GNCC fréttir

Barry Hawk á Yamaha sigraði um helgina í GNCC. Það leit úr fyrir það í byrjun að allt færi eins og venjulega , að Juha Salminen KTM myndi tryggja sér enn einn sigurinn, en hann lenti í því að verða bensínlaus og missa alla helstu keppinautana fram úr sér. Shane Watts KTM stoppaði og lét Salminen hafa nægt bensín til að komast í pittinn, þar sem hann gat fyllt á. Salminen skilaði sér í sjöunda sæti og er ennþá með um 50 stiga forystu í mótinu. Annar varð Mullins á Yamaha og þriðji Lafferty á KTM.

Skildu eftir svar