Klaustursnámskeið

Nú býðst frábært tækifæri til að fínpússa tæknina fyrir Klaustur!
Laugardaginn 19. maí mun íslenska landsliðið í ISDE „Six Days“ 2012 halda þriggja tíma námskeið í Enduro tækni með það að markmiði að undirbúa keppendur fyrir Klausturskeppnina sem fer fram um aðra helgi.

Námskeiðið verður haldið á Bolaöldusvæðinu laugardaginn 19. maí á milli kl. 10:00 og 13:00, mæting er við húsið og haldið verður þaðan inn í Bruggaradal þar sem æfingin mun fara fram.

Farið verður um valin svæði sem henta til æfinga fyrir Klausturskeppnina með það í huga að undirbúa þáttakendur fyrir skemmtilegustu keppni ársins.

Meðal þess sem kennt verður:

 • Grunnstillingar á hjóli og ökumanni
 • Startæfingar
 • Beygjuæfingar
 • Bremsun
 • Sitja eða standa
 • Röttar
 • Fara upp/niður moldarbarð

Verð fyrir námskeiðið er 10 þúsund og munu þáttakendur fá ISDE 2012 Team Iceland bolinn við komu á Klaustur.   Allur ágóði rennur í fararsjóð liðsins, meira um keppnina og undirbúning liðsins síðar.

Áhugasamir vinsamlega sendið tölvupóst á agustbjornsson@gmail.com eða hafið samband í s 895 2123.

Landsliðið í ISDE 2012 skipa þeir:

 • Kári Jónsson – Nr 46
 • Daði „Skaði“ Erlingsson – Nr 298
 • Jónas Stefánsson – Nr 24
 • Gunnlaugur Rafn Björnsson – Nr 757
 • Haukur Þorsteinsson – Nr 10
 • Ágúst Björnsson – Nr 68

ISDE 2012 fer fram 24-29. september í Þýskalandi, nánari upplýsingar um keppnina er að finna á: http://www.sixdays-germany.de/start_en.php

Að lokum er kynningarmyndband um keppnina hér: http://youtu.be/hzr-69cgnjs

Skildu eftir svar