Greinasafn fyrir flokkinn: Stelpur

MX girlz, racing females, kvennaflokkur osfrv

Júlí námskeiðin hjá Gylfa

Júlí námskeiðin hjá Gylfa fara að byrja og eru nokkur pláss eftir.  Æfingarnar eru sniðnar að hverjum hóp fyrir sig og til að tryggja að hver og einn nái sem mestum árangri eru aðeins 8 manns saman í hóp.

Á námskeiðunum er farið yfir hvað hver og einn þarf að laga hjá sér og æfinganar settar upp frá því.

Námskeiðin eru fyrir alla hvort sem þú ert byrjandi eða keppandi í meistaraflokk, byrjendur læra grunnatriðin og lengra komnir fara í nákvæmari tæniatriði sem og undirbúning fyrir keppnir.

Tveir hópar eru í júlí og kennt er á mánudögum frá kl. 18-20 og 20-22, miðvikudaga frá kl. 18-20 og 20-22.

Lesa áfram Júlí námskeiðin hjá Gylfa

Úrslit úr „hinum“ flokkunum frá Akureyri

Hér eru úrslitin frá þeim flokkum sem notuðu tímatökubólu í endúrókeppninni á Akureyri um síðustu helgi. Úrslitin eru í textaskjali og þar sem stendur name kemur keppnisnúmer þess keppanda sem um ræðir.

Smellið HÉR fyrir úrslitin

Bryndís meiddist á Ítalíu

Bryndís Einarsdóttir meiddist í fjórðu umferðinni í heimsmeistaramótinu í motocrossi sem fer fram á ítalíu nú um helgina. Hún var í baráttu um 10. sætið og fór fram fyrir sig og tognaði á öxl. Hún verður ekkert meira með um helgina en vonandi verður hún orðin klár fyrir næstu helgi þegar keppt verður í Slóvakíu.

Bryndís með sinn besta árangur

Bryndís Einarsdóttir endaði í 14.sæti í þriðju umferð heimsmeistarakeppninnar í motocrossi sem haldin var í Finnlandi í dag. Hún endaði motoin tvö í 14. og 15.sæti og 14. í heildina eins og áður sagði. Þetta er hennar besti árangur í heildarkeppni en hún hefur tvisvar lent í 13.sæti í stökum motoum.

Bryndís var að keyra vel og var í 12.sæti í undanrásum og svo aðeins 0.4 sekúndum frá 14.sætinu í seinna mótoinu.

Góð skráning

Alls eru rúmlega 80 skráðir í fyrstu umferðina í Íslandsmótinu í motocrossi sem verður á laugardaginn í Skagafirðinum. Athyglisvert er hvernig skráning í flokkana 7 skiptist. Unglingaflokkurinn er stærstur með 19 skráða, B-flokkurinn kemur næstur með 16 og svo stelpurnar eru svo 15 talsins. Reyndar eru 16 stelpur skráðar til leiks því Bryndís Einarsdóttir keppir í unglingaflokki.

Ekki er eins góð þátttaka í 85flokknum og svo stóru flokkunum. Aðeins 10 þátttakendur eru í 85 flokknum, aðrir 10 í MX2 og svo aðeins 6 í MX-Open!

Bryndís Einarsdóttir í Vissefjarda

Bryndís Einarsdóttir tók þátt í fyrstu umferð sænska meistaramótsins í motocrossi um daginn. Hér er klippa frá henni í keppninni: