Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Endúrókeppni á Flúðum á laugardaginn

Smá sýnishorn af aðstæðum

Við hvetjum alla að skreppa í bíltúr á laugardaginn uppí Hrunamannahrepp og fylgjast með endúrókeppninni á Flúðum. Brautin er mjög áhorfendavæn og ekki skemmir fyrir að Kvenfélag Hrunamannahrepps verður með veitingasölu á svæðinu milli 11:00 og 15:00 en pönnsurnar þeirra eru náttúrulega heimsfrægar. Til að finna svæðið má sjá hér fyrir neðan kort að svæðinu og brautinni í nokkrum útgáfum.
Endúrónefndin lofar okkur skemmtilegri braut með góðu flæði, þeir eru þó til í aðstoð við brautargæslu og þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Gugga eða Einar Sig.

Alls eru 95 skráðir í keppnina
Lesa áfram Endúrókeppni á Flúðum á laugardaginn

Endurokeppni að Flúðum 12 Maí

Nú þegar 1. umferð á Íslandsmótinu í Motocrossi er lokið þá er undirbúningur fyrir 1. umferð Enduro CC í fullum gangi hjá Enduronefnd Vík ásamt heimamönnum. Það er að mörgu að hyggja hjá okkur VÍK mönnum þennan mánuðinn, en klúbburinn stendur fyrir 3 keppnum í þessum mánuði.
Lokahönd á merkingu Brautarinnar að Flúðum verður lögð núna í vikunni og svo er bara eftir að semja við veðurguðina góðu um að sannkallað Flúðaveður verði á keppnisdag.
Landið sem keppt er í tilheyrir bæ sem heitir Reykjadalur og er um 7-8 km frá Flúðum.
Það er okkar von í stjórn VÍK að framtak þetta hjá Flúðastrákunum að fá þetta land undir keppnina verði gott innlegg í keppnishaldið í Enduro CC þar sem að gott keppnisland er forsenda þess að keppnirnar verði skemmtilegar og spennandi fyrir alla.
Við viljum minna fólk á að skrá sig tímanlega á msisport.is. Skráningarfresturinn er til 21:00 núna á þriðjudagskvöldið, annað kvöld, og við hvetjum sem flesta hjólara til að vera með í þessu. Þessi keppni er tilvalin upphitun fyrir þá fjölmörgu sem ætla að vera með á Klaustri 27. Maí.
Meðfylgjandi video sýnir hluta brautarinnar sem keppt er í að Flúðum.
Lesa áfram Endurokeppni að Flúðum 12 Maí

Endurókeppni 12.maí

Stund milli stríða í brautarlagningunni

VÍK hefur í samráði við áhugasama hjólara á Flúðum og fleiri fengið til afnota skemmtilegt keppnissvæði fyrir 1. umferðina í  Enduro Cross Country sem fram fer þann 12. maí.

Enduronefnd Vík ásamt Stjórn og heimamönnum fóru í gær og lögðu brautinna og er óhætt að segja að svæðið hafi boðið upp á mjög skemmtilega möguleika.

Brautin er góð blanda af grasi, börðum, skurðum, crossbraut og smá þúfukafla sem eiga öruglega eftir að vera mörgum keppendanum skemmtileg þolraun. Svæðið er nánast grjótlaust fyrir utan malarnámu sem keyrt er yfir en aðstaða til keppni er eins og best verður á kosið þar sem að pittur og start verða á grasbletti.

Brautinn sjálf er ekki mjög löng sirka 6-7 km og alls ekki hröð. Hún er einnig mjög áhorfendavæn þar sem að stór hluti hennar er innan seilingar við pittsvæðið.

Um leið og við þökkum heimamönnum og þeim sem hafa komið að þessu með okkur þá skorum við á áhugasama Enduronörda að taka þátt í þessu með okkur og skrá sig tímalega á heimasíðu MSÍ,en þessi keppni bíður t.d. upp á tvímenningskeppni sem er mjög sniðug fyrir t.d. þá sem ætla að keppa á Klaustri.

Við bendum einnig á það að í alla flokka nema A-Flokk þarf ekki að eiga tímatökusendi, það er notuð bóla.

Lesa áfram Endurókeppni 12.maí

Síðasti skráningardagur fyrir Klaustur

Í dag er síðasti möguleikinn til að skrá sig í Trans Atlantic Off-Road challenge á Klaustri. Aðstæður á Klaustri eru uppá sitt besta og hvetjum við alla til að skrá sig og taka þátt í því frábæra ævintýri sem þessi keppni er.

Skráning er HÉR

Farið varlega um landið!

Rekstrarstjóri Bláfjalla og góðvinur mótorhjólamanna hafði samband í morgun og vildi koma ábendingu á framfæri um að hjólamenn færu varlega um landið. Eftir helgina sjást för á viðkvæmum stað ofan við brekkuna á veginum upp í Bláfjöll. Þar hafa hjólamenn verið á ferð í snjó ofan við Sandfellið upp á Bláfjallaveg en lent í vandræðum og farið út í mosann. Förin sjást vel frá veginum og eru hjólamönnum til skammar, því miður. VÍK vill því árétta að menn haldi sig á slóðum og löglegum svæðum og beri virðingu fyrir náttúrunni og öðru útivistarfólki. Utanvegaakstur kemur okkur öllum illa 🙁

Ertu í vafa? Horfðu á þetta

Ertu í vafa um hvort þú eigir að nenna að keppa á Klaustri… horfðu á þetta