VHS hjólatúr – útlendingar

Kistufellstúrinn er nú í fullum undirbúningi hjá Vélhjól og Sleðar.  Gert er ráð fyrir einhverjum útlendingum og er mikill hasar í gangi.  Sjá nánar áwww.biker.is

Nýtt húsnæði og Argnold

Vélhjól og Sleðar hafa skrifað undir kaupsamning að nýju húsnæði við Funahöfða 19 og munu flutningar eiga sér stað í næsta mánuði.  Á sama tíma er Argnold, hinn nýji KX+ að gangast undir prófanir.  Sjá nánar fréttavef www.biker.is.

Flottur ferðatúr

Hetja síðustu helgi er ekki Hakkinen heldur Karl Gunnlaugsson.  Ef einhverjum tekst að ota góðum hjólatúr í sjónvarpið þá er það hann.  Hjólamenn kipptust til í sófanum þegar fréttin birtist og jafnóðum rifjuðu upp hina svæsnustu hjólatúra sem þeir hafa sjálfir lennt í.  Einhvernveginn varð himininn heiðskýr og og birti vel til í þessum litla hjólaheimi og vonandi að umfjöllum fjölmiðla verði eins jákvæði og var nú um helgina.  Stórt myndasafn hefur verið birt áwww.ktm.is úr þessum túr og vill vefstjóri minna menn á að gera meira af þessu.  Þeir sem ekki hafa tækifæri á að birta myndir og frásögn skulu einfaldlega sníða þetta til í tölvunni og senda sem fréttaskot.  Athygli skal vakin á að myndasafnið inniheldur nokkra appelsínuhúðaða „berga“ sem eru ekki við hæfi barna 🙂

Nýr linkur

Aron Reynis fann flottan link.  Nú er greinilega kominn tími til að bæta við einhverjum nýjum linkum inn á „linka“-síðuna.  Ekki hefur verið eitt neinu púðri í þá síðu né sumar aðrar sem tengjast þessum vef.  Líklega sjáum við einhverjar breytingar með haustinu en allavega þá er nýjasti linkurinnhttp://motorcyclestuff.start4all.com/ og hvet ég alla til að senda inn góða linka ef þeir finna.

Pælingar Steina Tótu

Eitthvað er Steini að velta fyrir sér motocrossinu og það hvenær feita konan springur.    Sjá vef www.biker.is.

Tafir / Fréttaskot / Villur

Þessa dagana hafa orðið smá tafir á því að upplýsingar birtast á vefnum.  Umsjónarmaður er í sumarfríi og skemmtir sér konunglega í sól og heiðríkju og „nennir“ ekki alltaf að athuga póstinn sinn.
Fréttaskot / Heyrst hefur berast vefnum frá ýmsu aðilum.  Þessi texti er tekinn beint („copy/paste“) og reynt er að leiðrétta þær stafsetningarvillur sem blasa við.  Hjólamaður sendi inn „Heyrst hefur…“ um að Haukur og Þór hafi farið með 6 sveita enduró… (10.07.01)  eins og sést hér til hliðar.  Leiðrétting barst vefnum hinsvegar í gær þar sem fram kemur að þetta á að vera „sveitta enduró“ en ekki „sveita enduró“.  Vefstjóri telur hinsvegar enga þörf á leiðréttingunni þar sem hvort heldur á vel við.

Bolalada