Dakar 2012 fyrsti dagur

Nú er Dakar 2012 hafið og hófst það á 57km sérleið sem er hugsuð sem létt leið til að keppendur gætu reynt almennilega búnað sinn, gekk á ýmsu hjá keppendum.

En fyrsti dagurinn er sorgardagur því einn keppandi lést á þessari fyrstu sérleið þegar hann átti ekki nema 2 km eftir af sérleiðinni. Argentínumaðurinn Jorge Martinez Boero(BETA) féll af hjólinu á hröðum kafla og þrátt fyrir að læknalið kæmi fljótt að þá dó hann á leið á sjúkrahús vegna innvortis meiðsla.

Er hann 21. keppandinn sem lætur lífið í Dakar ralli frá því það hófst 1979 en alls hafa 59 látist í kringum rallið, þar á meðal stofnandi þess Thierry Sabina.

Eftir sérleið dagsins var rætt við toppmennina áður en þeir höfðu heyrt af slysinu og höfðu þeir þetta að segja:

Marc Coma(KTM), þessi fyrsta leið var stórkostleg, hjólað með sjávarsíðunni og litlar skemmtilega sandöldur en það er langur dagur framundan.

Cyril Despres(KTM), ég er ánægður með að vera komin af stað, komin á hjólið mitt með vegabókina og leiðarnóturnar, ég þarf að venjast þessu aftur. Ég var bara „cool“ á þessari fyrstu leið.

Helder Rodrigues(Yamaha), góð byrjun á rallinu, stutt en tæknileg leið sem reynir soldið á rötun. Ég hjólaði þétt en gætilega en þetta er bara byrjunin.

Francisco Lopes(Aprilia), ég fór ekki hratt af stað þar sem þessi leið er tæknileg með fullt af sandöldum og áhorfendum. Fyrsta sérleiðin er alltaf krefjandi þar sem maður þarf að ná fókus á rallinu og GPS og leiðarbókinni en sem betur fer þá voru síðustu 20km hraðir og ég gat hjólað greitt

Heildarvegalengd dagsins er 820km og þrátt fyrir að hafa þjáðst af meiðslum mestan hluta síðasta árs þá náði Francisco Lopes Contardo(Aprilia) besta tíma dagsins en það er ennþá langt í land og hefur reynslan sýnt okkur að stóru kallarnir spara sig aðeins í byrjun

Úrslit efstu manna í hjólaflokki eftir dag eitt eru:

1.Francisco Lopes Contardo(Aprilia)

2.Marc Coma(KTM)

3.Javier Pizzolito(Honda)

4.Quinn Alexis Cody(Honda)

5.Jakub Przygonski(KTM)

Í fjórhjólaflokki voru úrslit dagsins ansi óvænt en Sergio La Fuente(Yamaha) en hann kláraði langsíðastur í fjórhjólaflokki 2011 en það má samt ekki taka það af honum að hann kláraði rallið þá

Annars voru efstu menn þar eftir daginn þessir:

1.Segio La Fuente(Yamaha)

2.Marcos Patronelli(Yamaha)

3.Tomas Maffei(Yamaha)

4.Pablo Sebastian Copetti(Yamaha)

5.Ignacio Casale(Yamaha)

Kv.
Dóri Sveins

Skildu eftir svar