Fyrir lokaumferðina

Klikkið á mynd fyrir stóra mynd!

Lokaumferðin í Íslandsmótinu í motocrossi fer fram á laugardaginn í Bolaöldu. Um 50 keppendur eru skráðir til leiks og aðstæður í Bolaöldu eru hinar bestu.

Nú þegar 5 af 6 bestu keppnum hvers keppanda gilda til stigasöfnunar, hafa einhverjir nú þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitla. Raunar er það bara í kvennaflokki þar sem ekki er titillinn tryggður. Signý getur tekið fram út Anítu með að sigra annað motoið og ná öðru sæti í hinu! Baráttan um sigur í keppninni á þó eflaust eftir að vera mikil. Hér er staðan í öllum flokkum:

Kvennaflokkur

  1. Aníta Hauksdóttir 215 (getur unnið)
  2. Signý Stefánsdóttir 205 (getur unnið)
  3. Guðfinna Gróa Pétursdóttir 157

Unglingaflokkur

  1. Ingvi Björn Birgisson 241 stig (Íslandsmeistari)
  2. Guðbjartur Magnússon 218
  3. Hinrik Ingi Óskarsson 171

MX2

  1. Ingvi Björn Birgisson 238 (Íslandsmeistari)
  2. Hjálmar Jónsson 216
  3. Björgvin Jónsson 181

MX Open

  1. Viktor Guðbergsson 241 (Íslandsmeistari)
  2. Sölvi Borgar Sveinsson 203
  3. Ingvi Björn Birgisson 171

85 flokkur

  1. Þorsteinn Helgi Sigurðarson 238 (Íslandsmeistari)
  2. Hlynur Örn Hrafnkelsson 204
  3. Kári Tómasson 190

40+ flokkur

  1. Ragnar Ingi Stefánsson 239 (Íslandsmeistari)
  2. Haukur Þorsteinsson 188
  3. Reynir Jónsson 174

Nánari stöðu er að finna hér

10 hugrenningar um “Fyrir lokaumferðina”

  1. Er það rétt að þessir kappar séu nú þegar öruggir með Íslandsmeistartitil.
    Er það ekki rétt skilið að maður geti hent út einni heilli keppni.
    Ef svo er þá ætti sem dæmi Guðbjartur möguleika á 50 stigum og ef Ingvi Björn dettur út þessa keppni væri þá ekki Guðbjartur komin með forystu ?
    Bara smá pæling hjá mér 🙂

  2. Sama er uppi á teningnum með MX2, þar ætti í raun Hjalli að geta náð titli ef Invi dettur út.. Smá pæling hjá mér líka svo þú ert ekki 1 um pælinguna Haukur :-)hmmmm..

  3. Það reyndar virðist vera möguleiki á mixuppi í öllum flokkum nema 40+ Við erum kanski að hugsa þetta eitthvað vitlaust Haukur :-/

  4. Það er rétt skilið að maður getur hent út heilli keppni. Ef Guðbjartur vinnur bæði motoin þá fær hann 50 stig en þarf að skila lélegustu keppninni sinn sem hann fékk 40 stig úr. Þannig að hann getur bara aukið stigafjöldann sinn um 10 stig (50-40). Það eru 23 stig á milli þeirra núna, þannig að Ingvi Björn þarf ekki að starta frekar en hann vill.

    Í MX2 er þetta svipað. Lélegasta keppnin hjá Hjalla er 42 stig þannig að hann getur bara aukið stigafjöldann um 8 en er 23 stigum á eftir.

    Í kvennaflokknum er Signý með eina keppni sem hún fékk bara 25 stig úr, þannig hún getur bætt sig um 25 stig. Fái hún 50 úr keppninni og Aníta verður í 2.sæti í báðum motoum, þá dettur 40 stiga keppni út hjá Anítu og hún fær bara 4 stigum meira en hún er með nú. Signý fær því 25-4= 21stigi meira en Aníta og vinnur með 11 stigum (hún er 10 á eftir núna)

    Þannig skil ég þetta allavega (engin ábyrgð fyrr en lögfræðingur MSÍ staðfestir þetta 😉 .

  5. Mér finnst þetta sýna það svart á hvítu að þessi regla um að það megi sleppa keppni ekki vera að virka og vonandi verður henni hent út fyrir næsta ár og keppnum frekar fækkað í fimm og mótóum fjölgað í staðinn.

  6. Ég er mjög sátt við þessa reglu og hefði hún komið sér vel sumarið 2011 þegar hjólið hjá syni mínum bilaði í fyrra motoi í fyrstu keppninni. Hann gat svo gott sem kvatt möguleikann á Íslandsmeistaratitli strax í upphafi en með þessu nýja fyrirkomulagi hefði sá möguleiki enn verið fyrir hendi.
    Einnig hefur sú staða komið upp að keppandi hefur gleymt að skrá sig til keppni (við erum jú öll mannleg) og þá getur það bjargað málunum að „eiga inni keppni.“
    Helga H.

  7. Ef spad er i fækkun keppenda sem ordid hefur ta held eg ad gamla fyrirkomulagid se skemmtilegra. Te allir turfa ad berjast i øllum keppnumum.
    Svo fynnst mer lika gaman ad sja i tessari frett ad +40 flokkurinn er nefndur sinu retta nafni. Ekki B 40+ eins og i MSI kerfinu.

  8. Ég verð að segja „Ég er sammála Magga og Sigm426! Það er verið að keppa til enda leiksloka sama hvort hjól bili eða menn meiðist,, shit happens, það er hluti af keppninni. Hjól og ökumaður þurfa bara að vera í lagi í öllum keppnum.
    Svo til að auglýsingin standist um „Lokaslagurinn um Íslandsmeistaratitlana í motocross 2012“ Þá er eins og sigm segir „Te allir turfa ad berjast i öllum keppnum“ nema þá að keppadinn sé með yfirburða forystu og öruggur með titil.
    Annars getur maður sagt um þetta nýja fyrirkomulag eins og Georg Bjarnfreðarson sagði eftirminnilega,,, Dingdinng,ding,ding,dong,dong,,, Skil ekki orð af því sem þar segir.

  9. Ég skil að þetta sé hentugt fyrir keppendur, en þetta minnkar spennuna í mótinu og greinilega áhuga keppenda á að vera með, það eru ekki nema um 50 skráðir í „lokaslaginn“ það er líklega út af því að það er ekki verið að slást um neitt. Ég veit ekki til þess að þessi regla sé notuð í einhverjum af alvöru keppnum erlendis.

  10. Í motocrossi á ekki að vera neinn séns, hluti af leiknum er að láta aldrei neitt klikka! Annars væri ég pottþétt margfaldur Íslandsmeistari! 🙂 Kv. Jói Bærings.

Skildu eftir svar