Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

1. umferðin í enduro er um næstu helgi og brautin lofar góðu

Við renndum í Sólbrekku með borða fyrir Jóa og tókum brautina út í leiðinni. Þetta verður bara skemmtilegt, brautin liggur þvers og kruss um svæðið. Startið verður á startsvæðinu og þaðan liggur brautin inn í og þvert yfir krossbrautina á nokkrum stöðum á skemmtilegan hátt. Þaðan í gegnum moldarkafla og þúfur af öllum stærðum með viðkomu í háum hólum sem umkringja brautina. Fullt af brölti og krefjandi leiðum en fært fyrir alla og vel það. Enn á eftir að setja borða á stikur og í beygjur á nokkrum stöðum og týna grjót hér og þar. Jói verður með vinnukvöld í vikunni og væri mjög sáttur ef menn koma og hjálpa til – þeim mun fleiri þeim mun minna mál. Og btw, krossbrautin er frábæru standi og því um að gera að renna suðureftir og hjálpa til og hjóla smá í leiðinni. Svo er bara að muna að skrá sig fyrir kl. 21 á þriðjudaginn (ekki klikka á því að mánudagurinn er frídagur 🙂

Og hér er hjálmavideo frá Jóa – reyndar e-h vesen á hljóðinu í upphafi en bíddu aðeins og þá kemur tústrókurinn inn

http://www.youtube.com/watch?hl=en&gl=US&client=mv-google&v=bosUBFu1zoM&feature=em-upload_owner&nomobile=1

Enduro CC sem átti að vera á Akureyri 15 júní færð suður vegna ástands jarðvegar fyrir norðan

Því miður hefur sú staða komið upp vegna ástands jarðvegar fyrir norðan að færa þarf keppnina sem halda átti 15 júní á svæði KKA manna á Akureyri suður.  Keppnin mun því fara fram á suðvesturhorninu og hugsanlega á suðurlandi en MSÍ mun auglýsa það nánar þegar endanleg staðsetning hefur verið ákveðin.  Eins og staðan er í dag að þá er líklegast að keppnin fari fram á akstursíþróttasvæði VÍK við Bölaöldu en enduronefnd VÍK er að skoða aðra staði sem koma til greina og það verður að viðurkennast að fátt er um fína drætti hvað þetta varðar.  Skráning í keppnina hefur ekki verið opnuð á vef MSÍ en það mun gerast á næstu dögum.  Þannig að fólk verður að bara að vera duglegt að fylgjast með tilkynningum á vef VÍK og MSÍ.  Jafnframt munum við tilkynna nýjan keppnisstað á fésið.

Úrslit frá Klaustri 2013

Hér eru opinber úrslit frá Klaustri. Heildarúrslitin eru hér tilbúin en flokkaúrslit koma mjög fljótlega hér í fréttina.

Overall Klaustur 2013 PDF HTML

Frábærri keppni lokið á Klaustri

Ellefta Klausturskeppnin fór fram í landi Ásgarðs við Kirkjubæjarklaustur í gær, 25. maí.

klaustur 1Keppt er í 6 klukkutíma þar sem keppendur taka þátt í tveggja og þriggja manna liðum auk Járnkallaflokki þar sem keppandi keyrir einn allan tímann. Keppendur voru ríflega 300 í ár í 162 liðum. Á föstudaginn hellirigndi á svæðinu og stefndi í netta drullukeppni á laugardag. Enduroguðinn var þó með okkur í liði og á laugardagsmorguninn var komin glampandi sól og létt gola, fullkomið veður, frábært og ekkert ryk í brautinni. Rigningin virðist þó hafa fælt einhverja frá því talsvert mörg lið létu ekki sjá sig og misstu af einhverri skemmtilegustu keppni sem við höfum haldið.

Keppnin fór fram í landi Ásgarðs en ábúendur þar þau Eyþór og Þóra ásamt Herði syni þeirra og Grétur systur Þóru ásamt Guðmundi Vigni og Auði í Skaftárskála hafa tekið frábærlega á móti okkur og við getum hreinlega ekki þakkað þeim nægilega vel fyrir samstarfið. Og ekki má gleyma snillingnum Kjartani sem á heiðurinn af upphafi keppninnar en hann hefur verið óþreytandi í brautarlagningu og alls konar útréttingum á staðnum. Takk öll saman!

Þrír keppendur urðu fyrir meiðslum og voru tveir fluttir með þyrlu til Reykjavíkur til nánari skoðunar. Annar er enn á gjörgæslu og verður til morguns til öryggis, hann reyndist með marið milta og verður því á spítala undir eftirliti næstu daga. Hinn er á almennri deild en hann braut 3 rif og marðist einnig innvortis. Hann á þó að  útskrifast á morgun enda annálað hörkutól. Meiðsl þriðja mannsins voru ekki alvarleg.

Eftir mikla baráttu og gríðarlega góðan akstur voru það þeir Viktor Guðbergsson og Sölvi Borgar Sveinsson sem stóðu uppi sem heildarsigurvegarar dagsins. Járnkallinn 2013 er Jónas Stefánsson. Önnur úrslit urðu sem hér segir:

Lesa áfram Frábærri keppni lokið á Klaustri

Fyrstu og annarri umferð Íslandsmótsins í Enduro CC hefur verið aflýst / frestað.

Stjórn MSÍ í samráði við Enduronefnd VÍK hefur tekið þá ákvörðun að fyrstu og annari umferð Íslandsmótsins í Enduro CC sem fara átti fram laugardaginn 12. maí á Suðurlandi hefur verið frestað eða aflýst vegna slæms ástands þeirra svæða sem komu til greina fyrir keppnishaldið. Óvenju mikil kuldatíð undanfarið hefur þær afleiðingar að flest svæðin eru ekki tilbúin vegna frosts í jörðu.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun hvort keppnin verði felld niður eða henni komið inn í keppnisdagatalið síðar á árinu. Þriðja og fjórða umferðin sem fara á fram á Akureyri 15. júní verður því fyrsta og önnur umferð Íslandsmótsins í Enduro CC.  Aðstæður á Norðurlandi eru þó þannig mögulega þarf að færa þá keppni á Suðurland en keppnin mun fara fram 15. júní eins og kemur fram í keppnisdagatali MSÍ.

2.05.2013 Stjórn MSÍ

Krakkaæfingar byrja 7 Apríl / Alla sunnudaga í Apríl

Við ætlum að byrja með æfingar fyrir krakkana í Bolöldu þann 7.Apríl næstkomandi kl 16. Við ætlum að vera alla sunnudaga í Apríl svo byrjar svokallaða sumarnámskeiðið okkar tvisvar í viku strax í Maí.
Þetta námskeið er í raun smá upphitun fyrir sumarið og kostar mánuðurinn 8.000.- Við erum orðnir spenntir að hitta krakkana aftur og hefja nýtt tímabil. Við óskum líka eftir því að fá 4-6 foreldra í foreldraráð fyrir sumarið sem hafa áhuga á að hjálpa okkur að ná inn fleiri krökkum ásamt því að halda utan um litlu bikarkeppnirnar sem verða í sumar eftir frábæra þáttöku í fyrra. Gott væri að foreldrar boði þáttöku á namskeid@motocross.is svo við sjáum hvað margir vilja taka þátt í Apríl.

Sumarkortið fer í sölu í Apríl. Endilega kynnið ykkur byltingu í brautar & félagsmálum okkar.

VÍK blæs til sóknar og boðar byltingu er varðar félags- og brautargjöld til félagsmanna.  Er það von stjórnar VÍK að með þessu sé komið til móts við sem flesta aðila sem að þessu sporti koma og jafnframt auki áhuga manna á að nýta sér þá frábæru aðstöðu sem er í boði og vera virkir félagsmenn.  Ein breyting verður þó hvað varðar endurosvæði VÍK í Bolaöldu og það er að VÍK mun hér eftir rukka fyrir akstur á því svæði.  En hér fyrir neðan má sjá það helsta.

  • Almennt félagsgjald 5.000 kr. – óbreytt á milli ára
  • Nýtt – Félags- og brautargjald sameinað í eitt fyrir allt árið eða aðeins 12.000 kr. sem gildir í allar brautir VÍK og er hægt að greiða með valgreiðslu fyrirkomulagi og greiða 1.000 kr. á mánuði í tólf mánuði, 2.000 kr. í sex mánuði eða með eingreiðslu (tímabil 1 mars 2013 til 1 mars 2014)
  • Nýtt – Frítt fyrir 85cc tvígengis/150cc fjórgengis hjól og minni
  • 50% afsláttur af æfingargjöldum hjá VÍK í sumar og frítt foreldrakort fylgir með
  • Stakur miði í braut 1.000 kr. í bæði motocross og endurobrautir

Hér er um algjöra nýjung að ræða og munar engum um að greiða 1.000 kr. á mánuði sem gildir bæði sem félagsgjald í félagið og sem brautargjald í allar brautir félagsins.  Einnig er frítt fyrr öll 85cc hjól og þaðan fyrir neðan og þar af auki býður VÍK nú í fyrsta sinn foreldrum krakka sem eru á æfingum að fá frítt kort sem fylgir því að vera með krakkana sem eru 16 ára og yngri á námskeiðum hjá VÍK.  Þannig að nú er engin ástæða til að fara ekki með krakkana í brautir því það er frítt og þar að auki getur þú nú iðkað skemmtilegt sport á meðan börnin þín eru á námskeiðinu hjá VÍK.