Vefmyndavél

Skoðun á keppnisdegi – hvað þarf að vera klárt!

Eins og reglur gera ráð fyrir, þá þarf að skoða öll keppnistæki og búnað á keppnisdegi.
Hjá MSÍ og/eða FIM liggja fyrir skýrar reglur um það hvernig hjól eiga að vera útbúin og hvernig keppendur skulu mæta til leiks.   Hér fyrir neðan er smá samantekt á því sem keppendur verða að hafa klárt þegar mætt er til skoðunar.

Þeir sem ekki eru orðnir fullra 18 ára verða að skila inn þátttökutilkynningu með undirritun forráðamans.  Hafið hana tilbúna þegar komið er með hjól í skoðun.  Þátttökutilkynningu má finna og prenta út á www.msisport.is (sjá ‘Reglur’).

Kynntu þér þessi atriði vel svo ekki komi til einhvers konar vandræða á keppnisdegi – nóg er nú stressið samt 😉

Lesa meira af Skoðun á keppnisdegi – hvað þarf að vera klárt!

Félagskvöld VÍK – ljósa og næturenduroþema í Bolaöldu á fimmtudaginn

Við blásum á allt myrkur, kulda og almennt harðlífi og bjóðum öllu hjólafólki á almennt félagskvöld næsta fimmtudagskvöld 27. nóv. kl. 20 í Bolaöldu. Í myrkri og frosti þurfum við að hjólin út miðað við aðstæður. Nýjasta æðið er næturenduro og það er ekkert stórmál að taka þátt. Á fimmtudaginn ætla Einar Sigurðarson “Púki” að fara í gegnum það helsta sem menn þurfa að gera til að geta notað hjólin í allan vetur. Hann fer yfir helsta ljósabúnað, dekkjapælingar s.s. naglar vs. karbítar vs. gúmmídekk, ljósaspólur, akstur í snjó og fleira. Honum til halds og trausts verður Ásgeir í Aukaraf með kynningu á ljósabúnaði og hvernig er best hægt að lýsa okkur veginn. Þeir sem eru í stuði gætu svo jafnvel hjólað brautina eða slóðana á eftir ef færi gefst.

Við bjóðum upp á kakó og piparkökur

Stefnan er svo að halda annað félagskvöld á fimmtudaginn eftir tvær vikur sem verður kynnt þegar nær dregur.

Kveðja stjórn VÍK

Fyrir tæknivædda

Meðal nýjunga hér á síðunni er „Event Calander“ hér hægra megin. Þar koma fram helstu atburðir sem framundan eru í mótorsportinu á Íslandi og eru þeir dagar merktir með rauðum tölustaf þar sem eitthvað er að gerast.

Þeir sem eru að nota iCal eða Sunbird dagbækur geta gerst áskrifendur að þessu dagatali með því að smella á merkið og fylgja leiðbeiningum. Muna eftir að velja sjálfvirka uppfærslu á viku-fresti svo dagbókin verði alltaf rétt, því við munum reyna að uppfæra dagatalið ef t.d. það munu bætast bikarkeppnir við.

Fimmtán mínútna kúplingsklössun

Þú ert ekki alveg viss. Var þetta lélegt grip, eða var þetta kúplingin ? Af reynslu, ef þú ert að velta fyrir þér kúplinguni, þá er það kúplingin ( sér í lagi ef Gunni hefur verið á hjólinu )  Og um leið og kúpling byrjar að svíkja, þá klárast hún hratt. Ef þú hins vegar grípur fljótt ínní, geturðu bjargað deginum með bráðabyrgðaviðgerð.

 

Skref 1: Glentu í sundur bremsuklossana að aftan. Þetta er stutta leiðin, þú þakkar mér seinna.

Skref 2: Step two: Með bremsuklossana glenta í sundur, geturðu náð kúplingshlífinni af, án þess að taka bremsupedalann af.

Skref 3: Taktu eftir hvaða hringur er fyrstur og síðastur. Sum hjól hafa annarskonar hringi síðast í staflanum.Nánast allar kúplingar hafa fiberhringi fremst og aftast.

Skref 4: Núna , þegar þeir eru komnir úr, gleymdu þá öllu sem þú hefur vitað um hreingerningar. Nuddaðu hringjunum upp úr drull og sandi, þar til þær eru orðnar létt rispaðar. Hreinsaðu þær svo vel með fituhreinsi ( contact cleaner )

Skref 5: Findu nú gamalt kerti, og taktu pakkninguna af því. Venjulega er hún mátulega stór fyrir kúpling gorminn. Settu pakninguna og kannski skinnu undir gorminn áður en þú setur hann í.

Skref 6: Skiptu um oliu. Settu ódýra hefbundna mótor oliu, i stað flottu synthetic oliunar. Í þessu tilfelli er mjög sleip olia ekki góður hlutur. Þagar allt er komið saman aftur, gætir þú máð heilu mótoi án þess að kúplingin snuði, ef þú ofbýður henni ekki. Þetta er að sjálfsögðu ekki endanleg viðgeð, heldur smá frestur þar til þú getur keypt nýja kúplingdiska

Nokkur tips

Þegar farið er af stað með hjólið á Kerru!!! 

Þá er gott að hafa sett börð á kerruna að framan svo að hjólið,sem kannski var skínandi hreint þegar lagt var af stað verði ekki salt stokkið og drullugt er komið er á ísinn:) Þetta virkar líka öfugt þegar haldið er heim,oft það kallt og fólk þreytt að ekki nenna að þrífa hjólið áður en því er lagt í viku eða meira!!!

Selta,drulla og vatn vinna best sem ætandi efni á málma og plast,þegar mikil breyting er á hita og raka. Sem sagt ef að þú vilt fá málm til að tærast,þá er best að skipta sem oftast um hita og raka stig!!! þá færðu flott rið og tæringu:) (ath innanhúshönnuðir)

Handföng á stýri. 

Þótt að handhlífar séu notaðar,eiga þær til að brotna í frosti,skælast á stýri og ökumaður sem reisir við hjólið eftir byltu,er oft bremsu eða kúpling laus eftir byltuna!

Þá er gott ráð að vera ekki með festingarnar fyrir ofan nefnd handföng alveg föst. Jafnvel að vera með teflon límband eða smá smurefni undir,til að festingarnar geti snúist við byltu.

Dekk! þaes þrýstingur. 

það ber að hafa í huga að ís er ekki bara ís! (Sjá „Smillas sens of snow“) ísinn eða frerinn er aldrei alveg eins! Stundum er betra að vera á skrúfum,stundum er trellinn jafn góður,stundum er færið gott og stundum alveg ferlegt!!!

Gott er að vera með loftpumpu og fikra sig áfram með mismunandi loftþrysting. Til dæmis að setja 12 pund í dekkin heima( ca 10 á ísnum í kulda) og tappa smám og smátt af þar til góðu gripi er náð.

Fjöðrun. 

Þar sem akstur á ís og frera,er líkari malbiks akstri.Þá er betra fyrir endurohjól að stilla demparanna stífar en ella. Fólk á Motocrosshjólum þarf ekki mikið að spá í þetta,en það gildir jafnt fyrir Cross og enduro hjól að lækka hjólið eins og hægt er. Það er auðveldast að lækka hjólið að framan= Beygir betur(skarpar)

Áseta. 

Það virkar vel á ísnum og fólk finnur greinilegar fyrir breitri líkamsstellingu á ísnum en á möl eða torfærum,hjólið er rásfastara og hreyfing ökumans er bersýnilegri. Þá á ég við að fara framá hjólið í beygjum og láta sig renna aftur á sætið er gefið er í eftir beygju.

Þá er bara eftir að borða vel áður en farið er af stað.Hafa drykkjarvatn og nóg af því. Hita upp lítileiga,liðka hendur og hita því oft verða hendur kaldar og virka ekki vel fyrr en hiti er komin í líkamann.

Og gott er að muna eftir!…Að ef þér er kallt á fótunum….Settu þá upp húfu.

Með kveðju. sveinn@enduro.is

Tips á Ísinn

Nú eru allir komnir á fullt á ísnum og jafnvel í harðfeni…. Þá er tilvalið að minna menn á helstu atriði til að losna við að lenda í vandræðum með hjólið í FROSTINU!!

-Ísvari í bensínið þetta má reyndar gera árið um kring þar sem að ísvarin virkar til að eyðe vatni úr eldsneyti hjólssins auk þess að bæta octantölu!
-Munið að hafa allar oliur ferskar! þetta minkar líkurnar á að pakkdósir fari að leka, eins má líka nota þynnri oliur í kuldanum.
-til að koma í veg fyrir að blöndungar frjósi fastir má setja einhverskonar plast,gúmí eða jafnvel pappa hlýf frá cylindri til blöndungs!
-Nýjan bremsuvökva !! bremsuvökvi blandast vatni en vatn frýs við frostmark þetta getur haft miður góð áhrif á bremsukerfið…
-Frostlögurinn í lagi??
-Annars vil ég minna á ádreparana fyrir ísinn þú vilt ekki fá skrúfudekk yfir þig með allt í botni ef einhver missir vald á hjólinu…

Ef þið hafið spurningar endilega hafið samband raggi@raggi.is eða Véljól og Sleðar 5871135

Með kveðju Raggi VH&S

Daginn eftir kom þetta:

Góð ráð frá Ragga um „tips fyrir ísinn“ nú er bara að fara eftir þeim.
Ég vill benda mönnum á nokkur atriði til viðbótar:

Á þessum árstíma hafa hjólin oft staðið í langan tíma óhreifð inní skúr
með hálffullan bensín tank. Gæðin á bensíni á Íslandi eru annsi misjöfn og
hefur borið á því í haust og vetur að bensínið sem er verið að selja okkur er
frekar lélegt. Þetta þýðir að eftir nokkra vikna geymslu missir það kraftinn (octan)
og hjólin verða mjög slæm í gang, sprengja og freta. Best er að tappa bensíninu af tanknum,
öllu í brúsa, tæma undan blöndungnum og setja nýtt bensín á hjólið.

Gott er að setja líka nýtt kerti. Þetta á sérstaklega við nýju 4 stroke hjólin en 2 stroke þarf að
huga vel að líka þar sem blandað bensín þolir ílla geymslu.

Til að sóa ekki gamla bensínu má bara hella því á bílinn þar sem hann brennir
lélegu bensíni án vandræða.

Þegar frostið fer niður fyrir -5C getur líka verið gott að loka
öðrum vatnskassanum, þannig gengur mótorinn heitari ca. 85C.

Raggi benti á að klæða blöndunginn af og hafa menn jafnvel notað „lopa“ sokk utan um hann.

…og í lokinn eins og frændi sagði við mig um árið „Guð gefi ykkur fulla ferð og engar bremsur“
kveðja,
Katoom

Síða 9 af 12« Fyrsta...7891011...Síðasta »