Six days byrjar á mánudaginn

ISDE Six days keppnin byrjar á mánudaginn. Íslenska liðið er mætt á svæðið og undirbúningur á fullu. Einn meðlimur íslenska liðsins er Jónas Stefánsson og er hann hrikalega duglegur að blogga um hvað er í gangi.

Kíkið á bloggið hans, jonni.is, og sjáið hvað er að gerast hjá liðinu

hér er svo Facebook síða liðsins

Suzuki test day

Sunnudaginn næsta, 23.September ætlar Suzuki liðið að vera með Suzuki test dag! Við liðsmenn Suzuki liðsmenn ætlum að bjóða öllum þeim sem vilja, til að koma og eyða með okkur góðum degi í MotoMos þar sem við verðum með til reynslu aksturs Suzuki 125 2t, 250 2t, 250F og 450F. Herlegheitin hefjast klukkan 13:00 og stendur til 15:00. Vonumst til þess að sjá sem flesta 🙂

Balli mætir einsog alltaf og sléttir og lagar brautina, svo hún verður í topp standi á sunnudaginn.

Kv, Team Suzuki!

Lokahóf MSÍ 10.11.2012

Það er rétt að minna á að lokahóf MSÍ verður haldið í Rúbin 10. nóvember n.k.
Munið að taka þennan dag frá fyrir skemmtilegasta partý ársins.

Frábær krakkakeppni!

Mjög vel heppnuð krakkakeppni fór fram á svæðinu okkar við Bolaöldu í gær og voru keppendur um 25 talsins. Mikið var um tilþrif og skemmtu sér allir konunglega. Veturkonungur minnti þó aðeins á sig og var orðið frekar kalt undir það síðasta en grjótharðir keppendur létu það ekki á sig fá…

Viljum við þakka öllum sem mættu og hjálpuðu okkur á keppninni, en þó sérstaklega Pálmari fyrir allt því án hans væri keppnin ekki eins glæsileg og raunin var, en einnig viljum við þakka Palla yfirgrillara sem sá til þess að enginn færi svangur heim! Jafnframt viljum við þakka þeim sem gáfu verðlaunin okkar sem voru ekki af verri endanum, en það eru: Dominos, Metro, Sena, Vífilfell og Myndform.

Æfingar halda áfram og er næsta æfing á morgun miðvikudag kl 18 fyrir 50/65cc og kl 19 fyrir 85 og stærri. Hvetjum alla sem mættu á keppnina (og hina sem ekki mættu) til að mæta á æfinguna og vera með okkur, því þetta snýst einnig um félagsskapinn sem fylgir þessu 🙂

Æfingar verða svo einnig í vetur og verðum við úti eins lengi og við getum og förum svo inn í Reiðhöllina.

Hlökkum til að sjá sem flesta á morgun!

Kveðja,

Gulli og Helgi Már

Púkakeppni í kvöld!

Í kvöld er síðasta púkakeppni sumarsins, það er frábært veður og frábær verðlaun í boði og fáum okkur svo grillaðar pylsur í lok keppnar. Hlökkum til að sjá sem flesta í kvöld.

Gulli, Helgi Már & Pálmar

Bolaöldubrautir í flottu standi

Garðar er búinn að vera að fínpússa brautirna alla vikuna og er ástandið á þeim eftir því gott. Um að gera að nýta sér góða verðið sem stefnir í um helgina, gæti þess vegna fryst eftir helgi.

Munið eftir miðum eða árskortum Á HJÓLINU.

Brautarstjórn.

Bolalada