Bolaöldubraut, aukaopnun í dag Föstudag!!!!

Vegna góðs árangurs í viðhaldi á MX  brautinni mun hún verða opin í dag frá kl 18:00 – 21:00.

Vökvunarkerfið verður keyrt á milli kl 17:00 – 18:00.

Þeir sem koma kl 17:00 og hjálpa til í grjóthreinsun ( lágmark 1. hringur í brautinni ) fá frímiða í brautina.

Palli, sérstakur aðstoðarmaður Garðars, mun passa uppá að allt fari eftir settum reglum á svæðinu.

Garðar og aðstoðarmenn.

Tímatökusendar fyrir Selfoss

Nítró ætlar að styrkja landsliðið og lána tímatökusenda án endurgjalds í styrktarkeppnina á morgun. Þeir sem ætla að ná sér í sendi fyrir keppnina þurfa að hafa samband við Nítró í dag til þess að ganga frá láni á sendinum. Athugið nauðsynlegt er að gefa upp kreditkortanúmer sem tryggingu fyrir sendinum.  ATH. ekki verður hægt að leigja sendi á staðnum!

Varúð svikahrappar, vilja kaupa „Spliff hjól!“ á uppsprengdu verði! :)

Ég fékk tölvupóst í gærmorgun frá einhverjum snillingi sem hafði

Husqvarna '84 aka. Husqvarna 2008 Spliffbike á 1200 þús / 9000 usd er góður díll!

„mikinn áhuga“ á að kaupa hjólið mitt. Hann vissi reyndar ekki hvaða hjól en var samt rosa áhugasamur um eitthvert hjól, helst sport, eða dirt og líka spliff-hjól og verðið var aukaatriði! Right!  Sumsagt, hér var einhver svikahrappur á ferð sem vissi ekkert um mótorhjól.

Fréttablaðið birti frásögn nýlega um svipað dæmi og kvikindið er greinilega enn að. Þarna var sem sagt svikahrappur á ferð sem reynir allt til að reyna að kaupa eitthvað af fólki og hafa svo af því fé með því að senda tilkynningu að hafa greitt of háa upphæð og að seljandinn verði að millifæra mismuninn til baka svo salan geti farið fram.  Í eftirfarandi samskiptum sést hvað þetta lið er ótrúlega vitlaust en um leið fjandi útsmogið að stæla tölvupósta frá PayPal. Ég fékk jafnvel póst frá „starfsmanni PayPal“ í gegnum fake-tölvupóstaddressu. Eftirfarandi póstar lýsa þessu ágætlega – góðar stundir í lestrinum og varið ykkur á erlendum kauptilboðum sem virðast of góð til að geta verið sönn!

Kveðja, Keli formaður VÍK

Lesa áfram Varúð svikahrappar, vilja kaupa „Spliff hjól!“ á uppsprengdu verði! 🙂

Sýningarakastur barna á Ljósanótt !

Óskum eftir krökkum 12 ára og yngri til að taka þátt í sýningarakstri barna á motocross- og fjórhjólum  á Ljósanótt laugardaginn 3 sept. n.k. kl 15.00 – 16.00  Er þetta fimmta árið sem við tökum þátt og hefur tekist vel. Hvetjum ykkur endilega til að vera með og kynna sportið. Skráning og upplýsingar eru hjá Erlu í s: 6953162 og á erlavalli@hotmail.com  og Elínu s: 8471465 og á rm250cc@simnet.is

Motomos, Í Túninu Heima.

Afreksmenn Motomos

Í tilefni bæjarhátíðar Mosfellsbæjar,  Í Túninu Heima ætlar Motomos að vera með smá húllum hæ í brautinni á sunnudaginn 28. ágúst.
Landsliðsmennirnir Eyþór Reynis og Viktor verða með fría kennslu í stóru brautinni og
Friðgeir Óli og Kjartan verða með fría kennslu í barnabrautinni.
En þessir kappar hafa allir fengið afreksmannastyrk hjá félaginu.

Kennslan byrjar kl 13.00 og klukkan 14.30 ætlum við í  Motomos að taka nokkur stört.

Eysteinn og Lúlli eru með brautina er í extrem makeover þessa dagana, og verður hún því ekki opnuð fyrr en kl 13:00 á sunnudaginn.

Brautin hefur aldrei verið betri.

Ekki missa af þessu því nú verður fjör!!!!

Aldrei að vita nema Þórir og Balli skelli nokkrum pylsum á grillið 🙂

Munið eftir miðum á N1 í Háholtinu.

 

Skráning í MXON Bikarmótið lýkur í kvöld

Minnum fólk á keppnina sem er um helgina.  Það lítur allt út fyrir frábæra keppni á Selfossi, strákarnir á Selfossi eru búnir að vera alla vikuna að preppa brautina fyrir okkur.

Skráðu þig hér

Bolalada