Dakar 2013 – dagur 10 – Barreda berst af hörku

Barreda

Á 10 degi Dakar rallsins var leiðin 636km í heildina og af því voru 357km sérleið, hún var ekki ósvipuðu leiðinni í gær, þröng á köflum, margar beygjur og reyndi vel á keppendur en hún var tiltölulega auðveld að elta svo ekki reyndi mikið á rötun í dag sem gaf til kynna að hraðir hjólarar gætu lagað sinn hlut.

Skipuleggjendur Dakar rallsins eru alltaf að reyna hafa hana öruggari og reyna að aðskilja hjól og aðra eins og hægt er, 2 svoleiðis kaflar í dag, kannski ekki langir en allt telur þetta, sá fyrri var 47km og seinni 68km og oft á tíðum eru þessir sér hjólakaflar mun skemmtilegri, þrengri leiðar, illfærara og þar með skemmtilegri.

Joan Barreda Bort(Husqvarna) er á fullri ferð og tók sinn 4 sérleiðasigur í dag. Það var harður slagur nánast alla leið í dag milli Cyril Despres(KTM) og Joan Barreda Bort(Husqvarna) sem endaði með að Joan Barreda Bort(Husqvarna) kom 1:15mín á undan í mark, komst hann þá í 27 sæti í heildina en það bilanir sem háðu honum á degi fimm eru þess valdandi að hann er ekki ofar. Liðsfélagi hans Paulo Goncalves(Husqvarna) var svo aldrei langt undan en hann skilaði sér þriðji í dag, tæpum 3 mín á eftir honum.

Stóru fréttir dagsins eru kannski þær að David Casteu(Yamaha) fór ekki af stað í dag, hann var slasaður eftir daginn í gær, fór úr axlarlið þegar kú stökk í veg fyrir hann og hann hjólaði á, kláraði samt leiðina í gær eftir að læknar höfðu tjaslað honum saman. Verður hann því ekki meira með í þessu 10 Dakar ralli sínu.

Alessandro Botturi(Husqvarna) sem var í 5 sæti í gær lenti í smá óhappi en slapp vel frá því að frátöldum töpuðum tíma, kom samt 7 í mark í dag og heldur 5 sæti í heildina. Francisco Lopez(KTM) átti heldur ekki góðan dag en hann kom 13 í mark í dag en nær að halda stöðu sinni yfir heildina. Sagði hann við komuna í mark „þessi nýja leið hér í Argentínu var mjög erfið, mjög tæknileg og erfið. Fjöllin eru svo gjörólík opnum eyðimörkunum. Á morgun er afturerfið leið, mikil sandur og ár. Ég einbeiti mér núna bara að hjóla af öryggi og klára hvern dag, þessir tveir dagar í Argentinu hafa reynt mikið á mig, ég er ekki sá besti í svona miklu enduro en þetta gengur ágætlega“.

Bandaríkjamaðurinn Kurt Caselli(KTM) sýndi það í dag að hann getur verið mjög hraður á þeim leiðum sem minna reynir á leiðarbók og rötun. Kom hann 5 í mark í dag og hækkaði sig uppí 36 sæti í heildina sem telst bara gott miðað við fyrsta Dakar rall.

En heyrum hvað efstu menn höfðu að segja eftir daginn og byrjum á sigurvegara dagsins Joan Barreda Bort(Husqvarna) „dagurinn byrjaði á að Cyril Despres(KTM) fór fyrstur af stað inná leiðina en ég var sannfærður um að ég næði honum fljótt en hann er hraður en á endanum náði ég honum og við hjóluðum saman til enda. Þetta var lifandi leið, hún var grýtt, þröng, kræklótt, mjög fjölbreytt alvöru enduro. Við skemmtum okkur vel, ég er að sýna það á hverjum degi að ég er hér og það er gott. Það er synd að ég skildi lenda í þessum vandræðum með hjólið í byrjun því annars myndi ég leiða rallið en það sem mér finnst eina mikilvægast er að ég hef ekki gert nein mistök, fyrir utan þessar bilanir þá hef ég alltaf verið að berjast með fremstu mönnum. Ég verð að halda því áfram, ég er sannfærður um að ég, Cyril og Coma erum hraði en aðrir í þessu ralli, auðvitað eru fleiri hraðir en ef grannt er skoðað þá eru þeir oftast á undan ef það verða einhver mistök eða bilanir hjá okkur. Það sést best þegar hægt er að spretta á fullum krafti, maður verður bara að halda einbeitingu, ég átti einn erfiðan dag en hef verið að vinna mig upp eftir það en dugir örugglega ekki“.

D10-CyrilCyril Despres(KTM) sagði eftir daginn þetta „Þetta var frekar hröð leið og með Joan Barreda Bort(Husqvarna) á hælunum þá er ekki hægt að slaka neitt á, mér tókst að halda góðum hraða. Hjólið er í toppstandi og það er góð tilfinning á 360km sérleið að allt sé í lagi og ég er í góðu formi líka. Það sem gerir Dakar rallið svo ólíkt öðrum samskonar röllum er lengdin, þú verður að vera í góðu formi fyrir svona langt rall, það verður líka að hugsa þetta sem maraþon, ekki sprett, að vinna sérleið er ekki fullnaðar sigur heldur að halda sér í fremstu röð allan tímann. Halda einbeitingu og einnig sjálfstrausti þegar hlutirnir eru ekki alveg í lagi skiptir miklu máli“.

Paulo Goncalves(Husqvarna) hafði þetta að segja „eftir að hafa átt frekar erfiða fyrri viku, bæði vegna bilana og áttavillu þá gekk mér vel í dag. Að starta í topp tíu er frábært, miklu minna ryk og allt þægilegra. Ég náði strax góðum hraða og náði fljótlega Ruben Farie(KTM) en það gekk ekki vel að ná framúr honum á þröngum slóðum vegna ryks en það hafðist svo á endanum og ég kláraði daginn á „palli“ og en betra að Joan Barreda Bort(Husqvarna) var fyrstur svo það eru 2 Husqvarna á topp 3 í dag. Ég var búin að setja mér markmið fyrir þetta Dakar, ætlaði að enda á palli en vegna bilana þá er sú von farin svo ég stefni bara á að vinna sérleið, það verður ekki auðvelt en ég mun reyna“.

Ruben Farie(KTM) sem var í forustu í gær gekk ekki eins vel í dag, hann kom áttundi í mark í dag en það dugir honum samt í að halda 2 sæti yfir heildina. Sagði hann þetta „Það væri frábært fyrir okkur báða ef þetta væri lokastaðan, það myndi þýða 5 Dakar sigur Cyril Despres(KTM) og sá 3 þar sem ég er aðstoðarmaður hans, hugsaðu þér, ég í öðru sæti en það er ekki eins og ég hafi ekki haft eitthvað fyrir því. Ég hef lagt mikið á mig til að vera hér, skilað góðum dögum, aldrei farið neðar en 10 sæti í heildina. Við verðum að halda þessu áfram og vonandi fer þetta allt vel með Cyril Despres(KTM) sem meistara, það er markmið okkar hér. Ef ég enda í öðru eða þriðja sæti er það frábært, eitthvað sem mig hefur dreymt um en ég reyndi að hugsa ekki um það í dag heldur einbeita mér að leiðinni og að komast heill í mark“.

Staðan í hjólaflokki eftir dag 10 er því svona:

1.sæti: Cyril Despres(KTM)……………30:47:04

2.sæti: Ruben Farie(KTM)……………..+1:37mín

3.sæti: Francisco Lopez(KTM)…………+13:41mín

4.sæti: Ivan Jakes(KTM)……………..+18:21mín

5.sæti: Alessandro Botturi(Husqvarna)…+24:25mín

D10-4hjol

Lukasz Laskawiec(Yamaha) fór fyrstur af stað í morgun og eftir frábæran akstur vann hann sinn annan sérleiðarsigur og það í röð. Var hann með forustu næstum í allan dag en Sebastian Husseini(Honda) var alltaf mjög nálægt, oft bara nokkrum sek seinni og um tíma náði hann framúr og náði 50sek forskoti þegar mest var en þegar ekki voru nema um 50km eftir af sérleiðinni hægði hann á sér og skilaði sér aðeins í 6 sæti í dag. aðrir keppendur ógnuðu fyrsta sætinu lítið, alltaf nokkrar mín í þá.

Það fór frekar lítið fyrir forustumanni fjórhjólaflokksins í dag, hann var alltaf nokkrum mín á eftir fyrstu mönnum og virðist vera farin að taka því frekar rólega enda með mikið forskot yfir heildina, næstum einn og hálfan klukkutíma á næsta mann.

Staðan í fjórhjólaflokki eftir dag 10 er því svona:

1.sæti: Marcos Patronelli(Yamaha)……….34:31:47

2.sæti: Ignacio Nicolas Casale(Yamaha)…1:27:47mín

3.sæti: Rafal Sonik(Yamaha)………….+2:05:51mín

4.sæti: Lukasz Laskawiec(Yamaha)……..+2:59:33mín

5.sæti: Sebastian Palma(Can-AM)………+3:09:38mín

 

Dakarkveðjur Dóri Sveins

Skildu eftir svar