Greinasafn fyrir flokkinn: 35+

Fréttir fyrir 35 ára og eldri

OLD BOYS Í KVÖLD!!!!!!! JÁ SÆLL ÞETTA ER FRÉTT…..

Uppfærsla:

Ég ruslaðist upp í Mosóbraut í gærkvöldi til að horfa á og læra af hinum rómuðu kempum sem höfðu dustað rykið af tuggunum og gírnum. Mætingin var flott og keppnisskapið hafði verið tekið með 🙂 .

Mættir voru: Varði – myndó, Keli – formó, Reynir – járnkarl, Haukur – unglamb, Einar – krassi,  Siggi – lopi, Steingrímur – fiskur, Pétur – Harði og einhver unglömb sem ekki komast ennþá í heldrimannahópinn. ( +40 )  

Þetta var alvöru æfing, það voru tekin stört, það voru tekinn blokkpöss, það voru tekin risastökk, það voru tekin risaskrubb, og til að kóróna allt þá voru líka tekin vipp. En reyndar er allt, sem er upptalið, það sem mönnum fannst þeir vera að gera 🙂 . Varði virðist ekki hafa gleymt neinu, amk ekki keppnisskapinu, hann var konungur dagsins. Það er spurning um kombakk hjá kappanum til að sýna þessum kjúkklingum hvernig á að gera þetta. Reynir „Járnkarl“ var ótrúlega öflugur og virðist járnaruslið í honum ekki vera til trafala. Einar „Krassi“ krassaði ekkert og virðist ætla sér að hrista af sér þetta viðurnefni.

Hamingjan var svo mikil hjá köppunum, eftir æfinguna, að það var ákveðið að hafa OLD BOYS æfingar á þriðjudögum og fimmtudögum kl 18:00 núna í september. Eða á meðan birtan endist.

Ég er búinn að heyra af köppunum núna í morgun og menn eru stirðir og strengir á ýmsum stöðum sem þeir héldu að væru engir vöðvar. EN þetta var GAMAN.

Lesa áfram OLD BOYS Í KVÖLD!!!!!!! JÁ SÆLL ÞETTA ER FRÉTT…..

Eyþór sigraði í Bolaöldu

3846991172_3976cd7bb7
Eyþór Reynisson sigraði í gær. Fleiri myndir á www.dalli.is

Eyþór Reynisson gerði sér lítið fyrir og sigraði í síðustu umferð Íslandsmótsins í Bolaöldu í gær. Eyþór er aðeins 16 ára gamall og ekur á minna hjóli en þeir sem hafa verið í baráttunni í Opna flokknum. Eyþór var í öðru sæti í öllum þremur motounum en keppinautar hans voru ekki eins stöðugir og því fór sem fór. Eyþór er líklega sá yngsti sem vinnur Íslandsmeistarakeppni í motocrossi.

  1. Eyþór Reynisson    22+22+22=66
  2. Einar Sverrir Sigurðarson 20+20+25=65
  3. Aron Ómarsson    15+25+20=60  Íslandsmeistari
  4. Gunnlaugur Karlsson 25+18+14=57
  5. Ásgeir Elíasson    16+16+16=48

Aron Ómarsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir fyrsta motoið þar sem hann var með gott forskot fyrir þessa keppni. Hann átti möguleika á að vinna sumarið með fullt hús stiga eftir að hafa unnið öll 12 motoin sem búin voru en það náðist ekki að þessu sinni. Aron féll a.m.k. tvisvar í fyrsta motoinu og náði aðeins fimmta sæti en það var Gunnlaugur Karlsson sem vann sitt fyrsta moto á ferlinum. Einar S. Sigurðarson náði að sigra síðasta mótó ársins í titilvörn sinni en það dugði ekki til eins og áður sagði.

Úrslit í öðrum  flokkum

Lesa áfram Eyþór sigraði í Bolaöldu

Gamla hjólið hans Steve McQueen selst á góðan pening

 

Triumph Bonneville Desert Sled sem Steve McQueen átti
Triumph Bonneville Desert Sled sem Steve McQueen átti

Í vikunni voru tveir af gripum Steve McQueen seldir á góðan pening á uppboði í Kaliforníu. Alþjóðlega keppnisskírteinið hans var selt á rúmar 5 milljónir íslenskar og gamla hjólið hans var selt á um 11 milljónir.

Steve McQueen er líklega mesti töffari sögunnar, allavega mesti motocross töffari sögunnar. Hann var alvöru Kaliforníu gaur sem keppti um hverja helgi. Hann þurfti að keppa undir dulnefni þar sem samningar hans sem mesta kvikmyndastjarna síns tíma voru allir með klausu um að hann mætti ekki snerta mótorhjól. Lesa áfram Gamla hjólið hans Steve McQueen selst á góðan pening

Smá nostalgía

Þórarinn Jóhannsson sendi vefnum þessa skemmtilegu mynd af gömlum Dakar í góðum gír. Þessi 600cc hjól voru vinsæl á Íslandi nokkrum árum fyrir aldamótin seinustu og mátti ósjaldan sjá þau upp um fjöll og firnindi.


Horn í horn video

Hér má sjá 3 video frá Horn í horn túrnum hans Einars Sverrissonar. Svavar Kvaran félagi Einars setti klippti myndirnar um túrinn. Smellið á (more…) hér fyrir neðan til að sjá hina tvo þættina.

3. Þáttur af Horn í Horn – Túrinn

Þriðji og síðasti hluti seríunnar þar sem sagt er frá túrnum
Allt gekk upp eins og best var á kosið og landið þverað á rúmum 15 klst.

Lesa áfram Horn í horn video

35+ keppni 20.sept

VÍR hefur ákveðið að halda „skemmti“ bikarkeppni 20.sept í Sólbrekku. Keppt verður í tveimur flokkum:
1) 35 ára og eldri (þeir sem hafa ekki verið að keppa lengi).
2) 250f/125 hjól allur aldur nú á að sjá hvort mx1 gaurar taka mx2 strákana

nánar auglýst síðar