Skráning á VÍK námskeið sumarið 2010

Skráning á námskeiðin sem VÍK stendur fyrir í sumar er hafin:
Hér er frétt um námskeiðin

Sérnámskeið

Þetta er námskeið fyrir alla þá sem vilja bæta hraða og tækni sína á hjólinu. Á námskeiðinu verður farið í helstu tækniæfingar á hjólinu, viðhald á hjólinu sem og þrekæfingar. Hámarksfjöldi á þessu námskeiði er 6 manns. Námskeiðin fara fram á mánudögum og miðvikudögum og verða allir iðkendur sóttir og skutlað heim aftur ásamt hjóli og öllu sem því fylgir.
Skylda á þessu námskeiði er:

  • Vera að keppa á Íslandsmótinu í sumar
  • Hafa áhuga og vilja ná árangri

Áhugasamir vinsamlegast senda póst á namskeid@motocross.is

Byrjendanámskeið

Byrjendanámskeiðin verða frá 17:00-18:00 alla mánudaga frá 31. maí til 30. ágúst. Hámarksfjöldi á þessi námskeið er 20 manns. Þessi námskeið eru fyrir alla þá sem eru nýbúnir að fá sér hjól og vantar alhliða aðstoð á hjólinu. Gunnlaugur og Helgi Már munu sjá um kennslu á þessu námskeiði.
Verð fyrir þetta námskeið er 12.000 kr fyrir mánuð, eða 30.000 kr fyrir allt sumarið en þar er árskort í Bolaöldu og Álfsnes innifalið.*
Skráning fer fram hér fyrir neðan.

Krakkanámskeið 50-65cc

50-65cc námskeiðin verða frá 18:00-19.30 alla mánudaga og miðvikudaga frá 31. maí til 1. september. Hámarskfjöldi á þessi námskeið er 20 manns. Gulli og Helgi Már munu sjá um kennslu á þessu námskeiði.
Verð fyrir þetta námskeið er 10.000 kr fyrir mánuð, eða 25.000 kr fyrir allt sumarið en þar er árskort í Bolaöldu og Álfsnes innifalið.*
Skráning fer fram hér fyrir neðan.

Krakkanámskeið 85-150cc

85-150cc námskeiðin verða frá 19:30-21:00 alla mánudaga og miðvikudaga frá 31. Maí til 1. September. Hámarskfjöldi á þessi námskeið 20 manns. Gulli og Helgi Már munu sjá um kennslu á þessu námskeiði.
Verð fyrir þetta námskeið er 12.000 kr fyrir mánuð, eða 30.000 kr fyrir allt sumarið en þar er árskort í Bolaöldu og Álfsnes innifalið.*
Skráning fer fram hér fyrir neðan.

*Ef námskeiðin fyllast þá ganga þeir sem panta allt sumarið fyrir.

Hægt er að nota frístundakort Reykjavíkurborgar fyrir öll námskeiðin.

Skráning er hafin hér:

[contact-form 4 „Skráning í Motocrossnámskeið 2010“]

Skráningin verður virk við millifærslu. Vinsamleg millifærið upphæðina á reikning VÍK (að frádregnu Frístundakorti ef þið hafið það) og merkjið kennitölu iðkanda sem tilvísun. Best væri að senda kvittun fyrir millifærslu á namskeid@motocross.is (eða prenta út og koma með á fyrstu æfingu):
Reikningsnúmer er: KT: 480592-2639 Banki: 537-26-501101

Ein hugrenning um “Skráning á VÍK námskeið sumarið 2010”

  1. Ég skráði mig á skyndihjálparnámskeið í febrúar… hvenær ætli að það verði haldið? 😉

Skildu eftir svar