Greinasafn fyrir flokkinn: Vélsleðar

Vetrarhátíð á Mývatni um helgina

Mývetningar halda um helgina stærstu mótorsporthátíð vetrarins eins og vanalega á þessum árstíma. Veislan byrjar í dag og lýkur á sunnudag. Keppt verður í nokkrum greinum á vélsleðum en einnig fara fram tvær síðustu umferðirnar í Íslandsmótinu í Íscrossi.

Dagskrá

Föstudagur 16/3

14:00  Samhliðabraut við Kröflu (mæting keppenda kl 13:00)

16:00 Fjallaklifur við Kröflu (mæting keppenda kl 15:00)

18:00 Snjóspyrna við Kröflu (mæting keppenda kl 17:00)

21:00 Verðlaunaafhending í Sel-Hótel Mývatn

  Lesa áfram Vetrarhátíð á Mývatni um helgina

Sno Cross Country 2012 – 3. og 4. umferð – Skráning

Þá er komið að því, skráning er hafin í 3. og 4. umferðina í Sno Cross Country 2012 (á vélsleðum) sem munu fara fram laugardaginn 17. mars á Mývatni við norðurenda flugvallarins (sama stað og í fyrra). Fyrstu umferðirnar sem fóru fram í Bolaöldu 4. febrúar tókust alveg frábærlega og vonumst við til að sjá sem flesta mæta til leiks á Mývatni enda næg önnur dagskrá þessa helgi, samhliðabraut, fjallaklifur, snjóspyrna, ískross og endalaus gleði !

Dagskrá:
Mæting: 13.00
3. umferð:  14.00
4. umferð:  16.00
Verðlaunaafhending:  17.30

Svo nú er um að gera fyrir alla sem vettlingi geta valdið að skrá sig til leiks, mæta og hafa gaman !
Lesa áfram Sno Cross Country 2012 – 3. og 4. umferð – Skráning

Stórskemmtileg Snjó Cross Country keppni að baki

Í dag fór fram á Bolaöldusvæðinu fyrsta snjócrosscountrykeppnin af þremur sem haldnar verða í vetur. Hugmyndin með þessum keppnum var að bjóða upp á einfalt og skemmtilegt keppnisform fyrir sleðamenn þar sem aðalmálið væri skemmtileg keppni í einfaldri braut þar sem allir gætu keppt á jafnréttisgrundvelli. Það er óhætt að segja að þessi fyrsta keppni hafi tekist frábærlega. 24 keppendur voru skráðir til keppni á alls konar sleðum, ungum og öldnum auk þess sem keppendur voru á aldrinum 15 og upp undir fimmtugt. Tvær konur tóku þátt og stóðu sig frábærlega.

Brautin byrjaði fyrir ofan motokrossbrautina og lág inn í Jósepsdal og lykkjaðist upp og niður um brekkurnar í dalnum. Talsvert hart færi var í brautinni í dag og höfðu menn nokkrar áhyggjur af kælingu á beltunum fyrir keppni. Það virtist þó ekki koma að sök þar sem brautin tættist fljótt upp sem dugði til að kæla beltin.

Lesa áfram Stórskemmtileg Snjó Cross Country keppni að baki

Skráning í Sno Cross Country (á vélsleðum)

Vegna slæmrar veðurspár fyrir fyrirhugaðann keppnisdag í 1. umferð Sno Cross Country 2012 laugardaginn 4. febrúar hefur verið ákveðið að færa keppnina um einn dag yfir á sunnudaginn 5. febrúar. Á sunnudaginn er spáð flottu veðri og verður keppnin keyrð af fullu afli á sama tímaplani. Það eru flottar aðstæður uppfrá og hefur bætt í snjó, í Bláfjöllum hefur t.d. verið ófært í 2 daga svo nú er um að gera að mæta til leiks og þenja tugguna í snjónum í suðrinu ! Muna að skrá sig hérna á síðunni !

Þá er komið að því, skráning er hafin í 1. umferðina í Sno Cross Country 2012 sem mun fara fram þann 4. febrúar við akstursíþróttasvæði VÍK í Bolaöldu. Fyrir þá sem ekki vita eru þetta einskonar endurokeppnir fyrir snjósleða og er þetta tilraun snjósleðanefndar MSÍ til að sprauta lífi í keppnishald í sleðasportinu hér heima.

Keppt verður í fjórum flokkum, Meistaraflokki, B flokki, Unglingaflokki og Kvennaflokki. Það þurfa að vera 5 í flokk til að hann telji til verðlauna. Allar vélarstærðir eru leyfðar í öllum flokkum nema að í unglingaflokki er 600cc hámark. Keyrðar eru tvær umferðir í hverri keppni og þá seinni umferðin öfugan hring. Allir flokkar fara á sama tíma á ráslínuna en Meistaraflokkur er ræstur 1 mínútu á undan restinni. Það verður hlaupandi start 20 m fyrir aftan hverja ráslínu að sleðanum. Meistaraflokkur keyrir í 2x 75 mínútur og hinir í 2x 45 mínútur.

Lesa áfram Skráning í Sno Cross Country (á vélsleðum)