Motocross námskeið á Egilsstöðum

Hjálmar Jónsson

Helgina 12-13 maí verður haldið námskeið í motocross á vegum Start og Motocrossskóla Jónsson og Jónsson.
Námskeiðið er fyrir hjólamenn á öllum aldri og öllum getustigum.
Námskeiðið verður haldið í motocrossbraut Start í Ylskrús við Mýnes.
Kennarar verða Hjálmar Jónsson og Björgvin Jónsson sem báðir hafa keppt með góðum árangri í mörg ár . Á svæðinu verða aðstoðarmenn sem hjálpa til við að stilla fjöðrun og stjórnbúnað hjóla eftir því sem þörf er á.
Stefnt er að því að bjóða upp á veitingar á staðnum fyrir þá sem eru á námskeiðinu.
Námskeiðið byrjar báða dagana kl 10.00 fyrir yngri en 16 ára og klukkan 12.00 fyrir eldri en 16 ára.
Almennt verð á námskeiðið er 10.000 kr. með brautargjaldi.
Stefnt er að því að fá styrki til að niðurgreiða að hluta eða öllu leiti gjaldið fyrir yngri flokkinn. Og einnig er meiningin að vera með aðstöðu á Egilsstöðum til að hýsa hjól fyrir þá sem koma frá öðrum sveitafélögum.
Á námskeiðinu verður farið yfir öll helstu atriði í motocross akstri og einnig er þetta námskeið gott fyrir þá sem eru að keyra enduro. Farið verður yfir hvað þarf að hafa í huga áður en farið er á keppni bæði motocross og enduro t.d. Klaustur keppnina.
Hjólamenn í nærliggjandi sveitfélögum eru sérstaklega hvattir til að mæta og taka þátt.
Skráningu og nánari upplýsingar eru hjá Hjálmari í síma 8669643 eða með tölvupósti á beggaoghjalli@live.com

Skildu eftir svar