Tími félagsgjaldanna runninn upp

Á þessum árstíma er líklegt að hjólaspenningurinn fari að gera vart við sig. Ekki er seinna að vænna að fara að æfa sig því nú er réttur mánuður í fyrstu motocrosskeppnina í Íslandsmótinu.

Einnig er tímabært að borga félagsgjöldin í klúbbinn sinn. Félagar í VÍK geta smellt hér og endurnýjað áskriftina sína en þeir sem hafa áhuga á að gerast meðlimir geta smellt hér. Til að geta komist inná félagakerfið þarf að skrá sig fyrst sem notandi á motocross.is (sem er frítt!).

Ársgjaldið er 5.000 krónur eins og í fyrra.

Þeir sem vilja greiða fjölskyldugjald (Allir í fjölskyldunni sem eru með sama lögheimili-9000kr) Smellið hér

6 hugrenningar um “Tími félagsgjaldanna runninn upp”

 1. Sælir félagar

  Er orðinn eh tíska að níðast á fjölskyldunum í landinu eins og ríkisstjórnin gerir. Sama verð fyrir einstaklinga en fjölskyjldu gjaldið hækkar úr 7000 í 9000, 30% hækkun á fjölskyldur 🙁

  Kveðja 5 barna faðir úr kópavogi með ólæknandi MX dellu 🙂

 2. Sæll Pétur, er það orðið í tísku hjá þér að kveina yfir öllu sem kemur á vefinn? 🙂
  Félagsgjaldið er óbreytt frá því í fyrra, 5000 fyrir einstaklinga og 9000 fyrir fjölskyldur (sama hversu margir eru í fjölskyldunni – sem gerir þá 1.285 kr. á mann í þínu tilfelli sem er betri díll en ríkisstjórnin hefur skilað þér so-far 🙂
  Hér er fréttin frá því í fyrrasumar: http://www.motocross.is/2011/02/sumari%C3%B0-og-klaustur-a-n%C3%A6sta-leiti/#more-12092
  Kv. Keli

 3. hahahaha KVEINA, karlmenn KVEINA ekki 🙂 🙂 og ef ég væri búinn að commenta á allt þá myndi ég taka þetta til mín Keli minn 🙂 En ég er sammt viss um að ég greiddi bara 7000 þarf að ath betur kanski skulda ég 2000 🙂

  Létt ábending: það er ekki hægt að skrá sig sem einstaklingur í félagakerfinu.(fjölskyldu virkar)

  Kveðaj Pétur sí’káti 🙂

 4. ein spurning um allt annað mál, verður ekki tími fyrir númeraskipti á þessu ári? þarf nefnilega að fara að merka hjólið svona fljótlega og væri rosa gott að geta verið kominn með staðfestingu á nýja númerið áður að Jonni fer að prenta…

Skildu eftir svar