Vefmyndavél

Frábær krakkakeppni!

Mjög vel heppnuð krakkakeppni fór fram á svæðinu okkar við Bolaöldu í gær og voru keppendur um 25 talsins. Mikið var um tilþrif og skemmtu sér allir konunglega. Veturkonungur minnti þó aðeins á sig og var orðið frekar kalt undir það síðasta en grjótharðir keppendur létu það ekki á sig fá…

Viljum við þakka öllum sem mættu og hjálpuðu okkur á keppninni, en þó sérstaklega Pálmari fyrir allt því án hans væri keppnin ekki eins glæsileg og raunin var, en einnig viljum við þakka Palla yfirgrillara sem sá til þess að enginn færi svangur heim! Jafnframt viljum við þakka þeim sem gáfu verðlaunin okkar sem voru ekki af verri endanum, en það eru: Dominos, Metro, Sena, Vífilfell og Myndform.

Æfingar halda áfram og er næsta æfing á morgun miðvikudag kl 18 fyrir 50/65cc og kl 19 fyrir 85 og stærri. Hvetjum alla sem mættu á keppnina (og hina sem ekki mættu) til að mæta á æfinguna og vera með okkur, því þetta snýst einnig um félagsskapinn sem fylgir þessu 🙂

Æfingar verða svo einnig í vetur og verðum við úti eins lengi og við getum og förum svo inn í Reiðhöllina.

Hlökkum til að sjá sem flesta á morgun!

Kveðja,

Gulli og Helgi Már

Leave a Reply