Krakkaæfingar byrja 7 Apríl / Alla sunnudaga í Apríl

Við ætlum að byrja með æfingar fyrir krakkana í Bolöldu þann 7.Apríl næstkomandi kl 16. Við ætlum að vera alla sunnudaga í Apríl svo byrjar svokallaða sumarnámskeiðið okkar tvisvar í viku strax í Maí.
Þetta námskeið er í raun smá upphitun fyrir sumarið og kostar mánuðurinn 8.000.- Við erum orðnir spenntir að hitta krakkana aftur og hefja nýtt tímabil. Við óskum líka eftir því að fá 4-6 foreldra í foreldraráð fyrir sumarið sem hafa áhuga á að hjálpa okkur að ná inn fleiri krökkum ásamt því að halda utan um litlu bikarkeppnirnar sem verða í sumar eftir frábæra þáttöku í fyrra. Gott væri að foreldrar boði þáttöku á namskeid@motocross.is svo við sjáum hvað margir vilja taka þátt í Apríl.

Sumarkortið fer í sölu í Apríl. Endilega kynnið ykkur byltingu í brautar & félagsmálum okkar.

VÍK blæs til sóknar og boðar byltingu er varðar félags- og brautargjöld til félagsmanna.  Er það von stjórnar VÍK að með þessu sé komið til móts við sem flesta aðila sem að þessu sporti koma og jafnframt auki áhuga manna á að nýta sér þá frábæru aðstöðu sem er í boði og vera virkir félagsmenn.  Ein breyting verður þó hvað varðar endurosvæði VÍK í Bolaöldu og það er að VÍK mun hér eftir rukka fyrir akstur á því svæði.  En hér fyrir neðan má sjá það helsta.

  • Almennt félagsgjald 5.000 kr. – óbreytt á milli ára
  • Nýtt – Félags- og brautargjald sameinað í eitt fyrir allt árið eða aðeins 12.000 kr. sem gildir í allar brautir VÍK og er hægt að greiða með valgreiðslu fyrirkomulagi og greiða 1.000 kr. á mánuði í tólf mánuði, 2.000 kr. í sex mánuði eða með eingreiðslu (tímabil 1 mars 2013 til 1 mars 2014)
  • Nýtt – Frítt fyrir 85cc tvígengis/150cc fjórgengis hjól og minni
  • 50% afsláttur af æfingargjöldum hjá VÍK í sumar og frítt foreldrakort fylgir með
  • Stakur miði í braut 1.000 kr. í bæði motocross og endurobrautir

Hér er um algjöra nýjung að ræða og munar engum um að greiða 1.000 kr. á mánuði sem gildir bæði sem félagsgjald í félagið og sem brautargjald í allar brautir félagsins.  Einnig er frítt fyrr öll 85cc hjól og þaðan fyrir neðan og þar af auki býður VÍK nú í fyrsta sinn foreldrum krakka sem eru á æfingum að fá frítt kort sem fylgir því að vera með krakkana sem eru 16 ára og yngri á námskeiðum hjá VÍK.  Þannig að nú er engin ástæða til að fara ekki með krakkana í brautir því það er frítt og þar að auki getur þú nú iðkað skemmtilegt sport á meðan börnin þín eru á námskeiðinu hjá VÍK.

Ein hugrenning um “Krakkaæfingar byrja 7 Apríl / Alla sunnudaga í Apríl”

  1. Hvað er gjaldið pr. mán á krakkanámskeiðin sem byrja í maí ? á ég að leggja upphæðina inn á reikning félagsins með einhverja sérstaka skýringu ?

Skildu eftir svar