Vefmyndavél

Góð skráning

Alls eru rúmlega 80 skráðir í fyrstu umferðina í Íslandsmótinu í motocrossi sem verður á laugardaginn í Skagafirðinum. Athyglisvert er hvernig skráning í flokkana 7 skiptist. Unglingaflokkurinn er stærstur með 19 skráða, B-flokkurinn kemur næstur með 16 og svo stelpurnar eru svo 15 talsins. Reyndar eru 16 stelpur skráðar til leiks því Bryndís Einarsdóttir keppir í unglingaflokki.

Ekki er eins góð þátttaka í 85flokknum og svo stóru flokkunum. Aðeins 10 þátttakendur eru í 85 flokknum, aðrir 10 í MX2 og svo aðeins 6 í MX-Open!

Leave a Reply