Dakar 2013 – dagur 13 – heimamaðurinn Lopez vinnur sérleið dagsins

Lopez

Heimamaðurinn Francisco Lopez(KTM)hefur verið á fljúgandi ferð síðustu daga og vann sinn 4 sérleiðasigur í dag við góðar undirtektir samlanda sinna. Þetta er næstsíðasti keppnisdagur rallsins og síðsti með langri sérleið. Heildarleið rallsins í dag var 735km og þar af 380km á tvískiptri sérleið, fyrri hlutinn mjög krefjandi á ökutæki og keppendur þar sem mikið reyndi á leiðarbók og rötun ásamt soldið grófri leið. Seinni hlutinn var í gegnum restina af Atacama eyðimörkina með sínum risastóru sandöldum, djúpum sandpyttum og lausum sandi ásamt því hvað það getur verið auðvelt að tapa áttum í þessari sandauðn.

Af þeim 127 hjólurum sem enn voru með var sigurvegari gærdagsins, Franc Verhoeven(Yamaha) fyrstur af stað en það stóð ekki lengi, á fyrsta eftirlitspunkti 69km inná sérleiðinni var Joan Barreda Bort(Husqvarna) orðin fremstur, reyndar með Ruben Faria(KTM)15sek á eftir sér og Franc Verhoeven(Yamaha) 6sek þar á eftir svo harkan var mikil. Cyril Despres(KTM) kom svo skömmu síðar og tók 2 sætið á tíma svo hann ætlaði greinilega ekki að gefa neitt eftir í dag. En á eftirlitspunkti 2 sem er 153km inná leiðinni þá hann greinilega farin að slaka aðeins og, jafnvel búin að setja cruise control á og var með nokkrum öðrum hjólurum í hóp, kom þar í 6 sæti rúmum 2 mín á eftir Joan Barreda Bort(Husqvarna) en það var nóg eftir.

Það kom svo í ljós stuttu seinna að það virtust allir ætla að vinna í dag, við komuna á 3 eftirlitspunkt sem var ekki langt frá, aðeins 9km seinna en þá var Cyril Despres(KTM) orðin fyrstur með Kurt Caselli(KTM) annan 1:37mín seinna, svo Juan Pedrero Garcia(KTM), Olivier Pain(Yamaha), Paulo Gonçalves(Husqvarna) og Ivan Jakes(KTM) en það bólaði ekkert á Joan Barreda Bort(Husqvarna).

D13-2hjolKurt Caselli(KTM) var 11sek á undan Cyril Despres(KTM) útaf fyrri hluta sérleiðarinar svo það stefndi allt á mikla keppni áfram. við 359km eftirlitspunktinn var Cyril Despres(KTM) fyrstur enFrancisco Lopez(KTM) var greinilega komin á fullt skrið, búin að vinna um 11mín mun á milli sín og Ruben Faria(KTM) og farin að narta í afturdekk fyrsta manns. Kurt Caselli(KTM) komst aftur frammúr skömmu síðar en virtist svo lenda í einhverjum vélarbilun, það sama gerðist hjáAlian Duclos(Sherco) sem kom svo óvænt 4 í mark í gær, var hann búin að baksa við hjólið íum klukkustund þegar hann virtist gefast upp og sást setjast niður og bíða bara eftir annað hvort aðstoð eða að vera sóttur, svekkjandi þegar svona lítið er eftir en „svona er bara Dakar“.

En það var semsagt Francisco Lopez(KTM) sem sigraði í dag, rúmum 5mín á undan Cyril Despres(KTM), 3 sætið fékk Paulo Gonçalves(Husqvarna), 4 í mark Paulo Goncalves(Husqvarna) og Joan Barreda Bort(Husqvarna) kom rúmum 8mín eftir fyrsta manni í mark.

Francisco Lopez(KTM) sagði við komuna í mark í dag „í dag á fyrri hluta sérleiðarinar var ansi erfitt, mikil einbeiting á leiðarbók og lesa rétt í umhverfið en svo var seinnihlutinn mjög hraður. Dagurinn í dag var mjög góður. Morgundagurinn er mjög tæknilegursvo hann tekur á líka, hugsaður þér að ég á möguleika á að vinna Dakarrallið og það í heimalandi mínu. hvernig sem þetta fer þá er í mjög hamingjusamur með stöðuna“.

Cyril Despres(KTM) sagði „þetta var skemmtileg leið í dag, smá trikkí með að lesa leiðarbókina rétt á fyrri hlutanum, það voru margir sem virtust áttavilltir og gerður för þvers og kruss sme rugluðu þá sem á eftir komu, þetta var ekki dagurinn til að keyra á fullu blasti. Það eru margir farnir að tala um að ég sé búin að vinna rallið en ég ber það mikla virðingu fyrir Dakar rallinu að ég fari að lýsa mig sigurvegara þegar einn dagur er eftir. Það getur hvað sem er gerst þar, hún er tæknileg og ég mun einbeita mér að keyra að öryggi en halda samt góðum hraða og vonandi gengur allt upp“.

Staðan í hjólaflokki eftir dag 13 er því svona:

1.sæti: Cyril Despres(KTM)………….41:37:18

2.sæti: Francisco Lopez(KTM)………..+8:15mín

3.sæti: Ruben Farie(KTM)…………..+14:41mín

4.sæti: Ivan Jakes(KTM)……………+24:45mín

5.sæti: Juan Pedrero Garcia(KTM)……+43:31mín

D13-Liparoti

Í fjórhjólaflokki sýndi Sebastian Husseini(Honda) að hann kann á sandinn og æddi af stað en þeir eru fleiri sem kunna þetta og heimamaðurinn Ignacio Nicolas Casale(Yamaha) sannaði það með því að vera fyrstur á 69km eftirlitspunktinn, reyndar ekki nema 18sek á undan Sebastian Husseini(Honda) og rúmri mín á undan Marcos Patronelli(Yamaha) en þetta átti eftir að breyttast því Sarel Van Biljon(E-ATV) var fyrstur á 153km punktinn, Lucas Bonetto(Honda)kom 8sek á eftir.

Seinni hluti sérleiðarinar sem var mun hraðari yfirferðar nýtti Sarel Van Biljon(E-ATV) kraftinn í hjóli sínu og kom fyrstur í mark, Sebastian Husseini(Honda) sleppti honum reyndar aldrei langt frá sér og kom hann annar í mark, 41sek á eftir og Ignacio Nicolas Casale(Yamaha) 7sek seinna svo það var ekki mikið gefið eftir í fjórhjólaflokki í dag.

Marcos Patronelli(Yamaha) heldur góðum hraða en tekur enga áhættu enda með gríðarlegt forskot á næsta mann, tæpa 2 klukkutíma. Það verður eitthvað mikið að gerast til þess að hann klári ekki í 1 sæti en „þetta er ekki búið fyrr en það er búið“ svo það er líklega bara cruise control hjá honum á morgun.

Staðan í fjórhjólaflokki eftir dag 13 er því svona:

1.sæti: Marcos Patronelli(Yamaha)……………..47:47:19

2.sæti: Ignacio Nicolas Casale(Yamaha)………+1:50:24mín

3.sæti: Rafal Sonik(Yamaha)………………..+3:14:43mín

4.sæti:Lucas Bonetto(Honda)………………..+3:39:55mín

5.sæti: Sebastian Palma(Can-AM)…………….+4:27:48mín

 

Dakarkveðjur Dóri Sveins

Skildu eftir svar