Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Dakar 2012 fyrsti dagur

Nú er Dakar 2012 hafið og hófst það á 57km sérleið sem er hugsuð sem létt leið til að keppendur gætu reynt almennilega búnað sinn, gekk á ýmsu hjá keppendum.

En fyrsti dagurinn er sorgardagur því einn keppandi lést á þessari fyrstu sérleið þegar hann átti ekki nema 2 km eftir af sérleiðinni. Argentínumaðurinn Jorge Martinez Boero(BETA) féll af hjólinu á hröðum kafla og þrátt fyrir að læknalið kæmi fljótt að þá dó hann á leið á sjúkrahús vegna innvortis meiðsla.
Lesa áfram Dakar 2012 fyrsti dagur

Dakar 2012 – skoðun

Dakarinn er að byrja

Keppendur í Dakar 2012 eru farnir að setja vel mark sitt á bæinn Mal De Plata í Argentínu en þar mun rallið hefjast.

Í gærmorgun þegar skoðun keppnistækja og búnaðar hófst var það Argentínumaðurinn Luca Bonette (HONDA)sem var mættur fremstur en hann er með síðasta númerið í fjórhjólaflokki(282) og er einnig yngsti keppandi sem tekur þátt í þessu ralli, hann verður 20 ára, 3ja mánaða og 5 daga gamall þann 1 janúar 2012.

Svona skoðun er mikil aðgerð en um 350 starfsmenn sjá um skoðunina enda gríðarlega pappírsvinna sem fylgir henni

Þarna mátti sjá keppendur eins og Sebastian Halpern en hann endaði í 2 sæti í fjórhjólaflokki í fyrra en keppir núna sem aðstoðarökumaður í bílaflokki, hann sagðist ekki vera yfirgefa fjórhjólaflokkinn heldur væri hann að prófa annað, hann myndi snúa aftur til að sigra fjórhjólaflokkinn síðar

Á fyrsta degi skoðunar voru 158 ökutæki skoðun, 53 mótorhjól, 19 fjórhjól, 71 bíll og 15 trukkar.

Dakar kveðjur

Dakar 2012 – yfirlit

Dakar rallið 2012 er að hefjast eftir nokkra daga

Þar sem Dakar rallið er að fara hefjast þá er oft gaman að velta sér aðeins uppúr smá tölum varðandi rallið, t.d fjölda keppenda, fjölda hjóla af hverri tegund, velja sér einhverja keppendur til að fylgjast með þó svo að þeir séu ekki í toppbaraáttunni.

Að þessu sinni munu keppendur fara í gegnum 3 lönd, fyrstu 5 dagarnir eru í Argentínu, næstu 5 og hvíldardagurinn verða í Chile og síðustu 4 dagarnir og endamark eru svo í Perú.

Keppnin verður örugglega jafnari núna þar sem allir keppendur verða að vera á 450cc hjólum, stærri hjól eru nú bönnuð en keppendur hafa haft síðstu 2 ár til að undirbúa það og flestir voru nú komnir með þetta á síðasta ári.

Ég mun fyrst og fremst fylgjast með keppendum í mótorhjóla- og fjórhjólaflokkum og mun ég reyna eftir fremsta megni að birta einhverja fréttabúta og stöðu eftir hvern dag. Það kemur kannski soldið inn soldið seint en kemur þó.

Í ár eru 188 keppendur skráðir í hjólaflokkinn og skiptast hjólategundirnar sem hér segir eftir fjölda:

Lesa áfram Dakar 2012 – yfirlit

Gleðileg Hjólajól. Takk fyrir ánægjulegar stundir á liðnu ári

Öllum þeim sem starfað hafa með okkur á liðnu ári þökkum við fyrir frábært samstarf með von um áframhald á komandi árum. Megi allir hafa ánægjulegar hjólastundir um hjólajólin og vonandi fá allir eitthvað fallegt hjóladót í pakkann sinn. Með von um ánægjulegar hjólastundir á komandi ári.

Stjórn VÍK.


Vetrardagatal MSÍ

MSÍ hefur gefið út keppnisdagatal fyrir veturinn 2012. Því miður er engin Enduro-cross keppni á dagatalinu þetta árið.

Grein: Dagsetning: Mótaröð: Staðsetning: Aðildarfélag:
Ís-Cross 28. Janúar Íslandsmót Reykjavík/ Sauðárkrókur/ Mývatn VÍK / AM
Sno-CC 4. Febrúar Íslandsmót Reykjavík / Bláfjöll TTK / VÍK
Snjóspyrna 10. Febrúar Bikarmót Akureyri KKA
Ís-Cross 11. Febrúar Íslandsmót Akureyri KKA / AM
Snjóspyrna 16. Mars Bikarmót Mývatn AM
Ís-Cross 17. Mars Íslandsmót Mývatn AM
Sno-CC 17. Mars Íslandsmót Mývatn AM
Sno-CC 14. Apríl Íslandsmót Akureyri KKA

(SNO-CC er snjócross og Cross-country á vélsleðum)

Umræða á Alþingi

Þór Saari hélt þessa ræðu á hinu hæstvirta Alþingi fyrir stuttu. Vinsamlega lesið.

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Þetta voru ágætisupplýsingar. Ég skora á hæstv. ráðherra að einbeita sér að því að það verði forgangsraðað hjá Landmælingum og víðar með þeim hætti að þessi utanvegaakstur verði orðinn liðin tíð innan sem skemmst tíma.
Síðari spurningin mín til hæstv. ráðherra varðar torfæruhjól og torfæruhjólaakstur. Nú er það vitað mál að tjón af völdum torfærumótorhjóla er gríðarlega mikið. Það eru heilu útgerðirnar úti um allt land sem gera núna út á það að leigja fólki, bæði útlendingum og Íslendingum, torfæruhjól svo þeir geti keyrt á miklum hraða um vegi og vegslóða, en aksturslagið er einfaldlega með þeim hætti að slóðarnir og vegirnir eru eyðilagðir á mjög skömmum tíma. Fyrir utan það er náttúrlega alltaf til staðar sú freisting, sem maður hefur sjálfur séð margoft, að fara aðeins út fyrir slóðann og upp þessa hæð eða upp þetta fjall. Ég hefði sjálfur talið það brýnt á sínum tíma þegar farið var að flytja inn í torfærumótorhjól í stórum stíl að settar yrðu skorður við notkun þeirra, strax frá upphafi. Það var ekki gert, væntanlega í nafni einhvers konar einstaklingsfrelsis.
Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra: Hefur það verið hugleitt að banna akstur slíkra hjóla nema þá á viðurkenndum æfinga- og leiksvæðum? Það er að vísu erfitt að banna slíkan akstur til dæmis erlendra ferðamanna sem koma hingað eingöngu til ferðalaga, en stór hluti af torfæruhjólaakstri á Íslandi er á þeim forsendum að menn eru að spæna áfram í aksturslagi sem fyrst og fremst er adrenalínörvandi og það getur verið gaman að því og gott að hafa þá en það þarf þá að vera á sérstaklega tilgreindum stöðum. Það má ekki vera hvar sem er um landið. Er eitthvað fyrirhugað í þeim málum í ráðuneytinu?

Tekið af vef Alþingis