Flaggara vantar fyrir mótið á morgun.

Þar sem keppendur eru fáir þá erum við í vandræðum með flöggun á nokkrum pöllum á morgun.  Hér með er auglýst eftir sjálboðaliðum til að aðstoða okkur við það. Ekki verður hleypt út í braut nema að flaggarar séu til staðar. Í boði eru miðar í brautina ásamt hádegismat.

Áhugasamir geta sent emil á vik@motocross.is eða haft samband í síma 777 5700

Óli G.

App frá MyLaps

Eins og flestum keppendum er kunnugt um þá notar MSÍ meðal annars tímatökukerfi sem heitir MyLaps. Kerfið er aðgengilegt á netinu en nú er einnig fáanlegt app fyrir iPhone. (Android útgáfa er væntanleg). Þar er hægt að sjá á aðgengilegan hátt úrslit og stöður í keppnum og mótum.

Leitið að  „Event results“ í iTunes store eða smellið hér.

Fjör í Bolaöldubrautum í gærkvöldi.

Múgur og margmenni að horfa á snillinga hjóla.

Enda var allt að gerast. Krakkamót var í 85cc brautinni sem að þjálfarar félagsins sáu um í dyggri umsjá Pálmars P. Gaman að sjá framtíðina takast á brautinni, þvílík ánægja og áhugi sem skín af þessum krökkum.  Allir fengu verðlaun og medalíur, Bína Bleika verðlaunaði síðan alla keppendur með pylsum og gosi í lokin. Einnig var gaman að sjá hversu virkir foreldrarnir eru í barnastarfinu.

Í framhaldi af þessu verður næsta æfing á mánudaginn opin fyrir alla krakka sem vilja koma og læra meira og hjóla betur.

Eins og sést á forsíðumyndinni þá hefur húsið tekið stórkostlegum breytingum, búið er að klæða 3/4 af húsinu og hefur einvalalið staðið sig frábærlega þar.

Brautin verður opin í dag frá 16.00 – 21.00. Svo er það stóri vinnudagurinn á morgun, Föstudag. Við þurfum að klára frágang í kringum brautina ofl. Okkur sárvantar fólk til að aðstoða okkur. Vinnutíminn er frá 18:00 gerum ráð fyrir að klára þetta á 2 klst. Lesa áfram Fjör í Bolaöldubrautum í gærkvöldi.

Krakkakeppni í kvöld

Við minnum á skemmtikeppnina í kvöld, allir krakkar sem ekki keppa á Íslandsmótinu eru meira en velkomnir að koma og hjóla með okkur.

Fyrirkomulagið verður þannig að báðir hópar taka upphitun og svo taka 50/65cc 2  x 10 mín moto + 2 hringir  og 85/125cc taka 2 x 13 mín moto + 2 hringir. Mæting er á sama tíma og þegar æfing er, kl 18 fyrir 50/65cc og kl 19 fyrir 85/125.

Grill og verðlaun fyrir alla eftir keppni.

Fyrir lokaumferðina

Klikkið á mynd fyrir stóra mynd!

Lokaumferðin í Íslandsmótinu í motocrossi fer fram á laugardaginn í Bolaöldu. Um 50 keppendur eru skráðir til leiks og aðstæður í Bolaöldu eru hinar bestu.

Nú þegar 5 af 6 bestu keppnum hvers keppanda gilda til stigasöfnunar, hafa einhverjir nú þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitla. Raunar er það bara í kvennaflokki þar sem ekki er titillinn tryggður. Signý getur tekið fram út Anítu með að sigra annað motoið og ná öðru sæti í hinu! Baráttan um sigur í keppninni á þó eflaust eftir að vera mikil. Hér er staðan í öllum flokkum:

Kvennaflokkur

  1. Aníta Hauksdóttir 215 (getur unnið)
  2. Signý Stefánsdóttir 205 (getur unnið)
  3. Guðfinna Gróa Pétursdóttir 157

Lesa áfram Fyrir lokaumferðina

Nú er allt að gerast. Ekki gleyma að skrá sig fyrir kl 21:00 í kvöld

Það má segja að það sé allt að gerast á Bolaöldusvæðinu þessa dagana.

Síðasta MX mót sumarsins er næstkomandi Laugardag, brautin er orðin gríðarlega skemmtileg og má búast við miklu fjöri. EKKI GLEYMA AÐ SKRÁ SIG FYRIR KL 21:00 Í KVÖLD. 

Öflugur hópur félgasmanna vinnur við að klæða húsið að utan, það er ekki að spyrja að því þegar hópur heljarmenna tekur sig saman, þá gerast hlutirnir. Það var ótrúlegt að sjá árangurinn eftir gærkvöldið, að mestu búið að klæða hliðina sem vísar út í brautina. Húsið verður glæsilegt ásýndar þegar þessu verður lokið.

Eitt var leiðilegt að sjá í gær, allt of margir voru ekki með miða í brautina. Það verður HART tekið á þessu næstu daga og ALLIR SEM EKKI ERU MEÐ MIÐA EÐA ÁRSKORT Á HJÓLUNUM VERÐUR VÍSAÐ Í BURTU SAMSTUNDIS.

Stjórn VÍK

Bolalada