Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Kvikmyndasýning um Dakar rallið

stories from the Dakar rallyHið árlega Kvikmyndakvöld Slóðavina verður næstkomandi miðvikudagskvöld í Bíó Paradís, sal 2 við Hverfisgötu 54.

Miðasala hefst á staðnum klukkan 19:30 en myndin hefst kl.20:00. Miðaverð er 1200.kr og er veitingarsala á staðnum.

Sýnd verður myndin „Stories from the Dakar Rally“ en í myndinni er farið yfir 30 ára sögu keppninnar meðan hún var í haldin í Afríku, sýndar myndir og viðtöl frá upphafsárunum ásamt eftirminnilegustu atburðum frá hverri keppni.

Lesa áfram Kvikmyndasýning um Dakar rallið

Góður kynningarfundur í gær vegna Klausturs 2013

IMG_0305Kynningarfundur fór fram í gær vegna Klausturs 2013 og var hann ágætlega sóttur.  Í upphafi fundar fór Geir Gunnar Magnússon næringafræðingur yfir mataræði almennt og sérstaklega fyrir íþróttafólk og var margt áhugavert sem koma þar fram.  Síðan var fyrirkomulag keppninnar sem fer fram 25 maí kynnt ásamt flokkum og skráningu.  Fjölgað hefur verið verulega í flokkum og er það gert til að reyna að skapa aukna stemmingu á staðnum og einnig fyrir keppninni.  Verður t.d. hjóna/paraflokkur (Einar púki og Gunni painter verða koma með staðfest vottorð um sambúð ef þeir ætla að keppa í þessum flokki :)).  Einnig á að reyna á að laða fram gamlar tuggur sem leynast inn í skúrum landsmanna og verður sérflokkur fyrir hjól sem eru 15 ára og eldri.  Verður það meira í skemmtiformi og „keppir“ sá flokkur á undan aðalkeppninni og er um að gera fyrir aðila sem eiga slík hjól að mæta með þau og sýna á staðnum, en nánar um það síðar.

Skráning í keppnina hefst kl.20:00 að íslenskum staðartíma föstudaginn 1 mars og fer skráningin fram á vef MSÍ, www.msisport.is.  Takmarkaður fjöldi sæta er í boði og verður áfram miðað við 400 keppendur í það heila óháð fjölda liða, m.ö.o. einungis 400 keppendur fá að taka þátt.  Er það gert að beiðni landeiganda sem telur að svæðið beri ekki fleiri keppendur og virðum við það að sjálfsögðu.  Meginreglan við skráningu er sú að FYRSTUR KEMUR, FYRSTUR FÆR en þó með þeirri undantekningu að VÍK áskilur sér rétt til að endurraða á ráslínu í fyrstu tvær til þjár línurnar ef þarf og verður það eingöngu gert af öryggis sjónarmiði. Það er engin verðbólga í gangi hjá VÍK og verður keppnisgjaldið óbreytt frá árinu 2012 og verður AÐEINS kr. 13.000 á hvern keppenda.  M.ö.o. ef þú ert einn að þá borgar þú 1 x 13.000 kr., ef það eru tveir í liði að þá er borgað 2 x 13.000 kr. o.s.frv.  Fyrir þá sem eru orðnir ryðgaðir að skrá sig í gegnum MSÍ, að þá er hægt að skoða ferlið hér en þarna eru líka leiðbeiningar fyrir nýja aðila sem EKKI hafa notað þetta kerfi áður og þurfa að stofna sig inn í FELIX.  ATH! að nóg er að einn liðsfélagi sé með aðgang og getur hann þá skráð hina sem ekki eru með aðgang að FELIX kerfinu en hann getur eingöngu skráð sig og sitt lið.

Við viljum benda væntanlegum þátttakendum á að til þess að skráning verði gild, þarf sá að vera búin að greiða félagsgjaldið í sitt félag/klúbb og verður það kannað eftir skráningu hvort svo sé.  Búið er að opna fyrir greiðslu félagsgjalda á vefnum hjá VÍK og nýjung í boði þar fyrir félagsmenn sem kynnt verður sérstaklega í annari tilkynningu/frétt.  Að lokum viljum við bara segja, „gangi ykkur vel og sjáumst hress á Klaustri 25 maí“

Dakar 2013 – dagur 14 – Cyril vinnur sinn 5 Dakar sigur

Cyril – Faria

En á ný hafði veðrið áhrif á Dakar rallið en þegar starta átti hjólaflokki var svo lágskýjað að eftirlitsþyrlurnar fengu ekki að fara á loft, talað um að skýinn héngu í um 200 metra hæð og það er of lágt fyrir þær og meðan þær fljúga ekki þá er engum hleypt af stað. Svo þessi síðasti keppnisdagurinn byrjaði hálfbrösulega, byrjað var á að fresta startinu í 1 klukkustund, svo aftur í 30mín áður en þeim var hleypt af stað. Leið þessa síðast dags var 625km löng ag þar af 346km á sérleið sem lá yfir margar ár sem gætu orðin erfiðar ef það myndi halda áfram að rigna.

En það var sigurvegari gærdagsins, heimamaðurinn Francisco Lopez(KTM) sem fór fyrstur inná sérleið dagsins klukkan 09:15 að staðartíma. Við fyrsta eftirlitspunkt sem er 41km inná leiðinni var Francisco Lopez(KTM) með forustu en hann var ekki að stinga neinn af því innan við mín á eftir honum voru þeir Joan Barreda Bort(Hurnasqva), Juan Pedrero Garcia(KTM), Hélder Rodrigues(Honda) og Cyril Despres(KTM), en það voru fleiri á fullri ferð því þegar Ruben Faria(KTM) kom á þennan eftirlitspunkt reyndist hann vera 25sek á eftir og tók þá 2 sæti en það stóð ekki lengi því Frans Verhoeven(Yamaha) var líka á fleygiferð og kom 19sek á eftir fyrsta manni svo það var nokkuð ljóst að það yrði mikil barátta í dag.

Lesa áfram Dakar 2013 – dagur 14 – Cyril vinnur sinn 5 Dakar sigur

Dakar 2013 – dagur 13 – heimamaðurinn Lopez vinnur sérleið dagsins

Lopez

Heimamaðurinn Francisco Lopez(KTM)hefur verið á fljúgandi ferð síðustu daga og vann sinn 4 sérleiðasigur í dag við góðar undirtektir samlanda sinna. Þetta er næstsíðasti keppnisdagur rallsins og síðsti með langri sérleið. Heildarleið rallsins í dag var 735km og þar af 380km á tvískiptri sérleið, fyrri hlutinn mjög krefjandi á ökutæki og keppendur þar sem mikið reyndi á leiðarbók og rötun ásamt soldið grófri leið. Seinni hlutinn var í gegnum restina af Atacama eyðimörkina með sínum risastóru sandöldum, djúpum sandpyttum og lausum sandi ásamt því hvað það getur verið auðvelt að tapa áttum í þessari sandauðn.

Lesa áfram Dakar 2013 – dagur 13 – heimamaðurinn Lopez vinnur sérleið dagsins

Dakar 2013 – dagur 12 – Frans Verhoeven vann óvænt

Verhoeven

Dagur 12 var ansi strembin, bæði fyrir keppnistækin og keppendur. Heildarleiðn var 713km og þar af 319km á sérleið. leiðin lá fyrst um fjallendi Andesfjallana þar sem keppendur fóru alveg uppí 4500m hæð og þunna loftið hefur mikil áhrif á gang hjólana, kraftleysi og ógangur í þeim en það lagast svo þegar neðar dregur, seinni hluti leiðar dagsin var svo í klassískum sandi og sandöldum. Keppendur fór mjög snemma af stað þar sem þessi leið er frekar seinfarin og var jafnvel reiknað með að síðustu keppendur væru ekki að skila sér í mark fyrr en seint um nóttina og jafnvel ekki fyrr en í fyrramálið.

Lesa áfram Dakar 2013 – dagur 12 – Frans Verhoeven vann óvænt

Dakar 2013 – dagur 10 – Barreda berst af hörku

Barreda

Á 10 degi Dakar rallsins var leiðin 636km í heildina og af því voru 357km sérleið, hún var ekki ósvipuðu leiðinni í gær, þröng á köflum, margar beygjur og reyndi vel á keppendur en hún var tiltölulega auðveld að elta svo ekki reyndi mikið á rötun í dag sem gaf til kynna að hraðir hjólarar gætu lagað sinn hlut.

Skipuleggjendur Dakar rallsins eru alltaf að reyna hafa hana öruggari og reyna að aðskilja hjól og aðra eins og hægt er, 2 svoleiðis kaflar í dag, kannski ekki langir en allt telur þetta, sá fyrri var 47km og seinni 68km og oft á tíðum eru þessir sér hjólakaflar mun skemmtilegri, þrengri leiðar, illfærara og þar með skemmtilegri.

Joan Barreda Bort(Husqvarna) er á fullri ferð og tók sinn 4 sérleiðasigur í dag. Það var harður slagur nánast alla leið í dag milli Cyril Despres(KTM) og Joan Barreda Bort(Husqvarna) sem endaði með að Joan Barreda Bort(Husqvarna) kom 1:15mín á undan í mark, komst hann þá í 27 sæti í heildina en það bilanir sem háðu honum á degi fimm eru þess valdandi að hann er ekki ofar. Liðsfélagi hans Paulo Goncalves(Husqvarna) var svo aldrei langt undan en hann skilaði sér þriðji í dag, tæpum 3 mín á eftir honum.

Lesa áfram Dakar 2013 – dagur 10 – Barreda berst af hörku