Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Barna og unglingakeppni á Klaustri

Eins og oft áður verður haldin Unglingakeppni á Klaustri þetta árið. Keppni er haldin fyrir 85cc/150cc hjól (12 til 15 ára strákar og stelpur) og algjöra byrjendur

Keppnin verður haldin að Ásgarði Laugardaginn 26 Maí milli 16-18

Mæting/Skoðun/ Prufuhringur á milli 16-17. Ræsing í keppnina er klukkan 17 og keyrt í 60 mínutur.

Hluti af aðalbraut keyrð og hringir verða taldir þannig að það er ekki þörf á neinum tímatökusendi.

Allir fá medalíur. Ekkert skráningargjald.

Vinsamlegast tilkynnið skráningu á Guðbjart í e-mail guggi@flug.is eða í gegnum síma 864-3066.

Kveðja
Stjórn Vík

Keppendalistinn á Klaustri

Ágætu keppendur.

Hér er listinn fyrir Klaustur eins og við höfum náð að skrúfa hann saman. Það hefur gengið töluvert á hvað varðar allra handa breytingar fram að þessu og algjörlega líklegt að eitthvað hafi skolast til.

Margir hafa látið fylgja góðar upplýsingar um meðkeppndur, allt of margir treysta á djúpt innsæi skráningardeildar og jafnvel hugsanalestur. Endilega farið nú yfir þennan lista sem fyrst og ef einhverjar athugasemdir eru,  þá senda strax auðskiljanlegar leiðréttigar á skráning@msisport.is

Setjið í subject póstsins:  Klausturlisti  svo pósturinn skili sér í réttar hendur.

Endilega notið fullt nafn á öllum aðilum og helst kennitölu. Engar langlokur um stöðuna – bara koma sér beint að efninu. Hver er hættur við, Hver flyst hvert o.s.frv. – og láta endilega fylgja hvernig endanlegt lið á að líta út.

Það er voðalega erfitt að átta sig á hver ætlar að gera hvað, þegar menn skrifa t.d.:

„Hæ! Ég er skráður með Didda í TVÍ en, Guddi er í mauki og er hættur við, svo að Silli sem ætlaði að keppa með Gunna pabba sínum, og er að fara til útlanda, tekur hans pláss en svo bætist Doddi í liðið (hann var skráður með Sjonna í fyrra!!) og þá erum við að spá í að vera bara í ÞRÍ.  Nema sko einn fari í JÁRN, þá verður það bara ég og mamma í AFKVÆMA  –  OK?“  😉

Kv. Skráningardeild VÍK

Lesa áfram Keppendalistinn á Klaustri

Brautarstarfsmenn á Klaustri

Undirbúningur fyrir Klausturskeppnina er í fullum gangi. Þeir sem hafa áhuga á að hjálpa til eru meira en lítið velkomnir.

Þeir sem eru áhugasamir um að verða brautarstarfsmenn (Race Police) geta sent póst á palli@emax.is og boðið sig fram. Æskilegt er að starfsmenn komi með sitt eigið faratæki til að nota. Allskonar faratæki eru hentug fyrir þessa starfsmenn, bæði fjórhjól, mótorhjól, trialhjól og jafnvel bara gönguskór.

 

Klaustursnámskeið

Nú býðst frábært tækifæri til að fínpússa tæknina fyrir Klaustur!
Laugardaginn 19. maí mun íslenska landsliðið í ISDE „Six Days“ 2012 halda þriggja tíma námskeið í Enduro tækni með það að markmiði að undirbúa keppendur fyrir Klausturskeppnina sem fer fram um aðra helgi.

Námskeiðið verður haldið á Bolaöldusvæðinu laugardaginn 19. maí á milli kl. 10:00 og 13:00, mæting er við húsið og haldið verður þaðan inn í Bruggaradal þar sem æfingin mun fara fram.

Farið verður um valin svæði sem henta til æfinga fyrir Klausturskeppnina með það í huga að undirbúa þáttakendur fyrir skemmtilegustu keppni ársins.

Meðal þess sem kennt verður:

  • Grunnstillingar á hjóli og ökumanni
  • Startæfingar
  • Beygjuæfingar
  • Bremsun
  • Sitja eða standa
  • Röttar
  • Fara upp/niður moldarbarð

Verð fyrir námskeiðið er 10 þúsund og munu þáttakendur fá ISDE 2012 Team Iceland bolinn við komu á Klaustur.   Allur ágóði rennur í fararsjóð liðsins, meira um keppnina og undirbúning liðsins síðar.

Áhugasamir vinsamlega sendið tölvupóst á agustbjornsson@gmail.com eða hafið samband í s 895 2123.

Lesa áfram Klaustursnámskeið

Myndband frá Flúðum

Sjónvarpsgengið okkar með Magga í fararbroddi hefur gert smá video frá Flúðakeppninni. Njótið:

Úrslit frá Flúðum

Fyrsta og önnur umferðin í Enduro CC fóru fram á laugardag. Aðstæður voru ágætar en einhver rigning náði að mynda smá sleipu í grasinu en keppnin þótti heppnast vel. Titlvörn Kára Jónssonar hófst eins og við var búist, með yfirburðasigri. Daði keyrði einnig vel og Guðbjartur var þriðji í heildina. Hér eru annars úrslitin úr öllum flokkum.
ECC1

  1. Kári Jónsson
  2. Daði Erlingsson
  3. Gunnlaugur Rafn Björnsson

ECC2

  1. Guðbjartur Magnússon
  2. Valdimar Þórðarson
  3. Jónas Stefánsson

Tvímenningur

  1. Baldvin Þór Gunnarsson  og Kristófer Finnson
  2. Gunni Sölva og Atli Már Guðnason
  3. Stefán Gunnarsson og Kristján Steingrímsson

Lesa áfram Úrslit frá Flúðum