Fyrstu og annarri umferð Íslandsmótsins í Enduro CC hefur verið aflýst / frestað.

Stjórn MSÍ í samráði við Enduronefnd VÍK hefur tekið þá ákvörðun að fyrstu og annari umferð Íslandsmótsins í Enduro CC sem fara átti fram laugardaginn 12. maí á Suðurlandi hefur verið frestað eða aflýst vegna slæms ástands þeirra svæða sem komu til greina fyrir keppnishaldið. Óvenju mikil kuldatíð undanfarið hefur þær afleiðingar að flest svæðin eru ekki tilbúin vegna frosts í jörðu.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun hvort keppnin verði felld niður eða henni komið inn í keppnisdagatalið síðar á árinu. Þriðja og fjórða umferðin sem fara á fram á Akureyri 15. júní verður því fyrsta og önnur umferð Íslandsmótsins í Enduro CC.  Aðstæður á Norðurlandi eru þó þannig mögulega þarf að færa þá keppni á Suðurland en keppnin mun fara fram 15. júní eins og kemur fram í keppnisdagatali MSÍ.

2.05.2013 Stjórn MSÍ

5 hugrenningar um “Fyrstu og annarri umferð Íslandsmótsins í Enduro CC hefur verið aflýst / frestað.”

  1. Sælir félagar og stjórn VÍK
    Svona er er veðrið þetta vorið og ekkert við því að gera, en er ekki tímaröðin pínu klaufaleg að skráningarfrestur fyrir Klaustur renni út 1.maí og þessi keppni slegin af 3.maí, við erum hérna tveir sem ætluðum að keppa í enduro keppninni en ekki Klaustri, núna er ekkert í boði og óskum við því eftir að skráningu fyrir Klaustur verði framlengd um viku þannig að við getum skráð okkur þar í staðinn. Kveðja Ólafur

  2. Sæll Ólafur.
    Varðandi að það séu klaufalegar dagsetningar er ekki eitthvað sem við getum tekið undir. Ákvarðanir varðandi tímasetningar fyrir Klaustus skráningu eru teknar með margra mánaða fyrirvara. Við gætum engann vegin vitað að veðrið spilli fyrir endurokeppni. En hvað um það. Við ætlum að taka málið upp innan stjórnar og sjá hvort að ekki sé sjálfsagt að bæta við skráningartímann fyrir Klausturskeppnina. Komum með tilkynningu um það von bráðar.

    FH stjórnar VÍK
    Óli Gísla

  3. Sælir aftur
    Takk fyrir fyrir að taka málið fyrir, bíð spenntur eftir niðurstöðu. Kveðja Ólafur

  4. Þetta er allt frábært, og mikið hlakka ég til, en við vorum að spá hvort stjórn hafi hugsað sér að hafa skoðun hér í bænum í vikunni fyrir klaustur, ég held að það henti mörgum og mínkar örtröðina fyrir austan.
    Takk fyrir.kv.Grétar

  5. Sæll Grétar, okkur hlakkar líka til, brautin er nánast klár, búið að merkja, græja brúna, girða ofl ofl 🙂 Og já, við reynum alveg örugglega að vera með skoðun í bænum fyrir helgina til að létta á vinnunni fyrir austan. Það verður auglýst þegar nær dregur. Kv. Keli

Skildu eftir svar