Félagskvöld VÍK – ljósa og næturenduroþema í Bolaöldu á fimmtudaginn

Við blásum á allt myrkur, kulda og almennt harðlífi og bjóðum öllu hjólafólki á almennt félagskvöld næsta fimmtudagskvöld 27. nóv. kl. 20 í Bolaöldu. Í myrkri og frosti þurfum við að hjólin út miðað við aðstæður. Nýjasta æðið er næturenduro og það er ekkert stórmál að taka þátt. Á fimmtudaginn ætla Einar Sigurðarson “Púki” að fara í gegnum það helsta sem menn þurfa að gera til að geta notað hjólin í allan vetur. Hann fer yfir helsta ljósabúnað, dekkjapælingar s.s. naglar vs. karbítar vs. gúmmídekk, ljósaspólur, akstur í snjó og fleira. Honum til halds og trausts verður Ásgeir í Aukaraf með kynningu á ljósabúnaði og hvernig er best hægt að lýsa okkur veginn. Þeir sem eru í stuði gætu svo jafnvel hjólað brautina eða slóðana á eftir ef færi gefst.

Við bjóðum upp á kakó og piparkökur

Stefnan er svo að halda annað félagskvöld á fimmtudaginn eftir tvær vikur sem verður kynnt þegar nær dregur.

Kveðja stjórn VÍK

7 hugrenningar um “Félagskvöld VÍK – ljósa og næturenduroþema í Bolaöldu á fimmtudaginn”

  1. Það er spáð gaddi annað kvöld, svo það verður örugglega færi fyrir slóða eða brautarakstur 😉

  2. Hvernig er stemningin, ætla menn að mæta í kvöld eða verðum við Einar og Ásgeir bara þrír? 🙂

    Hvað með kreppukeppnina – hverjir eru búnir að skrá sig?

    Kv. Keli

  3. Þetta var brilliant kvöld. Amk. 35 manns mættu og hlustuðu á Einar og Ásgeir fara yfir allt mögulegt um næturenduro, ljós og skemmtilegheit. Nokkrir harðir mættu meira að segja á hjólum upp eftir funheitir enda mun betra veður en leit út fyrir. Brilliant, takk Einar, Ásgeir og allir sem mættu. Endurtökum þetta á fimmtudaginn eftir tvær vikur.
    Kv. Keli

  4. Gaman að sjá hversu margir mættu og áhuginn mikill. Takk fyrir mig. Ef ég get aðstoðað einhverja frekar, þá verið í sambandi.
    kv. Ásgeir s: 897-7800

  5. Frábær mæting, tugum lítra af kaffi og kakó gúlpað í mannskapinn!
    … Marri takk fyrir að hafa hardenduró-græjuna til sýnis, einstaklega vel robbað kvikindi 😉

Skildu eftir svar