Greinasafn fyrir flokkinn: Útlönd

Fréttir frá útlöndum

GNCC fréttir

Barry Hawk á Yamaha sigraði um helgina í GNCC. Það leit úr fyrir það í byrjun að allt færi eins og venjulega , að Juha Salminen KTM myndi tryggja sér enn einn sigurinn, en hann lenti í því að verða bensínlaus og missa alla helstu keppinautana fram úr sér. Shane Watts KTM stoppaði og lét Salminen hafa nægt bensín til að komast í pittinn, þar sem hann gat fyllt á. Salminen skilaði sér í sjöunda sæti og er ennþá með um 50 stiga forystu í mótinu. Annar varð Mullins á Yamaha og þriðji Lafferty á KTM.
Lesa áfram GNCC fréttir

ISDE six days

Þáttökulistinn fyrir ISDE ( International six days enduro ) er orðinn klár. Þarna eru margir stórvesírar í enduroheiminum eins og t.d. Stefan Merriman, Samuli Aro, Mika Ahola, David Knight, Paul Edmondson, Simone Albergone, Alessio Paoli, Bartos Obluki, Fred Hoess og síðast en ekki síst Kurt Caselli frá USA. Við reynum að fylgjast með keppninni, sem er ein þekktasta endurokeppni í heiminum í dag. Hér er þáttökulistinn í heild.
Lesa áfram ISDE six days

Red Bull Romaniacs dagur 1.

{mosimage}Hér er hægt að lesa hvernig fyrsti dagurinn fór í Red Bull Romaniacs keppninni, en hún fer rólega af stað á fyrsta degi þar sem ekið er í miðbæ Sibiu í Rúmeníu, og menn takast á við manngerðar hindranir eins og bíla, vörubretti, trédrumba og fleira. Áhorfendur geta svo auðveldlega gengið um brautina og fylgt eftir þeim sem þeir halda mest upp á.  Hér er svo vidoklippa 25Mb erlendis, frá degi 1.
Lesa áfram Red Bull Romaniacs dagur 1.

Langston meistari

{mosimage}Grant Langston á Kawasaki innsiglaði meistaratitilinn í 125cc flokknum í Austurdeild AMA Supercrossinu um síðustu helgi í Pontiac. Langston hefur áður orðið meistari í AMA 125 Motocross Championship 2003, AMA Unlimited Supermoto 2004 og einnig vann hann FIM 125 World Motocross Championship árið 2000. Hann segir réttlætinu hafa verið fullnægt að einhverju leiti eftir öll meiðslin sem hann átti í í fyrra.
Lesa áfram Langston meistari