Vefmyndavél

Motocross 101: Ýttu fyrir grip

5. Ýttu til að ná meira gripi.
Þegar þú bremsar af krafti á leið inn í beygju viltu að hjólið nái sem mestu gripi. Haltu fast um stýrið og spenntu efri líkamann um leið og þú bremsar, klemmdu hjólið með fótunum en þannig seturðu mestan þunga á hjólið sem ætti að grípa betur um leið. Ef þú rífur bara í bremsurnar án þess að keyra hjólið niður á brautina eru meiri líkur á að það skoppi og renni eftir brautinni og sé lengur að hægja á sér. – Tim Ferry.

Motocross 101: Vertu á tánum

4. Vertu á tánum.
Stattu á táberginu hvenær sem þú getur. Með þessu nærðu að lengja fjöðrunina á hjólinu nokkra sentimetra. Ef eitthvað fer úrskeiðis í stökkinu eða þú yfirstekkur pall áttu möguleika á að taka meira af högginu ef þú stendur á táberginu. – Ryan Dungey.

Motocross 101: Forstökk

3. „Forstökk“ – prejump.
Oft myndast kantur efst á stökkpöllum eftir þá sem taka eitt lokaspraut í uppstökkinu. Leitaðu að smá bungu áður en þú kemur að kantinum í uppstökkinu og notaðu hana til forstökkva pallinn og losna þannig við að skjótast upp af kantinum. Keyrðu á bunguna með stífa fæturna og notaðu reboundið af fjöðruninni til að stökkva upp pallinn áður en þú keyrir á kantinn. – Grant Langston.

Motocross 101: 2. Frambremsan

2. Frambremsa.
Frambremsan býr yfir uþb. 70% af bremsukrafti hjólsins. Þú verður þó að muna að þú getur ekki læst frambremsunni á sama hátt og þú getur gert við afturbremsuna. Ef þú læsir frambremsunni eru mestar líkur á því að þú missir framdekkið undan þér eða farir framyfir þig. Bremsaðu ákveðið en mjúklega allt að því að læsa framdekkinu þetta gefur þér öruggt forskot. – Tommy Hahn

Motocross 101: 1. Æfðu beygjur

Ricky tekur beygju

Ricky tekur beygju

Motocross 101
Það skiptir engu hvort þú ert byrjandi eða meistari, motocross er gríðarlega erfitt sport jafnt líkamlega og tæknilega og það er alltaf hægt að læra eitthvað nýtt. Blaðið víðkunna Transworld Motocross fékk nokkra þekkta ökumenn til að koma með góð tips fyrir okkur hina sem eru enn að læra. Í vetur ætlum við að birta þessi tips nokkrum sinnum í viku hér á vefnum.

1. Æfðu beygjur.
Mörgum finnst skemmtilegast að stökkva en keppnir tapast og vinnast nú samt í beygjunum. Ég eyddi mestum tíma í að æfa beygjutækni. Ég fann þá beygju og keyrði hana einfaldlega aftur og aftur þangað til mér fannst ég vera búinn að ná góðum tökum á henni. Ef þú leggur á þig þessa aukavinnu þá finnurðu muninn í næstu keppni. – Ricky Carmichael

Undirbúðu hjólið fyrir veturinn

Veturinn er kominn

Veturinn er kominn

Besta leiðin til að undirbúa hjólið fyrir veturinn er hreinlega að hjóla á því allan veturinn. Því miður geta ekki allir gert það af ýmsum ástæðum. Þess vegna er gott að eyða smá tíma á haustin í hjólið svo það fari nú örugglega í gang þegar lóan kemur aftur.

Undirbúningur að utan

Þvoðu hjólið með mildri sápu og vatni. Reyndu að forðast að sprauta beint á legur og pakkdósir svo það fari ekki vatn inní þær, sérstaklega ef þú notar háþrýstidælu. Hreinsaðu keðjuna með bursta og  uppþvottalegi. Ef það er möguleiki, settu hjólið í gang til að raki í mótornum gufi upp. Einnig er gott að snúa dekkjunum og bremsa þau til að bremsudiskar þorni. Lesa meira af Undirbúðu hjólið fyrir veturinn

Síða 8 af 12« Fyrsta...678910...Síðasta »