Greinasafn fyrir flokkinn: Tips og Trix

Holl og góð ráð frá hinum og þessum um hvernig á að hjóla eða að viðhalda hjólinu.

Fjöðrunin stillt

Ragnar Ingi Stefánsson skiptir um gorm í afturdempara. Hann segir mikla vakningu meðal hjólafólks um mikilvægi þess að stilla fjöðrun rétt.

EF það er eitthvað eitt á torfæruhjóli sem verður að halda vel við og stilla rétt, þá er það fjöðrunin. Þrátt fyrir það eru ótrúlega margir sem láta það sitja á hakanum að stilla fjöðrunina við sitt hæfi og missa þar með af tækifæri til að láta aksturseiginleika hjólsins njóta sín. Til þess að fá botn í þessi mál skulum við leita til manns sem er flestum fróðari þegar kemur að fjöðrun. Gefum Ragnari Inga Stefánssyni í Vélhjólum og sleðum orðið og athugum hvort hann lumi ekki á góðum húsráðum fyrir hjólafólk.

Ragnar: Það skiptir öllu máli að stilla hjólið fyrir þína þyngd, tegund af akstri og getu. Þegar fjöðrunin virkar rétt ertu líka öruggari, ferð sjaldnar á hausinn og endist lengur við bæði leik og keppni!

Við byrjum á að athuga hvernig hjólið er stillt miðað við þína þyngd og um leið athuga hvort þörf sé á stífari eða mýkri gormum til að fá allt til að virka rétt!

Byrjum á afturfjöðruninni. Það eru nokkur illþýðanleg hugtök sem koma við sögu þegar fjöðrun er annars vegar og það fyrsta er svokallað „sag“, þ.e. hversu mikið afturfjöðrunin sígur saman þegar að þú situr á hjólinu. Það á að vera ca 1/3 af heildar slaglengd fjöðrunarinnar. 125 cc og stærri hjól ættu að hafa frá 90 – 100 mm „sag“ og 80 cc hjól eiga svo að hafa 80-90 mm „sag“.

Lesa áfram Fjöðrunin stillt

Fyrsta tímabili MotoXskólans lokið

Það má eiginlega segja að hjá okkur í motocrossinu þá séu áramótin um mánaðarmótin ágúst – september. Þá er motocrosstímabilinu lokið og menn strax farnir að undirbúa næsta season. Umboðin eru farin að taka inn 2005 árgerðir og svokallað „silly season“ hefur göngu sína. Hver verður hvar á næsta ári? Hvaða hjól er best að kaupa? MotoXskólinn er þegar byrjaður að plana næsta tímabil og núna á næstu vikum fær vefurinn nýtt lúkk og markar það upphaf á nýju tímabili (2005) hjá MotoXskólanum. Það eina sem ég get sagt núna er að það verður allt að gerast á næsta ári og enginn ætti að kaupa sér hjól fyrr en hann/hún veit hvað verður að gerast hjá MotoXskólanum á næsta ári. Að lokum vill MotoXskólinn þakka styrktar aðilum sínum á liðnu tímabili sem voru Suzuki, Pukinn.com og Mountain Dew. Takk kærlega fyrir frábært samstarf í sumar.
Kv, Ingi / MotoXskóinn

Ís-akstur

Afturdekk með 600 tréskrúfum

Þór Þorsteins sendi vefnum grein um ís-akstur og fjallar þar um þær hættur sem fylgja slíkum akstri.

Ég fór á ísinn um hátíðarnar. Þar voru u.m.þ.b. 20 hjól. Menn hittust og skiptust á skoðunum. Ísaksturinn brúar bilið á milli hausts og vors, þannig að menn detti ekki alveg úr öllum hjólagír.

Haukur var með nýja KXF 250cc four stroke og leifði mönnum að prufa. Þvílík græja.

Það er vert umhugsunar efni sem við hjólamenn þurfum að hugleiða. Oft er talað um að birgja brunninn áður enn barnið dettur ofan í hann. Ég held tvímælalaust að það eigi við í þessu efni. Við ísaksturinn eru menn annað hvort á Trellleborg nöglum eða á þar tilgerðum  skrúfudekkjum með allt að 600 skrúfur í afturdekkinu. Menn eru að ná allt að 100 km hraða. Oftast eru menn að keyra í miklu návígi, í beygjum eru menn yfirleitt á miklu spóli (sérstaklega Trelleborginn). Því má líkja dekkinu sem keðjusög á miklum snúning. Skrúfurnar eru smíðar til að borast inn í timbur og eru því flugbeittar og oddhvassar. Það er því mín skoðun að menn þyrftu að setja einhverjar reglur eins og að hafa sjálfvirkan ádrepara þegar menn detta af hjólinu og jafnvel skerma(bretti) sem fylgja dekkinu og hylja allt að 50% af dekkinu. Maður vill ekki hugsa þá hugsun til enda ef svona dekk færi á spóli á 80 km hraða yfir andlit eða löpp.

600 flugbeittar skrúfur. Ímyndið ykkur þetta á 80 km hraða í spóli

Vona að menn hugleiði þetta. Nú er lag fyrir mótorhjólabúðirnar að bjóða ádrepara og bretti fyrir hjólamenn.

Þór Þorsteinsson

Tækni og tips

Vegna fjölda áskorana hef ég ákveðið að setja inn á heimasíðuna www.raggi.is undir Tækni og Typs stuttar greinar um viðhald Cross, Enduro,vélsleða götuhjóla og fleiri tækja! Þetta dettur inn smátt og smátt núna næstu vikur!

Öllum er eftir sem áður velkomið að hringja í mig í Vélhjól og Sleðar 5871135 ef spurningarnar brenna á sálinni!!!

Stökkpalla forrit

Til að taka af allan vafa og ágreining um hönnun stökkpalla sendi ég ykkur forrit sem vinur minn, Jakob Már Rúnarsson, bjó til fyrir nokkrum árum. Það sýnir hvernig þetta virkar allt saman. Þið setjið inn þær tölur sem þið viljið hafa, halla í gráðum, lengd á stökki og svo framvegis. Þá getið þið látið líkanið reikna eitt gildi sem vantar með því að merkja í reitinn fyrir aftan t.d. hraðann og teikna mynd af ferlinu (stökkinu).

Forrit

Stökk kveðjur, Gummi Sig

Hangtime rules

Þó að grunnskóla stærðfræðin með hinni margfrægu fallbyssukúlu sem Sveinn vitnar í hafi margt gott til síns máls þá er ekki alveg allskostar rétt að það sé best til að stökkva mótorhjóli!

Flestir sem hafa gert eitthvað að ráði í því að stökkva sér til skemmtunar og eru ekki að reyna að slá lengdar met vita að það er „hangtime“ sem er málið og til að gera trikk þá er meira en 45 gráður eiginlega skilyrði!!
Kveðja raggi