Hella

Hella hefur upp á ýmislegt að bjóða.  Tilvalið er að gista á Hellu föstudagsnóttina til að geta tekið laugardagsmorguninn mjög snemma.  Æfingar eru leyfðar fram til kl. 11 fyrir þá keppendur sem hafa greitt skráningargjaldið.  Ókeypis er fyrir áhorfendur og er tilvalið að fylgjast með æfingum.  Sjá nánar á www.rang.is

Skrautlegir búningar

Svo virðist sem hluti keppenda hafi tekið stefnuna á verðlaunin fyrir mestu tilþrifin.  Sérsaumaðir fígúru-búningar, skraut á hjálma, superman skikkjur, vængir á hjólin ásamt einu og öðru verður notað til þess að auka forskotið fyrir tilþrifa-verðlaunin.  GM.

Auglýsing fyrir keppnina

Verið er að mála öll bæjarfélög með auglýsingum.  Hannaðar hafa verið tvær A4 auglýsingar sem á að hengja upp í öllum verslunum og sjoppum.  Menn eru eindregið hvattir til að prenta þetta út og hengja þetta upp sem víðast.  Hver veit nema okkur takist að koma þessum auglýsingum í allar sjoppur og verslanir á Stór-Reykjavíkursvæðinu og nágrannasveitir svo ekki sé talað um Suðurlandið.  Gefinn er kostur á tveimur auglýsingum ef litaauglýsingin prentast illa.

Enginn aðgangseyrir

Enginn aðgangseyrir verður innheimtur að Brekkuklifrinu, mýrarspyrnunni og krakkacrossinu.  Keppnin hefst klukkan 13.  GM.

Greiðsla skráningargjalds

Skráningarfrestur rennur út annaðkvöld kl. 21:00.  Hægt er að greiða skráningargjaldið með því að leggja inn á reikning 0327-26-3450, kt. 691200-3450 í eigu VÍH v/Helluhraun í Hafnarfirði.  Ekki er þörf á að láta senda kvittun.  Þeir sem ekki nenna í banka eða hafa ekki net-banka geta komið við á smurstöðinni Pennzoil sem er við Helluhraun í Hafnarfirði.  Opnunartími þar er 9-12 og 13-18 í dag en á morgunn, þriðjudaginn, verður opið til 21:00.  Keppnisgjald er 3000 kr.

Þeir sem hafa greitt skráningargjaldið verður frjálst að mæta upp á Hellu deginum fyrr eða snemma á laugardagsmorgunn.  Er þeim frjálst að æfa sig fram til klukkan 11 á laugardagsmorgunn.  Hafi skráningargjaldið ekki verið greitt eru þeir dæmdir úr leik samstundis.  GM.

Hálendisæfing hjá enduro.is

höfundur: Haraldur og Kjartan

Helgina 15.-16.sept var hálendisæfing hjá enduro.is. Sex hjólahetjur tóku þátt í æfingunni.

· Guðmundur Bjarnason Husaberg 501
· Haraldur Ólafsson KTM 520
· Hjörtur L. Jónsson Husqvarna 410
· Kjartan Kjartansson Gas Gas 300
· Okto Einarsson KTM 520
· Sveinn Markússon Husaberg 501

Hér sjá glöggir menn eflaust að tvær míní hetjur vantaði. Heimir og Brutus Maxus voru fjarverandi og Torfi og póleraði Bergurinn einnig. Vitað var að hjólin höfðu mikinn áhuga á að leggja í ferðina, eigendurnir báru fyrir sig einhverjar afsakanir sem sönnum hetjum sæmir ekki. Guðjón hafði betri afsökun, Husabergurinn hans lá í þúsund pörtum á einhverju borði uppi í Vélhjólum og sleðum. Árni Ísberg, pyttstjóri liðins bara fyrir sig hina undarlegustu afsökun, hann sagðist vera að fara í réttir, eins og hann hefði ekki þurft að umgangast nóg af sauðum í þessar ferð, ýmist tví- eða fjórfættum. Páll brekkan var vant við látinn, hann þurfti að stumra yfir kærustunni í orðsins fyllstu merkingu. Lesa áfram Hálendisæfing hjá enduro.is

Bolalada