Dakar 2013 – dagur 14 – Cyril vinnur sinn 5 Dakar sigur

Cyril – Faria

En á ný hafði veðrið áhrif á Dakar rallið en þegar starta átti hjólaflokki var svo lágskýjað að eftirlitsþyrlurnar fengu ekki að fara á loft, talað um að skýinn héngu í um 200 metra hæð og það er of lágt fyrir þær og meðan þær fljúga ekki þá er engum hleypt af stað. Svo þessi síðasti keppnisdagurinn byrjaði hálfbrösulega, byrjað var á að fresta startinu í 1 klukkustund, svo aftur í 30mín áður en þeim var hleypt af stað. Leið þessa síðast dags var 625km löng ag þar af 346km á sérleið sem lá yfir margar ár sem gætu orðin erfiðar ef það myndi halda áfram að rigna.

En það var sigurvegari gærdagsins, heimamaðurinn Francisco Lopez(KTM) sem fór fyrstur inná sérleið dagsins klukkan 09:15 að staðartíma. Við fyrsta eftirlitspunkt sem er 41km inná leiðinni var Francisco Lopez(KTM) með forustu en hann var ekki að stinga neinn af því innan við mín á eftir honum voru þeir Joan Barreda Bort(Hurnasqva), Juan Pedrero Garcia(KTM), Hélder Rodrigues(Honda) og Cyril Despres(KTM), en það voru fleiri á fullri ferð því þegar Ruben Faria(KTM) kom á þennan eftirlitspunkt reyndist hann vera 25sek á eftir og tók þá 2 sæti en það stóð ekki lengi því Frans Verhoeven(Yamaha) var líka á fleygiferð og kom 19sek á eftir fyrsta manni svo það var nokkuð ljóst að það yrði mikil barátta í dag.

 

D14-2hjolSvona gekk þetta í allan dag og var Francisco Lopez(KTM) fyrstur eftir fyrsta hluta sérleiðar dagsins, rétt rúmri mín á undan Joan Barreda Bort(Husqvarna) og þriðji var svo Cyril Despres(KTM) 2:20mín seinna en svo biðu menn með öndina í hálsinum því það hafði verið mikil barátta hjá fleirum, kom líka í ljós þegar Ruben Faria(KTM) skilaði sér inn í annað sætið ogJoan Barreda Bort(Hurnasqva) laumaði sér í 3 sæti en þetta átti eftir að breyttist þar semFrancisco Lopez(KTM) þurfti að skipta um vél í hjólinu sínu í gærkvöldi, fær hann 15mín refsingu sem færir hann talsvert niður listann en þetta var alls ekki búið.

Það voru margir sem héldu að efstu menn myndu taka þennan dag frekar rólega, minnst kosti örugglega en þar sem Francisco Lopez(KTM) hafði engu að tapa eftir refsinguna þá gaf hann allt í þetta og þá vilja aðrir ekki verða eftir og fengum við flotta keppni í staðinn en þrátt fyrir aðFrancisco Lopez(KTM) kæmi fyrstur yfir endalínu þá dugði það honum ekki en hann heldur samt 3 sæti yfir heildina og þar kemst þar með á pallinn, ekki leiðinlegt það.

Það fór því þannig í dag að Ruben Faria(KTM) telst fyrstur, Joan Barreda Bort(Hurnasqva) 8sek seinna, Hélder Rodrigues(Honda) 24sek á eftir fyrsta, mjög óvænt skaust Mario Patrao(Suzuki) inn í 4 sæti 1:21mín seinna en hann hefur verið að klára sérleiðar í 25 til 35 sæti og Olivier Pain(Yamaha) var 5 í dag, 2:14mín á eftir. Sigurvegari rallsins kom svo 14 í mark í dag 3:58mín á eftir Rubin.

Það er svo að frétta af norska frænda okkar Pal Anders-Ullevalseter(KTM) að hann hefur verið að hringla í kringum 20 sætið í þessu Dakar ralli og kláraði rallið í 16 sæti yfir heildina en þetta er hans 10 Dakarrall og bara einu sinni ekki náð að klára. Íslandsvinurinn Simon Pavey(Husqvarna) hefur verið í kringum 60 sæti í keppninni og endar í 58 sæti yfir heildina í sínu 8 Dakar ralli(6 sinnum klárað). Og það má ekki gleyma sænska frænda okkar honum Thomas Berglund(Husaberg), hann smíðaði sitt Husaberg hjól sjálfur, þ.e.a.s græjaði það fyrir Dakar og árið 2012 var hálfgerð prufukeyrsla á því enda kom ýmislegt uppá þá en hann kláraði samt í 37 sæti en þetta árið komst hann ekki alla leið, datt út á 12 degi, hann kemur vonandi tvíelfdur á næsta ári.

En heyrum aðeins í sigurvegara Dakar rallsins strong>Cyril Despres(KTM) „það verður bara að segjast eins og er að ég varð ekki sannfærður um sigurinn fyrr en ég var komin yfir andamarkslínuna og sá áhorfendur fanga mér sem sigurvegara. Ég hef góða ástæðu til að gleðjast yfir þessum sigri, nokkur lítil mistök við leiðarbók og rötun, vandamál með gírkassa, sumir dagar of langir, of heitir, of kalt, maður verður að vera einbeittur uppá hvern dag, finna réttu leiðina í gegnum fjöllin, gegnum eyðimörkina alla leið en þetta er allt hluti af Dakar, þegar sigur í Dakar verður auðveldur þá hættir hann að verða spennandi. En þetta er ekki hægt án þess að hafa gott hjól, vera í góður formi og með frábært lið með sér og að hafa aðstoðamann minn í 2 sæti. Þetta er frábært“.

En lokastaðan í hjólaflokki í Dakarrallinu 2013 er:

1.sæti: Cyril Despres(KTM)………………43:24:22

2.sæti: Ruben Faria(KTM)……………….+10:43mín

3.sæti: Francisco Lopez(KTM…………….+18:48mín

4.sæti: Ivan Jakes(KTM)………………..+23:54mín

5.sæti: Juan Pedrero Garcia(KTM)………..+55:29mín

 

D14-Patronelli
Patronelli

Baráttan í fjórhjólaflokki var ekki minni, sigurvegari gærdagsins Sarel Van Biljon(E-ATV) fór fyrstur af stað og ætlaði svo sannarlega að sýna kraftinn í hjólinu sínu en Lukasz Laskawiec(Yamaha) var búin að eiga nokkra slæma daga og ætlaði sér sigur á þessari síðustu sérleið og á fyrsta eftirlitspunkti við 41km var hann 7sek á undan Sarel Van Biljon(E-ATV) og svo komu Lucas Bonetto(Honda), Marcos Patronelli(Yamaha), Ignacio Nicolas Casale(Yamaha) og Sebastian Husseini(Honda) fast á hæla þeirra, allir rétt um mín á eftir svo það stefndi í hörku baráttu þar.

Þessi sami hópur voru svo allir að klára fyrsta hluta á innan við 2ja mín bili með Sarel Van Biljon(E-ATV) fremstan. Skiptust þeir svo á að vera á eftir honum til enda en Sarel Van Biljon(E-ATV) sigraði leið dagsins, Sebastian Husseini(Honda) kom 37sek seinna í 2 sæti,Marcos Patronelli(Yamaha) kom svo 1:18mín í 3 sæti en hann stendur uppi sem sigurvegari Dakar rallsins og er þetta hans annars Dakar sigur, hann sigraði 2010, lenti í öðru sæti 2009 og 2012.

En lokastaðan í fjórhjólaflokki í Dakarrallinu 2013 er:

1.sæti: Marcos Patronelli(Yamaha)………………….49:42:42

2.sæti: Ignacio Nicolas Casale(Yamaha)…………..+1:50:36mín

3.sæti: Rafal Sonik(Yamaha)…………………….+3:16:49mín

4.sæti: Lucas Bonetto(Honda)……………………+3:40:10mín

5.sæti: Sebastian Palma(Can-AM)…………………+4:35:57mín

 

Í svona löngu ralli eru alltaf mikil afföll, af þeim 196 hjólum sem voru skráð í upphafi kláruðu 119 keppendur, í fjórhjólaflokki voru 40 hjól skráð til keppni en 26 kláruðu en þetta gerir u.þ.b. 40% afföll í báðum flokkum.

 

Þá er þessari umfjöllun um Dakar rallið þetta árið lokið og vona ég að þeir sem hafi lesið þetta hafi haft af því gagn og gaman. Dakar kveðja.

Dóri Sveins

2 hugrenningar um “Dakar 2013 – dagur 14 – Cyril vinnur sinn 5 Dakar sigur”

  1. Hver stafur var lesinn í þessum umfjöllunum hjá þér. Takk fyrir mig. Nú er bara að gera þig formlega að penna Motocross.is. Það vilja flestir, ef ekki allir, lesa svona flottar greinar. Enduroið hefur alls ekki fengið næginlega umfjöllun hér hjá okkur.

    Óli Gísla

Skildu eftir svar