Sno Cross Country 2012 – 3. og 4. umferð – Skráning

Þá er komið að því, skráning er hafin í 3. og 4. umferðina í Sno Cross Country 2012 (á vélsleðum) sem munu fara fram laugardaginn 17. mars á Mývatni við norðurenda flugvallarins (sama stað og í fyrra). Fyrstu umferðirnar sem fóru fram í Bolaöldu 4. febrúar tókust alveg frábærlega og vonumst við til að sjá sem flesta mæta til leiks á Mývatni enda næg önnur dagskrá þessa helgi, samhliðabraut, fjallaklifur, snjóspyrna, ískross og endalaus gleði !

Dagskrá:
Mæting: 13.00
3. umferð:  14.00
4. umferð:  16.00
Verðlaunaafhending:  17.30

Svo nú er um að gera fyrir alla sem vettlingi geta valdið að skrá sig til leiks, mæta og hafa gaman !

Sno Cross Country 2012 – 3. og 4. umferð

Skráning í 3. og 4. umferð í Sno Crossi
5.000 ISK
Flokkur

Skráning stendur til kl. 12:00 föstudaginn 06.03.12 !

Um Sno Cross Country 2012:
Fyrir þá sem ekki vita eru þetta einskonar endurokeppnir fyrir snjósleða og er þetta tilraun snjósleðanefndar MSÍ til að sprauta lífi í keppnishald í sleðasportinu hér heima.

Keppt verður í fjórum flokkum, Meistaraflokki, B flokki, Unglingaflokki og Kvennaflokki. Það þurfa að vera 5 í flokk til að hann telji til verðlauna. Allar vélarstærðir eru leyfðar í öllum flokkum nema að í unglingaflokki er 600cc hámark. Keyrðar eru tvær umferðir í hverri keppni og þá seinni umferðin öfugan hring. Allir flokkar fara á sama tíma á ráslínuna en Meistaraflokkur er ræstur 1 mínútu á undan restinni. Það verður hlaupandi start 20 m fyrir aftan hverja ráslínu að sleðanum. Meistaraflokkur keyrir í 2x 75 mínútur og hinir í 2x 45 mínútur.

Brautin er miðuð við 10km til eða frá og verður stikuð og borðuð skýrt og greinilega. Við brautarlagningu er fyrirhugað að nýta landslagið algjörlega þ.e. ekki búa til neinar þrautir, þó er það alveg frjálst eftir aðstæðum og tækjabúnað á hverjum keppnisstað fyrir sig. Reynt verður að halda löngum beinum köflum algerlega í lágmarki til að forðast hættulegann hraða.

Aðeins má taka bensín í pitti eftir ráshliðið en í hverjum hring verður keyrt í gegnum ráshlið þar sem númer hvers keppanda er tekið niður, við þetta sleppum við við tímatökusenda en planið er að halda flækjustiginu algerlega í lágmarki.

Skildu eftir svar