Greinasafn fyrir flokkinn: Stelpur

MX girlz, racing females, kvennaflokkur osfrv

Skemmtikeppni Líklegs og VÍK 11.júlí 2010

Mótel Venus árið 2002
Líklegur eins og elstu menn muna hann

Um næstu helgi fer fram skemmtikeppni til styrktar Hirti L. Jónssyni næsta sunnudag 11. júlí. Keppnin er ætluð öllum og verður með nýstárlegu móti þar sem menn verða dregnir saman í tveggja manna lið og reynt að jafna liðin eins og hægt er þannig að vanur hjólari/keppandi er settur með óvönum hjólara og er markmiðið að allir hjóli á sínum hraða og skemmti sér hið besta og allir sitji við sama borð. Hlaupastartið verður endurvakið og bryddað upp á ýmsu óvenjulegu. Allir velkomnir, vanir, óvanir, konur, börn niður í 12 ára á 85 hjólum og fjórhjól en hjól verða að vera skráð og tryggð og ökumenn verða að klæðast öllum öryggisbúnaði. Brautin verður öllum fær og liggur um neðra svæðið í Bolaöldu. Við hvetjum alla til að taka þátt í fjörinu og styðja gott málefni í leiðinni.

Skráning fer fram HÉR og er hafin. Skráningunni lýkur kl. 23.59 á föstudagskvöldið 9. júlí.

Lesa áfram Skemmtikeppni Líklegs og VÍK 11.júlí 2010

Krakkaæfingar/Kvennaæfingar í Bolöldu

Nú er nýr mánuður að hefjast hjá okkur og við ætlum að færa okkur úr Álfsnesi yfir í Bolöldu. Enn getum við tekið eitthvað af strákum/stelpum á æfingar. Sjáumst hress og kát kl 18:00 í Bolöldu allavega næstu tvær vikurnar. Einnig eru nokkrir einkatímar lausir, hægt er að panta á namskeid@motocross.is.

Kvenna æfingar hjá James Robo verða í Bolöldu í kvöld kl 18:00

Aron Ómarsson heldur áfram að sigra

flag1.jpgAron Ómarsson er ósigrandi um þessar mundir í íslenska motocrossinu. Hann sigraði báðar umferðirnar í Álfsnesi í dag og er því enn með fullt hús eftir tvær keppnir af fimm. Keppnin í dag var nokkuð létt fyrir hann og var forystan nánast örugg frá upphafi til enda. Gestakeppandinn James Robinson frá Malasíu varð annar og Gylfi Guðmundsson þriðji. Veðrið var frábært, brautin var frábær, keppnin frábær og stemmningin frábær.

Úrslitin eru að týnast inn og verður þetta uppfært hér smátt og smátt…. Lesa áfram Aron Ómarsson heldur áfram að sigra

4 pláss laus á stelpu námskeiðið hjá James Robo

Stelpu Motocross æfingar !!! Eitthvað sem hefur vantað !
Motocross æfingar fyrir stelpur Mánudaga og Miðvikudaga næstu 4 vikurnar kl 18:00 – 19:30. Það komast 12 stelpur á námskeiðið. Skráning er hafinn á namskeid (at) motocross.is

Verð 15.000.- greiðist á fyrstu æfingu. 125cc-600cc

Fyrsta æfing er á morgun mánudag í Álfsnesi

LEX Games um helgina

Í fyrra voru haldnir LEX Games í fyrsta skipti og vöktu þeir mikla lukku. Í ár á að gera enn betur og er þetta orðið að tveggja daga viðburði á tveimur stöðum.

Fyrri dagurinn verður á motocross svæði VÍK í Bolaöldu og seinni dagurinn verður í Aksturssvæðinu (Rally-Cross brautinni) við Krísuvíkurveg í Hafnarfirði.

Það verður ekkert slakað á í því að bjóða fólki uppá allt það skemmtilegasta sem jaðaríþróttir á Íslandi hafa uppá að bjóða. Þessu getur þú einfaldlega ekki misst af!!

Lesa áfram LEX Games um helgina