Dakar 2013 – dagur 12 – Frans Verhoeven vann óvænt

Verhoeven

Dagur 12 var ansi strembin, bæði fyrir keppnistækin og keppendur. Heildarleiðn var 713km og þar af 319km á sérleið. leiðin lá fyrst um fjallendi Andesfjallana þar sem keppendur fóru alveg uppí 4500m hæð og þunna loftið hefur mikil áhrif á gang hjólana, kraftleysi og ógangur í þeim en það lagast svo þegar neðar dregur, seinni hluti leiðar dagsin var svo í klassískum sandi og sandöldum. Keppendur fór mjög snemma af stað þar sem þessi leið er frekar seinfarin og var jafnvel reiknað með að síðustu keppendur væru ekki að skila sér í mark fyrr en seint um nóttina og jafnvel ekki fyrr en í fyrramálið.

Það voru sviptingar með forustuna í dag, Kurt Caselli(KTM) sem sigraði í gær fór fyrstur af stað en strax á fyrsta eftirlitspunkti(37km) komst ítalinn Alessandro Botturi(Husqvarna) frammúr, munaði reyndar ekki nema 19sek, reyndar voru fyrstu 4 í gegnum þennan punkt nánast samsíða, munaði ekki nema 31sek á milli fyrsta og fjórða, en hann hélt forustu lengi vel en svo villtist hann sem kostaði hann um 7km aukaleið og þá skaust Joan Barreda Bort(Husqvarna) framfyrir þrátt fyrir skaddaða öxl frá því í gær og tók forustuna en fast á hæla hans voru þeir Fransisco Lopez(Husqvarna), Juan Pedrero(KTM), Cyril Despres(KTM), Paulo Goncalves(Husqvarna) og Kurt Caselli(KTM) svo lenti hann einnig í að villast sem gaf Ruben Faria(KTM) færi á að taka forustuna.

En eftir því sem þeir færðust lengra inní Chile þá fóru ný nöfn að sýna sig á toppnum, Alian Duclos(Sherco) og Jakub Przygonski(KTM) birtust þarna með fremstu mönnum og enduðu í 4 og 6 sæti í dag.

En það var Franc Verhoeven(Yamaha) sem kom fyrstur yfir marklínuna í dag með flottum akstri en hann var 12 af stað í da. kom hann tæpum 2 mín á undan Ruben Faria(KTM) og rúmum 3 mín á undan Joan Barreda Bort(Husqvarna) og fjórði í dag var Alian Duclos(Sherco). Það er gaman að sjá 4 tegundir hjóla í efstu sætum dagsins, Yamaha, KTM, Husqvarna og Sherco. Ekki oft sem maður sér þetta.

Forustumaður rallsins Cyril Despres(KTM) hélt sig aðeins til hlés í dag og ákvað að fylgja liðsfélaga sínum Ruben Faria(KTM) og aðstoða hann eins og hægt væri í dag og skilað þessi taktík sér vel. Ruben Faria(KTM) var tíundi af stað í dag en með samvinnunni skilaði hann sér í annar í mark. Þannig að þeir eru núna með 1 og 2 sætið yfir heildina.

Það virðist vera eitthvað vesen að fá heildarstöðuna í hjólaflokki inná heimasíðu rallsins en fyrstu 3 sætu eru svona:

1.sæti: Cyril Despres(KTM)………………

2.sæti: Ruben Faria(KTM)…………+5:39mín

3.sæti: Fransisco Lopez(Husqvarna..+13:40mín

D12-4hjol-2hjol

Þegar komið var úr fjalllendinu og útí sandinn þá vaknaði Sebastien Husseini(Honda) enda hans uppáhaldsvæði og kannski ekki skrítið þar sem hann býr í Sameinuðu Furstadæminu og sigraði sína fyrstu sérleið í Dakar.

En forustumaður fjorhjólaflokksins Marcos Patronelli(Yamaha) var nú ekki langt á eftir en hann hjólar þetta af öryggi þar sem hann er með næstum 2ja tíma forustu á næsta mann.

En síða rallsins verðu nú vonandi í góðu lagi á morgun og það koma þá nánari fréttir.

 

Dakarkveðjur Dóri Sveins

Skildu eftir svar