Greinasafn fyrir flokkinn: 35+

Fréttir fyrir 35 ára og eldri

Söfnun / Kennsla fyrir Reykjadal

Joikef #177, Gylfi #9,ásamt Kára #46, ætla að standa að söfnun fyrir krakkana í Reykjadal. þriðjudaginn 17.ágúst. á Sólbrekkubraut.

Einnig munum við notast við fjórhjólabrautina sem enduro æfingarsvæði sem Kári mun sjá um, ekkert gjald verður heldur vonumst við eftir frjálsu framlagi sem rennur allt til krakkana í Reykjadal.

Kennslan er klukkutími í senn, kl. 17,18,19,20 og mögulega lengur ef mæting verður framar vonum.

VÍR ætlar að leggja þessu málefni strákanna lið og í stað þess að kaupa brautarmiða greiðið þið andvirði þeirra við komuna og rennur það óskipt ásamt frjálsa framlaginu til krakkana í Reykjadal.

Við vonumst til að sjá sem flesta, því málefnið er gott !!!

Kv VÍR .

Sigurvegarar í viðbótarflokkum

Í Klausturskeppninni taka flestir þátt í tvímenningnum og einnig eru veitt verðlaun fyrir þrímenning.
Mikil spenna er hins vegar á hverju ári fyrir „Járnkarlinum“ sem er flokkur þeirra sem keppa einir.
Einnig er keppt í nokkrum viðbótarflokkum – nefnilega:
Afkvæmaflokki og   Oldboys/girls-flokki (+90) ásamt svo Kvennaflokki.
Í kvennaflokki var svo ein „Járnfrú“.   Það verða vonandi að fleiri konur sem feta í fótspor Karenar Arnardóttur að ári, sem kláraði 12 hringi ein síns liðs.

Í Afkvæmaflokki voru efst þessi:
(ATH.  Hér voru röng úrslit gefin upp í upphafi.  Þau hafa verið leiðrétt og eru viðkomandi beðnir afsökunar á því.)

1 sæti:  Haukur Þorsteinsson og  Aníta Hauksdóttir
2 sæti:  Guðbjartur Stefánsson  og  Arnar Ingi Guðbjartsson
3 sæti:   Andrés Hinriksson  og  Gylfi Andrésson

Í Oldboys/girl-flokki voru þessir efstir:

1 sæti:  Stefán Gunnarsson  og  Kristján Steingrímsson
2 sæti:  Reynir Jónsson  og  Þorvarður Björgólfsson
3 sæti:  Grétar Sölvason  og  Árni Stefánsson

Við óskum þessum afbragðs keyrurum til hamingju með árangurinn.
Verðlaunaafhending í viðbótarflokkum (1, 2 og 3 sæti) verður auglýst síðar.
Vonandi sjáum við þessa flokka stækka á næstu árum.  Þeir eru nefnilega eitt af mörgu sem  gefur  þessari frábæru keppni lit.

Lesa áfram Sigurvegarar í viðbótarflokkum

Áritun í Kringlunni í dag kl 16

Ragnar Ingi á hátindi ferilsins

Í tilefni af 30 ára farsælum keppnisferli mun Ragnar Ingi Stefánsson, nífaldur Íslandsmeistari í Motocross gefa góð ráð og veita eiginhandaráritanir í Kringlunni kl. 16 í dag á annarri hæð fyrir framan Hagkaup. Einnig mun Ragnar fara yfir ferilinn í máli og myndum, stilla sér upp í myndatökur og gefa plaköt og póstkort.

Missið ekki af einstöku tækifæri til þess að hitta eina af skærustu stjörnu Íslands í eigin persónu.

Smá flassbakk frá Klaustri 2002

Hér er smá video frá jaðarsportþættinum Ljóshraða sem Bjarni og Jói Bærings voru með á Skjá einum í gamla daga. Árið er 2002 og umræðuefnið er Trans-Atlantic off road challenge.
[flv width=“384″ height=“284″]/video/mxtv/16/TORC2002.f4v[/flv]

Gamlar myndir úr Eyjum

Eyjapeyjinn Sæþór Gunnarsson birti nýjar myndir á blogginu sínu um daginn. Þetta eru eldgamlar myndir frá því karlmenn kepptu á 500cc tvígengis árin 1984 og 85. Kíkið hér