Áverkar í enduro

höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Áverkar í Endurokeppnum .

Í september 1996 var haldin fyrsta Endurokeppnin (sérleið við Litlu Kaffistofuna)sem ég starfaði við. Í þessa keppni mættu 27 keppendur og af þeim slösuðust tveir (viðbeinsbrot og brákaður hriggur). Meðalhraði sigurvegara var 60, km á kl.

Keppni 2. September 1997 (sérleið við Litlu Kaffistofuna) mættir voru 35 keppendur og af þeim rifbeinsbrotnaði 1 keppandi. Meðalhraði sigurvegara var 56 km, á kl.

Keppni 3. Fyrsta íslandsmótið í Enduro. Keppnisstaður við Jósepsdal og ekið var í hringi. Keppandafjöldi var 31. Af þeim slasaðist 1 sem braut rifbein. Meðalhraði sigurvegara var 42 km á kl.

Keppni 4 Ketilás í Fljótum. Keppendur 22. Braut var þröng og lá um votlendi, þúfur og vegslóða.Eknir voru 7 hringir. Slasaðir keppendur 4 (bringubein, viðbein, rifbein og putti). Meðalhraði sigurvegara 39 km, á kl.

Keppni 5. Hringjakeppni við Húsmúla.Eknir voru 4 20 km hringir. Keppandafjöldi 36. 1 keppandi slasaðist (viðbein). Meðalhraði sigurvegara 52 km á kl.

Keppni 6. Fyrsta keppnin í Þorlákshöfn 1999.Eknir voru 7 hringir Keppendur 37. Engin meiðsli á keppendum. Meðalhraði sigurvegara 52 km, á kl.

Keppni 7. Snæfellsnes, 3 sérleiðir. Keppandafjöldi 37. Allir heilir. Meðalhraði 38 á sigurvegara.

Keppni 8 Hringjakeppni við Lyklafell eknir hringir 14.. Keppendur 39. Allir heilir. Meðalhraði 35 km,á kl.

Keppni 9 Hringjakeppni í Þorlákshöfn vorið 2000 ekið var í 3 klukkutíma. Keppandafjöldi 60 . Tveir slösuðust (brákuð hendi og viðbein). Meðalhraði sigurvegara 49 km, á kl.

Keppni 10: Snæfellsnes 2000. Tvær sérleiðir engin meiðsli og 70 keppendur meðalhraði um 41..

Keppni 11: Við Jósepsdal keppandafjöldi 64.Hringjakeppni í 3 klukkutíma. Einn rifbeinsbrotnaði. Meðalhraði sigurvegara var 37 km, á kl.

Keppni 12: Þorlákshöfn 2001. Keppandafjöldi 91.Keppt var í 2 riðlum annarsvegar í 2 tíma og hinsvegar í 1 klukkutíma í öllum keppnum 2001. Einn braut viðbein og annar marði nýra í þessari fyrstu keppni sumarsins. Meðalhraði sigurvegara 48 km á kl.

Keppni 13. Húsmúli 2001. Keppandafjöldi 81. Allir heilir. Meðalhraði sigurvegara 36 km, á kl.

Keppni 14: Hella 2001. Keppandafjöldi 85. Engin meiðsl. Meðalhraði 39 á sigurvegara.

Eftir 14 keppnir hafa 678 keppendur keppt til samans af þeim hafa 13 keppendur tilkynnt til keppnisstjórnar meiðsli eða rétt um 2% keppanda slasaðir. Það vekur hinsvegar athygli að í síðustu 9 keppnum hafa aðeins 4 brákað bein í þessum 9 síðustu keppnum voru 564 keppendur og er þá meiðslatíðni um 0,8% í keppnum.

Frá 1996 hefur VÍK hert skoðunarreglur og öriggisbúnaður hefur stórbæst og fjöðrun hjólanna. Það sem var að gera meiðsli upphafi svona mikil var að verið var að leggja brautir of hraðar og í of hættulegu landslagi. Eftir að við fórum að fá betra svæði fyrir keppnir urðu meiðsli minni. Því hægari sem keppnirnar eru virðist minni hætta á því að keppendur slasi sig einnig að síðustu 9 keppnir hafa verið fremur hægar og í góðu landslagi.

Eftir að hafa skoðað hvert slys fyrir sig virðist hættan vera mest þegar verið er að hæja ferð mikið niður fyrir beygju eða aðra hægfara þraut, en yfir 50% meiðsla voru við svoleiðis aðstæður. Næst á eftir kom “krass” á hröðum beinum kafla þar sem keppendur oftast óku á stein sem þeir sáu ekki eða eitthvað annað óvænt. Allir þessir óheppnu keppendur hafa náð sér að fullu þegar þetta er ritað. Reikjavík 22.09.2001.

Hjörtur Leonard Jónsson keppnisstjóri í 11 keppnum og aðstoððarkeppnisstjóri í hinum 3 keppnum.

Skildu eftir svar