líklegt að hjólaspenningurinn fari að gera vart við sig. Ekki er seinna að vænna að fara að æfa sig því nú er réttur mánuður í fyrstu motocrosskeppnina í Íslandsmótinu.

Einnig er tímabært að borga félagsgjöldin í klúbbinn sinn. Félagar í VÍK geta smellt hér og endurnýjað áskriftina sína en þeir sem hafa áhuga á að gerast meðlimir geta smellt hér. Til að geta komist inná félagakerfið þarf að skrá sig fyrst sem notandi á motocross.is (sem er frítt!).

Ársgjaldið er 5.000 krónur eins og í fyrra.

Þeir sem vilja greiða fjölskyldugjald (Allir í fjölskyldunni sem eru með sama lögheimili-9000kr) Smellið hér