Ferðaskýrsla

höfundur: Haraldur Ólafsson

Hálendis- og vatnaæfing enduro.is 11. og 12. ágúst 2001

Laugardaginn 11.ágúst lögðu 6 enduro-hetjur upp í æfingartúr um hálendi Íslands. Fimm hjólamenn og einn bílstjóri á trússbíl.Hetjurnar 6 voru þeir;

  • Haraldur Ólafsson (KTM 520 EXC),
  • Sveinn Markússon (Husaberg 501 FE),
  • Kjartan Kjartansson (Gas Gas 300 EC),
  • Árni Ísberg (Husaberg 400 FE),
  • Páll Ágúst Ásgeirsson (KTM 400 EXC).
  • Guðmundur Bjarnason (ISUZU Troper turbo intc, 38´)

Ferðin hófst við Hrauneyjar og var ekið af stað kl 13:30. Ekki tókst öllum að komast klakklaust af stað. Hjólið hans Sveins var með einhver leiðindi við eigandann, eftir margar gangsetningar og jafn margar ádrepslur var ákveðið að opna blöndunginn. Kom þar í ljós að Sveinn drekkur ekki einn þegar hann læðist út í bílskúr, blöndungurinn var nefnilega fullur af Holsteinbjór, Sveinn sagði reyndar hann vera fullan af vatni. Eftir að runnið hafði af Holsteinbergnum gekk hann eins og í sögu og BergSveinn vatni gat haldið áfram. Lesa áfram Ferðaskýrsla

Áverkar í enduro

höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Áverkar í Endurokeppnum .

Í september 1996 var haldin fyrsta Endurokeppnin (sérleið við Litlu Kaffistofuna)sem ég starfaði við. Í þessa keppni mættu 27 keppendur og af þeim slösuðust tveir (viðbeinsbrot og brákaður hriggur). Meðalhraði sigurvegara var 60, km á kl.

Keppni 2. September 1997 (sérleið við Litlu Kaffistofuna) mættir voru 35 keppendur og af þeim rifbeinsbrotnaði 1 keppandi. Meðalhraði sigurvegara var 56 km, á kl. Lesa áfram Áverkar í enduro

Lokaúrslit frá Ólafsvík

Handtalning á úrslitum úr Moto 1 á Ólafsvík hafa nú borist frá Florida og liggja niðurstöður fyrir.  Sjá úrslit frá Ólafsvík 30 júní.

Úrslit frá Svalbarðseyri

Úrslit hafa borist vefnum frá Svalbarðseyri og hafa þau verið birt hér

Engar fréttir

Engar fréttir né úrslit hafa borist vefnum frá motocrossinu á Svalbarðseyri. Ekki náðist að birta tilkynningu um beina útsendingu á skjá einum í gær og er beðist velvirðingar á því. Það er mikilvægt að allir sem og liðin sendi inn alla fréttapunkta, heyrst hefur og kjaftasögur svo hægt sé að halda þessu lifandi.

Arngold kominn í gang

Fyrir þá sem ekki hafa fylgst með framgangi Argnolds hér á síðunni þá er Argnold borinn og fæddur hjá Vélhjól og Sleðar. VHS tók sig til fyrr í sumar og hóf verkefni sem strax fékk nafnið Argnold. Argnold er Kawasaki KX250 þar sem mótorinn var látinn fjúka og mótor úr KX500 settur í staðinn. Tilkynning frá VHS barst vefnum um að Argnold væri kominn í gang.

Þegar Argnold fór í gang stóðu margir þöglir og biðu eftir þrumuveðri eða einhverju sérstaklega dularfullu. Það varð reyndar hellt verulega úr fötunni þetta kvöld. Sem betur fer eftir testið. Hópurinn sem fylgdist með sagði ekki orð, nema þegar Raggi fór af stað í annað skiptið með Argnold heitann. Þegar hann setti í 3ja og opnaði, heyrðist: Hmm! Það hann greinilega tekur á! Þá var 10m svart strik eftir Argnold á götunni og karlinn farinn á afturdekkinu. It’s ALIVE!!!!!

Nú er bara að bíða og sjá. Séð utanfrá VHS virtist sem verkefninu væri hrint af stað vegna óánægju Ragga með eigin framgöngu í keppnum. Meðan á smíðinni hefur staðið hefur Raggi hinsvegar tekið sig hressilega á og er farinn að skila liði VHS topp árangri. Spurningin síðan hvort Raggi haldi því striki áfram eða hætti árangri sínum með því að stökkva upp á Argnold?

Bolalada